Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2025 14:15 Stjórnarmenn United hafa lengi haft augastað á Mbuemo en tóku ekki endanlega ákvörðun fyrr en þeir hittust á Íslandi. getty Hæstráðendur hjá Manchester United hafa fundað í veiðihúsi Jim Ratcliffe undanfarna vikuna og tóku þar ákvörðun um að festa kaup á Bryan Mbuemo frá Brentford. Milli funda hafa stjórnarmennirnir skellt sér í veiði og kíkt á kránna í Vopnafirði. Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, hefur verið á Íslandi síðustu vikuna hið minnsta. Framkvæmdastjórinn Omar Berrada og Jason Wilcox, yfirmaður íþróttamála, komu svo til Íslands að hitta Ratcliffe. Síðustu tvo sólarhringa hafa þeir fundað stíft, Ratcliffe er þeirrar skoðunar að stórar ákvarðanir skuli ekki taka á fjarfundum, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Eitt af mörgum veiðihúsum Ratcliffe, við Selá í Vopnafirði. Ratcliffe býður undirmönnum sínum reglulega á fundi á framandi stöðum, hann hitti Omar Berrada til dæmis fyrst á skíðum í Ölpunum. Hann er líka stærsti landeigandi á Íslandi og hefur einbeitt sér að laxveiðijörðum á Austurlandinu. Megintilgangur ferðarinnar og fundanna á Austurlandi í vikunni var að ræða framtíðaráform og uppbyggingu félagsins en þeir hafa líka notið lífsins og náttúrunnar, skellt sér í veiði og sökkt í sig íslenska sumrið. Út frá fundunum á Austurlandi var svo tekin ákvörðun um að kaupa Bryan Mbuemo, leikmann Brentford. Viðræður milli félaganna hafa staðið yfir í allt sumar. Manchester United hefur ekki viljað borga sjötíu milljónirnar sem Brentford bað um, en eftir góða veiði á Vopnafirði ákváðu stjórnarmennirnir að samþykkja það. Þetta er annað árið í röð sem stjórnarmenn Manchester United hittast á Austurlandi. Á síðasta ári greindi Austurfrétt frá því þegar Glazer-fjölskyldan kom hingað til lands en hún var þá enn stærsti hluthafi í félaginu og Jim Ratcliffe minnihlutaeigandi. Ferðin í ár er senn á enda. Undirbúningstímabil Manchester United er nýhafið og liðið leikur fyrsta æfingaleikinn á morgun. Omar Berrada og Jason Wilcox fljúga í fyrramálið til Stokkhólms og horfa á liðið spila þar við Leeds. Óvíst er hvort Ratcliffe fari með eða verði áfram á Vopnafirði eins og hann hefur verið undanfarna viku allavega. Ratcliffe líkar lífið á Íslandi allavega ágætlega, hann naut sín vel um síðustu helgi og sást sötra á einum ísköldum á kránni á Vopnafirði. Enski boltinn Vopnafjörður Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, hefur verið á Íslandi síðustu vikuna hið minnsta. Framkvæmdastjórinn Omar Berrada og Jason Wilcox, yfirmaður íþróttamála, komu svo til Íslands að hitta Ratcliffe. Síðustu tvo sólarhringa hafa þeir fundað stíft, Ratcliffe er þeirrar skoðunar að stórar ákvarðanir skuli ekki taka á fjarfundum, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Eitt af mörgum veiðihúsum Ratcliffe, við Selá í Vopnafirði. Ratcliffe býður undirmönnum sínum reglulega á fundi á framandi stöðum, hann hitti Omar Berrada til dæmis fyrst á skíðum í Ölpunum. Hann er líka stærsti landeigandi á Íslandi og hefur einbeitt sér að laxveiðijörðum á Austurlandinu. Megintilgangur ferðarinnar og fundanna á Austurlandi í vikunni var að ræða framtíðaráform og uppbyggingu félagsins en þeir hafa líka notið lífsins og náttúrunnar, skellt sér í veiði og sökkt í sig íslenska sumrið. Út frá fundunum á Austurlandi var svo tekin ákvörðun um að kaupa Bryan Mbuemo, leikmann Brentford. Viðræður milli félaganna hafa staðið yfir í allt sumar. Manchester United hefur ekki viljað borga sjötíu milljónirnar sem Brentford bað um, en eftir góða veiði á Vopnafirði ákváðu stjórnarmennirnir að samþykkja það. Þetta er annað árið í röð sem stjórnarmenn Manchester United hittast á Austurlandi. Á síðasta ári greindi Austurfrétt frá því þegar Glazer-fjölskyldan kom hingað til lands en hún var þá enn stærsti hluthafi í félaginu og Jim Ratcliffe minnihlutaeigandi. Ferðin í ár er senn á enda. Undirbúningstímabil Manchester United er nýhafið og liðið leikur fyrsta æfingaleikinn á morgun. Omar Berrada og Jason Wilcox fljúga í fyrramálið til Stokkhólms og horfa á liðið spila þar við Leeds. Óvíst er hvort Ratcliffe fari með eða verði áfram á Vopnafirði eins og hann hefur verið undanfarna viku allavega. Ratcliffe líkar lífið á Íslandi allavega ágætlega, hann naut sín vel um síðustu helgi og sást sötra á einum ísköldum á kránni á Vopnafirði.
Enski boltinn Vopnafjörður Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira