Afstaða til líffæragjafar skiptir máli, ræðum við okkar nánustu 18. apríl 2015 12:00 Árið 2014 hófst umræða um líffæragjöf á Íslandi fyrir alvöru. Aðstandendur líffæragjafa stigu fram, gagnagrunnur landlæknis var opnaður, nefnd á vegum ráðherra skipuð og félagið Annað líf, áhugafélag um líffæragjafir, var stofnað. Flestir voru sammála um mikilvægi þess að taka afstöðu til líffæragjafar og ræða við sína nánustu. Það er ekki að ástæðulausu. Sú staðreynd að við höfðum oft rætt líffæragjöf á heimilinu hjálpaði okkur þegar fjölskyldan stóð frammi fyrir þeirri átakanlegu stöðu að þurfa að koma afstöðu 18 ára sonar okkar á framfæri. Þegar líffæraþegar stigu fram í viðtölum, þegar umræða var á Alþingi og þegar pabbi þeirra tók þá með í Blóðbankann var tilefni til að ræða líffæragjöf. Þegar á reyndi urðum við afar þakklát fyrir að hafa rætt þessi mál. Umræðan sem fylgdi í kjölfar líffæragjafar sonar míns varð mikil. Við fjölskyldan hittum líffæraþega og kynntumst félaginu Annað líf þar sem líffæraþeginn Kjartan Birgisson er í forsvari. Félagið er að gera góða hluti og leggur mikið á sig til að halda umræðunni gangandi. Að hitta líffæraþega gaf okkur mikið og sýnir hversu stórar gjafir sonur okkar gaf. Við heyrðum líka í fólki sem stóð í sömu sporum og við en hafði ekki rætt líffæragjöf við viðkomandi. Ofan á sorgina, missinn og allar þær miklu tilfinningar sem skyndilegt fráfall kallar fram, var þetta fólk í þeirri vandasömu stöðu að þurfa að taka ákvörðun um hvort viðkomandi yrði líffæragjafi eða ekki. Löggjafinn er ekki að hjálpa til. Þrátt fyrir að aðstandendur eigi alltaf síðasta orðið hvort sem viðkomandi hefur gefið ætlað samþykki eða ætlaða neitun fyrir líffæragjöf þá ganga íslensk lög út frá ætlaðri neitun þar til annað kemur í ljós. Það má færa rök fyrir því að þarna sé verið að senda röng skilaboð til aðstandenda í vanda, auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgöngupunkturinn.Umræðan mikilvæg Oftar en ekki tekur fólk ákvörðun um að það sé öruggara að gera ekkert sem er sorglegt ef viðkomandi hefði viljað vera líffæragjafi og þannig bjarga öðrum mannslífum. Þess vegna fannst okkur skipta máli að koma á framfæri mikilvægi þess að ræða við sína nánustu. Umræðan snýst ekki um að allir segi já, umræðan snýst um að þú ræður yfir þínum líkama og átt að ráða því hvort þú vilt vera líffæragjafi eða ekki. Það geta allir aldurshópar verið líffæragjafar, því er mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir ræði þetta þarfa málefni og þeir sem vilja skrái sig í framhaldinu á vef landlæknis. Umræðan skilar árangri. Í kringum dag líffæragjafa þann 29. janúar stigu aðstandendur líffæragjafa og líffæraþegar fram og vöktu athygli á málefninu. Fréttabréf fóru á vinnustaði og fjölmiðlar tóku þátt auk fræðslu í framhaldsskólum um líffæragjöf. Í framhaldinu mættu nemendur heim og héldu samtalinu áfram. Í kjölfarið varð mikil aukning í skráningu líffæragjafa sem mun vafalaust bjarga fjölmörgum mannslífum þegar fram líða stundir. Við vitum aldrei hvenær við stöndum í þeim sporum að aðstandandi okkar geti orðið látinn líffæragjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími fyrir sögu Hafþór Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Árið 2014 hófst umræða um líffæragjöf á Íslandi fyrir alvöru. Aðstandendur líffæragjafa stigu fram, gagnagrunnur landlæknis var opnaður, nefnd á vegum ráðherra skipuð og félagið Annað líf, áhugafélag um líffæragjafir, var stofnað. Flestir voru sammála um mikilvægi þess að taka afstöðu til líffæragjafar og ræða við sína nánustu. Það er ekki að ástæðulausu. Sú staðreynd að við höfðum oft rætt líffæragjöf á heimilinu hjálpaði okkur þegar fjölskyldan stóð frammi fyrir þeirri átakanlegu stöðu að þurfa að koma afstöðu 18 ára sonar okkar á framfæri. Þegar líffæraþegar stigu fram í viðtölum, þegar umræða var á Alþingi og þegar pabbi þeirra tók þá með í Blóðbankann var tilefni til að ræða líffæragjöf. Þegar á reyndi urðum við afar þakklát fyrir að hafa rætt þessi mál. Umræðan sem fylgdi í kjölfar líffæragjafar sonar míns varð mikil. Við fjölskyldan hittum líffæraþega og kynntumst félaginu Annað líf þar sem líffæraþeginn Kjartan Birgisson er í forsvari. Félagið er að gera góða hluti og leggur mikið á sig til að halda umræðunni gangandi. Að hitta líffæraþega gaf okkur mikið og sýnir hversu stórar gjafir sonur okkar gaf. Við heyrðum líka í fólki sem stóð í sömu sporum og við en hafði ekki rætt líffæragjöf við viðkomandi. Ofan á sorgina, missinn og allar þær miklu tilfinningar sem skyndilegt fráfall kallar fram, var þetta fólk í þeirri vandasömu stöðu að þurfa að taka ákvörðun um hvort viðkomandi yrði líffæragjafi eða ekki. Löggjafinn er ekki að hjálpa til. Þrátt fyrir að aðstandendur eigi alltaf síðasta orðið hvort sem viðkomandi hefur gefið ætlað samþykki eða ætlaða neitun fyrir líffæragjöf þá ganga íslensk lög út frá ætlaðri neitun þar til annað kemur í ljós. Það má færa rök fyrir því að þarna sé verið að senda röng skilaboð til aðstandenda í vanda, auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgöngupunkturinn.Umræðan mikilvæg Oftar en ekki tekur fólk ákvörðun um að það sé öruggara að gera ekkert sem er sorglegt ef viðkomandi hefði viljað vera líffæragjafi og þannig bjarga öðrum mannslífum. Þess vegna fannst okkur skipta máli að koma á framfæri mikilvægi þess að ræða við sína nánustu. Umræðan snýst ekki um að allir segi já, umræðan snýst um að þú ræður yfir þínum líkama og átt að ráða því hvort þú vilt vera líffæragjafi eða ekki. Það geta allir aldurshópar verið líffæragjafar, því er mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir ræði þetta þarfa málefni og þeir sem vilja skrái sig í framhaldinu á vef landlæknis. Umræðan skilar árangri. Í kringum dag líffæragjafa þann 29. janúar stigu aðstandendur líffæragjafa og líffæraþegar fram og vöktu athygli á málefninu. Fréttabréf fóru á vinnustaði og fjölmiðlar tóku þátt auk fræðslu í framhaldsskólum um líffæragjöf. Í framhaldinu mættu nemendur heim og héldu samtalinu áfram. Í kjölfarið varð mikil aukning í skráningu líffæragjafa sem mun vafalaust bjarga fjölmörgum mannslífum þegar fram líða stundir. Við vitum aldrei hvenær við stöndum í þeim sporum að aðstandandi okkar geti orðið látinn líffæragjafi.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun