„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 08:01 Liðsfélagar Smillu Holmberg reyna að hughreysta hana í leikslok en hún var auðvitað algjörlega niðurbrotin. Getty/Sathire Kelpa Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. Smilla Holmberg klúðraði síðasta vítinu í vítakeppninni sem réði úrslitum en alls klikkuðu leikmenn á níu af fjórtán vítum. Hún var því langt frá því að vera sú eina sem klikkaði heldur bara sú sem tók síðustu vítaspyrnuna. Knattspyrnusérfræðingar sænska ríkisútvarpsins voru gagnrýnir á það að svo ungur leikmaður hafi verið látinn taka vítaspyrnu í útsláttarkeppni EM. Pressan á henni var vissulega mjög mikil.„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu,“ sagði Lotta Schelin, fyrrum stórstjarna sænska landsliðsins, við SVT. „Ég þjáist með Smillu. Hún má ekki setja sökina á sig. Hún er bara átján ára og hefur átt frábært Evrópumót. Mér finnst það skrýtið að hún sé sú sem tekur þessa vítaspyrnu,“ sagði Elena Sadiku, við SVT. „Fyrsta hugsun mín var þegar ég sá hana stíga fram að þú átt ekki að setja svona pressu á átján ára gamla stelpu. Ef hún endar í svona aðstæðum þá mun það brjóta hana niður. Þetta er ótrúlega sárt og ósanngjarnt,“ sagði Schelin. Smilla Holmberg er fædd árið 2007 og hún var átján ára og 279 daga gömul í gær. Hún var sjöundi leikmaður sænska liðsins til að taka víti og markvörðurinn Jennifer Falk var ein af þeim sem hafði þarna tekið víti. Þær sem áttu eftir að taka víti áður en Holmberg fór á punktinn voru þær Rebecka Blomqvist (27 ára) Madelen Janogy (29 ára), Amanda Nildén (26 ára) og Lina Hurtig (29 ára). Þær eru allir miklu eldri og reynslumeiri en Holmberg. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) EM 2025 í Sviss Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Sjá meira
Smilla Holmberg klúðraði síðasta vítinu í vítakeppninni sem réði úrslitum en alls klikkuðu leikmenn á níu af fjórtán vítum. Hún var því langt frá því að vera sú eina sem klikkaði heldur bara sú sem tók síðustu vítaspyrnuna. Knattspyrnusérfræðingar sænska ríkisútvarpsins voru gagnrýnir á það að svo ungur leikmaður hafi verið látinn taka vítaspyrnu í útsláttarkeppni EM. Pressan á henni var vissulega mjög mikil.„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu,“ sagði Lotta Schelin, fyrrum stórstjarna sænska landsliðsins, við SVT. „Ég þjáist með Smillu. Hún má ekki setja sökina á sig. Hún er bara átján ára og hefur átt frábært Evrópumót. Mér finnst það skrýtið að hún sé sú sem tekur þessa vítaspyrnu,“ sagði Elena Sadiku, við SVT. „Fyrsta hugsun mín var þegar ég sá hana stíga fram að þú átt ekki að setja svona pressu á átján ára gamla stelpu. Ef hún endar í svona aðstæðum þá mun það brjóta hana niður. Þetta er ótrúlega sárt og ósanngjarnt,“ sagði Schelin. Smilla Holmberg er fædd árið 2007 og hún var átján ára og 279 daga gömul í gær. Hún var sjöundi leikmaður sænska liðsins til að taka víti og markvörðurinn Jennifer Falk var ein af þeim sem hafði þarna tekið víti. Þær sem áttu eftir að taka víti áður en Holmberg fór á punktinn voru þær Rebecka Blomqvist (27 ára) Madelen Janogy (29 ára), Amanda Nildén (26 ára) og Lina Hurtig (29 ára). Þær eru allir miklu eldri og reynslumeiri en Holmberg. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Sjá meira