Enski boltinn

Fyrrum leik­maður Manchester United lögsækir fé­lagið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Tuanzebe í leik með Manchester United árið 2021.
Axel Tuanzebe í leik með Manchester United árið 2021. Getty/Jan Kruger

Varnarmaðurinn Axel Tuanzebe sakar sitt gamla félag Manchester United um læknamistök og vanrækslu í meðhöndlun á hans meiðslum.

Tuanzebe fór frá United árið 2023 þegar samningur hans rann út. Hann hann kom upp í gegnum yngri flokka starf félagsins.

Axel Tuanzebe náði þó aðeins að spila nítján deildarleiki á fimm árum með United.

Hann var mikið meiddur á tíma sínum hjá félaginu og var líka lánaður nokkrum sinnum. Meiðsladraugurinn hélt áfram að plaga hann hjá Ipswich en náði þó að spila 22 deildarleiki með Ipswich á síðustu leiktíð.

BBC segir að Tuanzebe hafi nú höfðað mál gegn Manchester United fyrir að gefið honum slæm ráð þegar kemur að glímu hans við meiðslin. Þetta heitir „medical negligence“ á enskunni.

Meiðslin sem um ræðir eru frá júlí 2022 og Tuanzebe gerir kröfu um vænar skaðabætur.

Það kemur þó ekki fram hvernig meiðsli þetta voru. Hann missti af nær öllu 2022-23 tímabilinu en lék nokkra leiki á láni hjá Stoke City.

Lögfræðingar Tuanzebe vilja ekki tjá sig um kæruna og ekki heldur fulltrúar Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×