Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2025 09:33 Glódís Rún Sigurðardóttir og Jóhanna Margrét Snorradóttir, landsliðskonur í hestaíþróttum, segja markmiðin skýr. Vísir Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í byrjun ágúst. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót og geta tilfinningarnar verið miklar að því loknu. Markmið keppenda eru þá skýr. Heimsmeistaramótið fer fram í Birmenstorf í Sviss dagana 4. til 10. ágúst næstkomandi. Fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 eru í landsliðshópi Íslands; þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi, Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót enda ekki aðeins rúmlega tuttugu knapar á leið út heldur 25 hross eða svo. Auk þess þarf að flytja hnakka og meðfylgjandi búnað sem og einhver tonn af heyi og fóðurbæti. „Við pökkum þeim inn, þeir eru á skeifum, við vefjum fætur og þeim er pakkað inn í bómul. Síðan fara þeir upp í flugvél, henni er flogið til Belgíu þar sem hestarnir gista yfir nótt í einangrun. Síðan fara þeir til Sviss á bíl, sem er dagsleið að fara. Maður þarf því að fara varlega. Þetta er hluti af conceptinu, að halda utan um þetta frá A til Ö alveg fram á síðustu stundu,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari. „Það þarf að fara með gífurlegt magn af heyi, fleiri tonn, svo eru hnakkar og beislabúnaður. Þetta er heljarinnar mál, í raun og veru,“ bætir hann við. Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum.Vísir Erfitt að kveðja Fréttamaður fékk að kynnast Magneu frá Staðartungu sem er meðal þeirra hesta sem halda utan. En eftir að keppni lýkur verður hún eftir, líkt og hinir 24 hestarnir sem verða með landsliðinu í för. Sóttvarnarlög segja til um að engin hross má flytja inn til landsins og eru munu þau því yfirgefa landið í hinsta sinn í aðdraganda móts. Því getur eðlilega verið erfitt fyrir knapa að kveðja svo dyggan förunaut. „Við vorum báðar með hesta fyrir tveimur árum og þetta er rosalega erfitt. Þetta er eitthvað sem er svolítið hluti af okkar vinnu. Maður tengist hestunum misjafnlega en þessir hestar, það er rosalega erfitt að kveðja þessa hesta,“ segir Jóhanna Margrét Snorradóttir. „Ég er sammála því. Það var alveg grátið aðeins eftir mót. Það er bara þannig,“ segir félagi hennar í landsliðinu, Glódís Rún Sigurðardóttir. Undir þetta tekur Matthías Sigurðsson sem verður í ungmennalandsliðinu, en hann keppir á HM í fyrsta sinn, og verður með áðurnefndri Magneu í för í Sviss. „Það er ótrúlega leiðinlegt. Maður er búinn að vera að þjálfa hana í þrjú ár, búinn að mynda mikil tengsl og vinna að þessu markmiði í þessi þrjú ár,“ segir Matthías. Sigur og ekkert annað Varðandi markmiðin fyrir komandi mót, eru þau skýr. „Við erum bara að fara að vinna. Er það ekki?“ segir Glódís og Jóhanna tekur undir: „Það er bara þannig. Það er ekki hægt að fara þarna með öðruvísi hugarfari.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
Heimsmeistaramótið fer fram í Birmenstorf í Sviss dagana 4. til 10. ágúst næstkomandi. Fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 eru í landsliðshópi Íslands; þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi, Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót enda ekki aðeins rúmlega tuttugu knapar á leið út heldur 25 hross eða svo. Auk þess þarf að flytja hnakka og meðfylgjandi búnað sem og einhver tonn af heyi og fóðurbæti. „Við pökkum þeim inn, þeir eru á skeifum, við vefjum fætur og þeim er pakkað inn í bómul. Síðan fara þeir upp í flugvél, henni er flogið til Belgíu þar sem hestarnir gista yfir nótt í einangrun. Síðan fara þeir til Sviss á bíl, sem er dagsleið að fara. Maður þarf því að fara varlega. Þetta er hluti af conceptinu, að halda utan um þetta frá A til Ö alveg fram á síðustu stundu,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari. „Það þarf að fara með gífurlegt magn af heyi, fleiri tonn, svo eru hnakkar og beislabúnaður. Þetta er heljarinnar mál, í raun og veru,“ bætir hann við. Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum.Vísir Erfitt að kveðja Fréttamaður fékk að kynnast Magneu frá Staðartungu sem er meðal þeirra hesta sem halda utan. En eftir að keppni lýkur verður hún eftir, líkt og hinir 24 hestarnir sem verða með landsliðinu í för. Sóttvarnarlög segja til um að engin hross má flytja inn til landsins og eru munu þau því yfirgefa landið í hinsta sinn í aðdraganda móts. Því getur eðlilega verið erfitt fyrir knapa að kveðja svo dyggan förunaut. „Við vorum báðar með hesta fyrir tveimur árum og þetta er rosalega erfitt. Þetta er eitthvað sem er svolítið hluti af okkar vinnu. Maður tengist hestunum misjafnlega en þessir hestar, það er rosalega erfitt að kveðja þessa hesta,“ segir Jóhanna Margrét Snorradóttir. „Ég er sammála því. Það var alveg grátið aðeins eftir mót. Það er bara þannig,“ segir félagi hennar í landsliðinu, Glódís Rún Sigurðardóttir. Undir þetta tekur Matthías Sigurðsson sem verður í ungmennalandsliðinu, en hann keppir á HM í fyrsta sinn, og verður með áðurnefndri Magneu í för í Sviss. „Það er ótrúlega leiðinlegt. Maður er búinn að vera að þjálfa hana í þrjú ár, búinn að mynda mikil tengsl og vinna að þessu markmiði í þessi þrjú ár,“ segir Matthías. Sigur og ekkert annað Varðandi markmiðin fyrir komandi mót, eru þau skýr. „Við erum bara að fara að vinna. Er það ekki?“ segir Glódís og Jóhanna tekur undir: „Það er bara þannig. Það er ekki hægt að fara þarna með öðruvísi hugarfari.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira