Snjallasta stefnubreyting Samfylkingarinnar Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 4. júní 2025 17:01 Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Þingkona Samfylkingarinnar, skrifaði nýlega hvernig það færi fyrir brjóstið á henni að íslenski fáninn sé notaður af hópi fólks sem nýverið söfnaðist saman á Austurvelli til að berjast fyrir hertri útlendingalöggjöf. Fyrrverandi þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson lét svipuð orð falla. Burtséð frá því að íslenski fáninn er fáni allra íslendinga, sama hvaða afbökuðu skoðanir þeir kunna að hafa, þá velti ég því fyrir mér hvort að það hafi farið framhjá Ásu, á sínum tíma þegar Samfylkingin mældist með 30-plús prósent í skoðanakönnunum í fyrsta sinn í einn og hálfan áratug. Það var fyrir rúmlega einu ári síðan, minnir mig. Og það skeði skömmu eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar lýsti því yfir að hún hyggðist skoða af mikilli alvöru að taka harðar á útlendingamálum. Samfylkingin fylgdi þarmeð fordæmi systurflokka sinna í Danmörku og Svíþjóð sem einnig hafa breitt um tón í útlendingamálum og sveigt inn á braut harðari nálgunnar, aukinna brottvísanna og aukins landamæraeftirlits. Og það var einmitt eftir þessi ummæli sem Samfylkingin, sem reyndar var þegar á mikilli uppleið í könnunum undir forystu Kristrúnar, sem að flokkurinn reif 30-prósenta múrinn í fyrsta sinn síðan fyrir Bankahrun. Enda ekki skrítið. Um veturinn 2024, kom út Maskínu-könnun sem leiddi í ljós að 60 prósent íslendinga töldu flóttamenn á Íslandi vera of marga og var það hæsta hlutfall sem að nokkru sinni hefur mælst hérlendis. Árið 2021 þótti það fréttnæmt þegar hlutfallið fór uppí 40 prósent í fyrsta sinn. Og Maskínu-könnununin árið 2024 var gerð áður en í ljós kom að helmingur allra þeirra sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi árið 2024 hefðu verið erlendir ríkisborgarar. Ekki innflytjendur heldur erlendir ríkisborgarar. M.ö.o. einstaklingur af erlendum uppruna, en sem er orðinn íslendur ríkisborgari er ekki meðtalin. Þessi könnun var einnig gerð áður en holskelfa af neikvæðum fréttum úr leigubílabransanum þar sem að erlendir leigubílstjórar skall á þjóðfélagsumræðunni. Og einnig áður en byrjað var að fjalla um ofbeldismál í Breiðholtsskóla, svo að fátt eitt sé nefnt. M.ö.o. þetta voru sextíu prósent í gær en þessi tala á eftir að verða hærri næst þegar Maskína eða Gallup leggur þessa sömu könnun fyrir. Samfylkingin vann svo sætan sigur í alþingiskosningunum í nóvember. Í þeim sömu kosningum fékk Framsóknarflokkurinn sína verstu niðurstöðu í sögu flokksins, 7,8% fylgi og fimm þingmenn. Og það var eftir að formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson lýsti því yfir í kappræðum að flokkurinn talaði ekki fyrir hetri útlendingalöggjöf. Og í þessum sömu kosningum tóku þátt þrír aðrir flokkar sem allir líta á sjálfa sig sem kyndilbera fjölmenningarstefnu og málsvara flóttafólks. Vinstri Grænir og Píratar þurrkuðust útaf þingi og Sósíalistaflokkur Íslands náði engum mönnum inn þrátt fyrir að tefla fram afar vinsælum borgarfulltrúa.Það voru vissulega margar fleiri ástæður fyrir því að þessum flokkum gekk illa en höfundur ætlar sér ekki að breyta þessari grein í heila ritgerð. En staðreyndin er að Framsókn, VG, Píratar og Sósíalistar völdu óvinsælli kostinn þegar kemur að útlendingamálum. Greinahöfundur veit ekki hvað gæti mögulega verið þjóðlegra en að veifa þjóðarfána okkar fögru Ísafoldar einmitt þegar maður maður skorar á stjórnvöld til þess að standa sig í stykkinu við að framkvæma vilja meirihluta þjóðarinnar. Voru einhverjir af mótmælendum helgarinnar rasistar? Já, eflaust. Nokkrir þeirra voru greinilega talsmenn samsæriskenninga sem er, að mati höfundar, alveg jafn slæmt. En það breytir því ekki að þessir mótmælendur tala að vissu leyti fyrir vilja stórs hluta þjóðarinnar, vilja kannski ganga lengra en flestir, en í grunninn eru þeir á sama meiði og meirihluti þjóðarinnar; Flóttamenn sem koma til Íslands eru of margir og vandamálin tengd þeim eru orðin of mörg, of ofbeldisfull, of óþægileg. Það er mat höfundar, að frjálslynt fólk á vinstri vængnum vill helst beina athyglinni að rasismanum til þess að þurfa ekki að horfast í augu við að þeirra stefnumál í útlendingamálum hafa misheppnast harkalega. Erlent fólk sem hingað kemur inngildist verr og verr eftir því sem hlutfall þeirra meðal landsmanna fjölgar. Samfélagið verður ekki opnara og umburðarlyndara með auknum straumi flóttafólks heldur hefur tortryggni, rasismi, og óöryggi aukist. Svo að ekki sé minnst á glæpatíðnina. Einu sinni stökk maður í hvern þann leigubíl sem að hendi var næst. Núna eru konur byrjaðar að biðja sérstaklega sérstaklega um bíla með kvenbílstjórum. Það er í raun furðulegt að mótmælin hafi ekki verið stærri og að þau hafi ekki átt sér stað fyrr. Höfundur er framsóknarmaður, stoltur