Reykjavík barnanna Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. janúar 2020 09:00 Í Reykjavík eiga öll börn að fá jöfn tækifæri til að öðlast sterka sjálfsmynd, trúa á eigin getu og ná árangri. Til þess að svo megi verða hefur staðið yfir heildarendurskoðun á allri þjónustu Reykjavíkurborgar við börn og barnafjölskyldur. Foreldrar eru lykilaðilar í lífi barns en það, að öll börn búi við öruggt heilsueflandi umhverfi er sameiginlegt verkefni okkar allra. Velferðarráð hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við börn og barnafjölskyldur undanfarið ár með forvarnir og skjóta þjónustu að leiðarljósi. Farið hefur fram heildarendurskoðun á þeirri þjónustu sem velferðarsvið og þar með talið Barnavernd veitir börnum og fjölskyldum þeirra, í fjölþættu samráði við ýmsa aðila sem vinna að hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Þetta hefur skilað endurbótum, breyttu verklagi og aðgerðum til að efla þjónustuna enn frekar. Verndum börn Skipulagi Barnverndar hefur verið breytt og þjónustan styrkt og nú hefur Framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar í barnavernd til 2023 litið dagsins ljós. Þessi framkvæmdaáætlun ber með sér mjög miklar breytingar á barnaverndarstarfi til hins betra. Forgangsraðað er í þágu forvarna sem miða að valdeflingu barna og forsjáraðila, til að mynda með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun barna í félagsfærni og tilfinningastjórnun. Skjótt verði brugðist við á vettvangi barnsins þegar vandi steðjar að barni, það sé gert með samræmdum aðgerðum allra aðila hjá Reykjavíkurborg og í auknu samstarfi við önnur þjónustukerfi sem starfa á sama sviði. Aukin áhersla er á að árangur sé metinn og upplýsingar verði kynntar opinberlega. Samstarf um stuðningsþjónustu „Samstarfsnetið” er einnig nýtt verkefni á Velferðarsviði sem ætlað er að halda utan um öll stuðningsverkefni tengd börnum óháð fötlun eða ástæðu stuðningsþarfar. Meðal verkefna þess er persónuleg ráðgjöf, liðveisla, unglingasmiðjur, námskeið, og stuðningsfjölskyldur. Markmiðið er að þessi mikilvæga þjónusta, sem um 1100 börn og fjölskyldur þeirra njóta árlega, verði bæði betri og öflugri og að jafnt aðgengi að úrræðum sé tryggt um alla borg. Nýtt verklag og reglur um stuðningsþjónustu fyrir börn eru að líta dagsins ljós en ætlun okkar er að greiða leið notenda að fyrstu þjónustu og veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning í framhaldi. Fjölskyldur vita oftast best hvaða stuðning eða þjónustu þau þurfa til að geta nýtt styrkleika sína og látið drauma sína rætast. Okkur langar að nýta þá þekkingu meira inn í mat á þjónustuþörf í framtíðinni sem mun skila sér markvissari þjónustu og stuðla að nýsköpun og þróun í takt við þarfir og samfélagslegar aðstæður. „Betri borg fyrir börn“ Velferðarráð og Skóla og frístundaráð samþykktu á sameiginlegum fundi í haust að setja af stað sameiginlegt 2 ára verkefni í Breiðholti sem miðar að því að bæta þjónustu við börn og ungmenni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Skólaþjónustan þarf að vera heiltæka og samhæfð og veitt eins fljótt og auðið er helst í sem mestu mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna. Með þessu styrkjum við einnig þjónustu við skóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og stuðlum um leið að auknum gæðum í starfi með börnum á leik- og grunnskólaaldri.Ef vel tekst til þá munum við innleiða breytt verklag með samhæfða skóla- og velferðarþjónustu í öllum borgarhlutum. Draumar rætast Reykjavíkurborg er að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og við ætlum að tileinka okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar verkefnum, stefnumótun og ákvörðunum. Okkar sameiginlega markmið er að öll börn hafi jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Borgarstjórn Börn og uppeldi Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eiga öll börn að fá jöfn tækifæri til að öðlast sterka sjálfsmynd, trúa á eigin getu og ná árangri. Til þess að svo megi verða hefur staðið yfir heildarendurskoðun á allri þjónustu Reykjavíkurborgar við börn og barnafjölskyldur. Foreldrar eru lykilaðilar í lífi barns en það, að öll börn búi við öruggt heilsueflandi umhverfi er sameiginlegt verkefni okkar allra. Velferðarráð hefur lagt mikla áherslu á þjónustu við börn og barnafjölskyldur undanfarið ár með forvarnir og skjóta þjónustu að leiðarljósi. Farið hefur fram heildarendurskoðun á þeirri þjónustu sem velferðarsvið og þar með talið Barnavernd veitir börnum og fjölskyldum þeirra, í fjölþættu samráði við ýmsa aðila sem vinna að hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Þetta hefur skilað endurbótum, breyttu verklagi og aðgerðum til að efla þjónustuna enn frekar. Verndum börn Skipulagi Barnverndar hefur verið breytt og þjónustan styrkt og nú hefur Framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar í barnavernd til 2023 litið dagsins ljós. Þessi framkvæmdaáætlun ber með sér mjög miklar breytingar á barnaverndarstarfi til hins betra. Forgangsraðað er í þágu forvarna sem miða að valdeflingu barna og forsjáraðila, til að mynda með fræðslu, ráðgjöf og þjálfun barna í félagsfærni og tilfinningastjórnun. Skjótt verði brugðist við á vettvangi barnsins þegar vandi steðjar að barni, það sé gert með samræmdum aðgerðum allra aðila hjá Reykjavíkurborg og í auknu samstarfi við önnur þjónustukerfi sem starfa á sama sviði. Aukin áhersla er á að árangur sé metinn og upplýsingar verði kynntar opinberlega. Samstarf um stuðningsþjónustu „Samstarfsnetið” er einnig nýtt verkefni á Velferðarsviði sem ætlað er að halda utan um öll stuðningsverkefni tengd börnum óháð fötlun eða ástæðu stuðningsþarfar. Meðal verkefna þess er persónuleg ráðgjöf, liðveisla, unglingasmiðjur, námskeið, og stuðningsfjölskyldur. Markmiðið er að þessi mikilvæga þjónusta, sem um 1100 börn og fjölskyldur þeirra njóta árlega, verði bæði betri og öflugri og að jafnt aðgengi að úrræðum sé tryggt um alla borg. Nýtt verklag og reglur um stuðningsþjónustu fyrir börn eru að líta dagsins ljós en ætlun okkar er að greiða leið notenda að fyrstu þjónustu og veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning í framhaldi. Fjölskyldur vita oftast best hvaða stuðning eða þjónustu þau þurfa til að geta nýtt styrkleika sína og látið drauma sína rætast. Okkur langar að nýta þá þekkingu meira inn í mat á þjónustuþörf í framtíðinni sem mun skila sér markvissari þjónustu og stuðla að nýsköpun og þróun í takt við þarfir og samfélagslegar aðstæður. „Betri borg fyrir börn“ Velferðarráð og Skóla og frístundaráð samþykktu á sameiginlegum fundi í haust að setja af stað sameiginlegt 2 ára verkefni í Breiðholti sem miðar að því að bæta þjónustu við börn og ungmenni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Skólaþjónustan þarf að vera heiltæka og samhæfð og veitt eins fljótt og auðið er helst í sem mestu mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna. Með þessu styrkjum við einnig þjónustu við skóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og stuðlum um leið að auknum gæðum í starfi með börnum á leik- og grunnskólaaldri.Ef vel tekst til þá munum við innleiða breytt verklag með samhæfða skóla- og velferðarþjónustu í öllum borgarhlutum. Draumar rætast Reykjavíkurborg er að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og við ætlum að tileinka okkur barnaréttindanálgun í öllum okkar verkefnum, stefnumótun og ákvörðunum. Okkar sameiginlega markmið er að öll börn hafi jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun