Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2025 14:15 Stjórnarmenn United hafa lengi haft augastað á Mbuemo en tóku ekki endanlega ákvörðun fyrr en þeir hittust á Íslandi. getty Hæstráðendur hjá Manchester United hafa fundað í veiðihúsi Jim Ratcliffe undanfarna vikuna og tóku þar ákvörðun um að festa kaup á Bryan Mbuemo frá Brentford. Milli funda hafa stjórnarmennirnir skellt sér í veiði og kíkt á kránna í Vopnafirði. Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, hefur verið á Íslandi síðustu vikuna hið minnsta. Framkvæmdastjórinn Omar Berrada og Jason Wilcox, yfirmaður íþróttamála, komu svo til Íslands að hitta Ratcliffe. Síðustu tvo sólarhringa hafa þeir fundað stíft, Ratcliffe er þeirrar skoðunar að stórar ákvarðanir skuli ekki taka á fjarfundum, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Eitt af mörgum veiðihúsum Ratcliffe, við Selá í Vopnafirði. Ratcliffe býður undirmönnum sínum reglulega á fundi á framandi stöðum, hann hitti Omar Berrada til dæmis fyrst á skíðum í Ölpunum. Hann er líka stærsti landeigandi á Íslandi og hefur einbeitt sér að laxveiðijörðum á Austurlandinu. Megintilgangur ferðarinnar og fundanna á Austurlandi í vikunni var að ræða framtíðaráform og uppbyggingu félagsins en þeir hafa líka notið lífsins og náttúrunnar, skellt sér í veiði og sökkt í sig íslenska sumrið. Út frá fundunum á Austurlandi var svo tekin ákvörðun um að kaupa Bryan Mbuemo, leikmann Brentford. Viðræður milli félaganna hafa staðið yfir í allt sumar. Manchester United hefur ekki viljað borga sjötíu milljónirnar sem Brentford bað um, en eftir góða veiði á Vopnafirði ákváðu stjórnarmennirnir að samþykkja það. Þetta er annað árið í röð sem stjórnarmenn Manchester United hittast á Austurlandi. Á síðasta ári greindi Austurfrétt frá því þegar Glazer-fjölskyldan kom hingað til lands en hún var þá enn stærsti hluthafi í félaginu og Jim Ratcliffe minnihlutaeigandi. Ferðin í ár er senn á enda. Undirbúningstímabil Manchester United er nýhafið og liðið leikur fyrsta æfingaleikinn á morgun. Omar Berrada og Jason Wilcox fljúga í fyrramálið til Stokkhólms og horfa á liðið spila þar við Leeds. Óvíst er hvort Ratcliffe fari með eða verði áfram á Vopnafirði eins og hann hefur verið undanfarna viku allavega. Ratcliffe líkar lífið á Íslandi allavega ágætlega, hann naut sín vel um síðustu helgi og sást sötra á einum ísköldum á kránni á Vopnafirði. Enski boltinn Vopnafjörður Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, hefur verið á Íslandi síðustu vikuna hið minnsta. Framkvæmdastjórinn Omar Berrada og Jason Wilcox, yfirmaður íþróttamála, komu svo til Íslands að hitta Ratcliffe. Síðustu tvo sólarhringa hafa þeir fundað stíft, Ratcliffe er þeirrar skoðunar að stórar ákvarðanir skuli ekki taka á fjarfundum, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Eitt af mörgum veiðihúsum Ratcliffe, við Selá í Vopnafirði. Ratcliffe býður undirmönnum sínum reglulega á fundi á framandi stöðum, hann hitti Omar Berrada til dæmis fyrst á skíðum í Ölpunum. Hann er líka stærsti landeigandi á Íslandi og hefur einbeitt sér að laxveiðijörðum á Austurlandinu. Megintilgangur ferðarinnar og fundanna á Austurlandi í vikunni var að ræða framtíðaráform og uppbyggingu félagsins en þeir hafa líka notið lífsins og náttúrunnar, skellt sér í veiði og sökkt í sig íslenska sumrið. Út frá fundunum á Austurlandi var svo tekin ákvörðun um að kaupa Bryan Mbuemo, leikmann Brentford. Viðræður milli félaganna hafa staðið yfir í allt sumar. Manchester United hefur ekki viljað borga sjötíu milljónirnar sem Brentford bað um, en eftir góða veiði á Vopnafirði ákváðu stjórnarmennirnir að samþykkja það. Þetta er annað árið í röð sem stjórnarmenn Manchester United hittast á Austurlandi. Á síðasta ári greindi Austurfrétt frá því þegar Glazer-fjölskyldan kom hingað til lands en hún var þá enn stærsti hluthafi í félaginu og Jim Ratcliffe minnihlutaeigandi. Ferðin í ár er senn á enda. Undirbúningstímabil Manchester United er nýhafið og liðið leikur fyrsta æfingaleikinn á morgun. Omar Berrada og Jason Wilcox fljúga í fyrramálið til Stokkhólms og horfa á liðið spila þar við Leeds. Óvíst er hvort Ratcliffe fari með eða verði áfram á Vopnafirði eins og hann hefur verið undanfarna viku allavega. Ratcliffe líkar lífið á Íslandi allavega ágætlega, hann naut sín vel um síðustu helgi og sást sötra á einum ísköldum á kránni á Vopnafirði.
Enski boltinn Vopnafjörður Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira