Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2025 09:33 Glódís Rún Sigurðardóttir og Jóhanna Margrét Snorradóttir, landsliðskonur í hestaíþróttum, segja markmiðin skýr. Vísir Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í byrjun ágúst. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót og geta tilfinningarnar verið miklar að því loknu. Markmið keppenda eru þá skýr. Heimsmeistaramótið fer fram í Birmenstorf í Sviss dagana 4. til 10. ágúst næstkomandi. Fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 eru í landsliðshópi Íslands; þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi, Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót enda ekki aðeins rúmlega tuttugu knapar á leið út heldur 25 hross eða svo. Auk þess þarf að flytja hnakka og meðfylgjandi búnað sem og einhver tonn af heyi og fóðurbæti. „Við pökkum þeim inn, þeir eru á skeifum, við vefjum fætur og þeim er pakkað inn í bómul. Síðan fara þeir upp í flugvél, henni er flogið til Belgíu þar sem hestarnir gista yfir nótt í einangrun. Síðan fara þeir til Sviss á bíl, sem er dagsleið að fara. Maður þarf því að fara varlega. Þetta er hluti af conceptinu, að halda utan um þetta frá A til Ö alveg fram á síðustu stundu,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari. „Það þarf að fara með gífurlegt magn af heyi, fleiri tonn, svo eru hnakkar og beislabúnaður. Þetta er heljarinnar mál, í raun og veru,“ bætir hann við. Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum.Vísir Erfitt að kveðja Fréttamaður fékk að kynnast Magneu frá Staðartungu sem er meðal þeirra hesta sem halda utan. En eftir að keppni lýkur verður hún eftir, líkt og hinir 24 hestarnir sem verða með landsliðinu í för. Sóttvarnarlög segja til um að engin hross má flytja inn til landsins og eru munu þau því yfirgefa landið í hinsta sinn í aðdraganda móts. Því getur eðlilega verið erfitt fyrir knapa að kveðja svo dyggan förunaut. „Við vorum báðar með hesta fyrir tveimur árum og þetta er rosalega erfitt. Þetta er eitthvað sem er svolítið hluti af okkar vinnu. Maður tengist hestunum misjafnlega en þessir hestar, það er rosalega erfitt að kveðja þessa hesta,“ segir Jóhanna Margrét Snorradóttir. „Ég er sammála því. Það var alveg grátið aðeins eftir mót. Það er bara þannig,“ segir félagi hennar í landsliðinu, Glódís Rún Sigurðardóttir. Undir þetta tekur Matthías Sigurðsson sem verður í ungmennalandsliðinu, en hann keppir á HM í fyrsta sinn, og verður með áðurnefndri Magneu í för í Sviss. „Það er ótrúlega leiðinlegt. Maður er búinn að vera að þjálfa hana í þrjú ár, búinn að mynda mikil tengsl og vinna að þessu markmiði í þessi þrjú ár,“ segir Matthías. Sigur og ekkert annað Varðandi markmiðin fyrir komandi mót, eru þau skýr. „Við erum bara að fara að vinna. Er það ekki?“ segir Glódís og Jóhanna tekur undir: „Það er bara þannig. Það er ekki hægt að fara þarna með öðruvísi hugarfari.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Heimsmeistaramótið fer fram í Birmenstorf í Sviss dagana 4. til 10. ágúst næstkomandi. Fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 eru í landsliðshópi Íslands; þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi, Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót enda ekki aðeins rúmlega tuttugu knapar á leið út heldur 25 hross eða svo. Auk þess þarf að flytja hnakka og meðfylgjandi búnað sem og einhver tonn af heyi og fóðurbæti. „Við pökkum þeim inn, þeir eru á skeifum, við vefjum fætur og þeim er pakkað inn í bómul. Síðan fara þeir upp í flugvél, henni er flogið til Belgíu þar sem hestarnir gista yfir nótt í einangrun. Síðan fara þeir til Sviss á bíl, sem er dagsleið að fara. Maður þarf því að fara varlega. Þetta er hluti af conceptinu, að halda utan um þetta frá A til Ö alveg fram á síðustu stundu,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari. „Það þarf að fara með gífurlegt magn af heyi, fleiri tonn, svo eru hnakkar og beislabúnaður. Þetta er heljarinnar mál, í raun og veru,“ bætir hann við. Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum.Vísir Erfitt að kveðja Fréttamaður fékk að kynnast Magneu frá Staðartungu sem er meðal þeirra hesta sem halda utan. En eftir að keppni lýkur verður hún eftir, líkt og hinir 24 hestarnir sem verða með landsliðinu í för. Sóttvarnarlög segja til um að engin hross má flytja inn til landsins og eru munu þau því yfirgefa landið í hinsta sinn í aðdraganda móts. Því getur eðlilega verið erfitt fyrir knapa að kveðja svo dyggan förunaut. „Við vorum báðar með hesta fyrir tveimur árum og þetta er rosalega erfitt. Þetta er eitthvað sem er svolítið hluti af okkar vinnu. Maður tengist hestunum misjafnlega en þessir hestar, það er rosalega erfitt að kveðja þessa hesta,“ segir Jóhanna Margrét Snorradóttir. „Ég er sammála því. Það var alveg grátið aðeins eftir mót. Það er bara þannig,“ segir félagi hennar í landsliðinu, Glódís Rún Sigurðardóttir. Undir þetta tekur Matthías Sigurðsson sem verður í ungmennalandsliðinu, en hann keppir á HM í fyrsta sinn, og verður með áðurnefndri Magneu í för í Sviss. „Það er ótrúlega leiðinlegt. Maður er búinn að vera að þjálfa hana í þrjú ár, búinn að mynda mikil tengsl og vinna að þessu markmiði í þessi þrjú ár,“ segir Matthías. Sigur og ekkert annað Varðandi markmiðin fyrir komandi mót, eru þau skýr. „Við erum bara að fara að vinna. Er það ekki?“ segir Glódís og Jóhanna tekur undir: „Það er bara þannig. Það er ekki hægt að fara þarna með öðruvísi hugarfari.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira