Sport

Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“

Skiljanlega var létt yfir Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain, eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Hann nýtti tækifærið og skaut létt á þá sem hafa efast um styrk frönsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti

Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar

Hin danska Emilie Hesseldal var Just wingin' it og Play maður leiksins þegar Njarðvík kreisti fram frábæran sigur gegn Haukum og minnkaði muninn í 2-1, í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Hún segir ísböð lykilinn að magnaðri frammistöðu sinni í gær.

Körfubolti

Völlurinn í Grinda­vík metinn öruggur

Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár.

Íslenski boltinn

Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, mátti vera ánægður með liðið sitt í kvöld. Þær náðu að knýja fram leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinni í körfubolta með því að vinna Hauka í æsispennandi leik 93-95.

Körfubolti

Krista Gló: Ætluðum að vinna

Krista Gló Magnúsdóttir var hetja Njarðvíkinga í kvöld þegar Njarðvíkinga náðu sér í einn leik í það minnsta í viðbót í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Krista negldi niður þrist til að koma Njarðvík í 93-95 sem urðu lokatölu leiksins ásamt því að stela boltanum þegar skammt var eftir.

Körfubolti

Al­freð kom Þjóð­verjum á EM

Þýska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á næsta ári en liðinu nægði jafntefli á útivelli á móti Sviss.

Handbolti