þjóðernissinni og rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Þingkona Samfylkingarinnar, skrifaði nýlega hvernig það færi fyrir brjóstið á henni að íslenski fáninn sé notaður af hópi fólks sem nýverið söfnaðist saman á Austurvelli til að berjast fyrir hertri útlendingalöggjöf. Fyrrverandi þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson lét svipuð orð falla. Burtséð frá því að íslenski fáninn er fáni allra íslendinga, sama hvaða afbökuðu skoðanir þeir kunna að hafa, þá velti ég því fyrir mér hvort að það hafi farið framhjá Ásu, á sínum tíma þegar Samfylkingin mældist með 30-plús prósent í skoðanakönnunum í fyrsta sinn í einn og hálfan áratug. Það var fyrir rúmlega einu ári síðan, minnir mig. Og það skeði skömmu eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar lýsti því yfir að hún hyggðist skoða af mikilli alvöru að taka harðar á útlendingamálum. Samfylkingin fylgdi þarmeð fordæmi systurflokka sinna í Danmörku og Svíþjóð sem einnig hafa breitt um tón í útlendingamálum og sveigt inn á braut harðari nálgunnar, aukinna brottvísanna og aukins landamæraeftirlits. Og það var einmitt eftir þessi ummæli sem Samfylkingin, sem reyndar var þegar á mikilli uppleið í könnunum undir forystu Kristrúnar, sem að flokkurinn reif 30-prósenta múrinn í fyrsta sinn síðan fyrir Bankahrun. Enda ekki skrítið. Um veturinn 2024, kom út Maskínu-könnun sem leiddi í ljós að 60 prósent íslendinga töldu flóttamenn á Íslandi vera of marga og var það hæsta hlutfall sem að nokkru sinni hefur mælst hérlendis. Árið 2021 þótti það fréttnæmt þegar hlutfallið fór uppí 40 prósent í fyrsta sinn. Og Maskínu-könnununin árið 2024 var gerð áður en í ljós kom að helmingur allra þeirra sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi árið 2024 hefðu verið erlendir ríkisborgarar. Ekki innflytjendur heldur erlendir ríkisborgarar. M.ö.o. einstaklingur af erlendum uppruna, en sem er orðinn íslendur ríkisborgari er ekki meðtalin. Þessi könnun var einnig gerð áður en holskelfa af neikvæðum fréttum úr leigubílabransanum þar sem að erlendir leigubílstjórar skall á þjóðfélagsumræðunni. Og einnig áður en byrjað var að fjalla um ofbeldismál í Breiðholtsskóla, svo að fátt eitt sé nefnt. M.ö.o. þetta voru sextíu prósent í gær en þessi tala á eftir að verða hærri næst þegar Maskína eða Gallup leggur þessa sömu könnun fyrir. Samfylkingin vann svo sætan sigur í alþingiskosningunum í nóvember. Í þeim sömu kosningum fékk Framsóknarflokkurinn sína verstu niðurstöðu í sögu flokksins, 7,8% fylgi og fimm þingmenn. Og það var eftir að formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson lýsti því yfir í kappræðum að flokkurinn talaði ekki fyrir hetri útlendingalöggjöf. Og í þessum sömu kosningum tóku þátt þrír aðrir flokkar sem allir líta á sjálfa sig sem kyndilbera fjölmenningarstefnu og málsvara flóttafólks. Vinstri Grænir og Píratar þurrkuðust útaf þingi og Sósíalistaflokkur Íslands náði engum mönnum inn þrátt fyrir að tefla fram afar vinsælum borgarfulltrúa.Það voru vissulega margar fleiri ástæður fyrir því að þessum flokkum gekk illa en höfundur ætlar sér ekki að breyta þessari grein í heila ritgerð. En staðreyndin er að Framsókn, VG, Píratar og Sósíalistar völdu óvinsælli kostinn þegar kemur að útlendingamálum. Greinahöfundur veit ekki hvað gæti mögulega verið þjóðlegra en að veifa þjóðarfána okkar fögru Ísafoldar einmitt þegar maður maður skorar á stjórnvöld til þess að standa sig í stykkinu við að framkvæma vilja meirihluta þjóðarinnar. Voru einhverjir af mótmælendum helgarinnar rasistar? Já, eflaust. Nokkrir þeirra voru greinilega talsmenn samsæriskenninga sem er, að mati höfundar, alveg jafn slæmt. En það breytir því ekki að þessir mótmælendur tala að vissu leyti fyrir vilja stórs hluta þjóðarinnar, vilja kannski ganga lengra en flestir, en í grunninn eru þeir á sama meiði og meirihluti þjóðarinnar; Flóttamenn sem koma til Íslands eru of margir og vandamálin tengd þeim eru orðin of mörg, of ofbeldisfull, of óþægileg. Það er mat höfundar, að frjálslynt fólk á vinstri vængnum vill helst beina athyglinni að rasismanum til þess að þurfa ekki að horfast í augu við að þeirra stefnumál í útlendingamálum hafa misheppnast harkalega. Erlent fólk sem hingað kemur inngildist verr og verr eftir því sem hlutfall þeirra meðal landsmanna fjölgar. Samfélagið verður ekki opnara og umburðarlyndara með auknum straumi flóttafólks heldur hefur tortryggni, rasismi, og óöryggi aukist. Svo að ekki sé minnst á glæpatíðnina. Einu sinni stökk maður í hvern þann leigubíl sem að hendi var næst. Núna eru konur byrjaðar að biðja sérstaklega sérstaklega um bíla með kvenbílstjórum. Það er í raun furðulegt að mótmælin hafi ekki verið stærri og að þau hafi ekki átt sér stað fyrr. Höfundur er framsóknarmaður, stoltur þjóðernissinni og rithöfundur
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar