Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar 22. október 2025 15:32 Það er skrýtið að hugsa til þess að það sem kallað var „frekja“ í æsku, kallast „leiðtogahæfni“ í dag. Þegar ég var lítil stelpa heyrði ég oft að ég væri frekja, stjórnsöm og „bossy“. Ég var alltaf að ráðskast. „Þú átt að vera þessi dúkka og ég er þessi.“ Það er nú kannski bara eðlilegt fyrir leikskólabarn, er það ekki? Í grunnskóla fann ég að ég átti að bæla þetta niður. Ekki taka pláss. Ég mátti sjá um atriði fyrir samsönginn en ekki gera samt of mikið, eða það var allavega upplifunin. Helst ekki segja mína skoðun og ef ég þurfti að spyrja spurninga þá átti ég ekki hafa þær of langar. Mér leið eins og ég mætti ekki vera ég sjálf. Ég átti að passa í hópinn, en ég gerði það samt ekkert. Ég bældi sjálfa mig meira og meira niður, þó svo að litla stelpan í mér reyndi sífellt að brjótast út. Í seinni tíð hef ég talað við konur með svipaða upplifun. Við hlæjum að því hvernig hópaverkefnin í skólunum enduðu oft á okkur. Afsökunin „þú ert svo góð í þessu“ virðist hafa virkað á okkur allar. En góðar í hverju? Var það skipulagið á verkefninu, glærurnar, kynningin sjálf, eða bara allt af þessu? Við lærðum ekki sem börn að setja öðrum mörk í hópaverkefnunum svo hvernig áttum við að vita að við ættum ekki að sætta okkur við þetta? Síðan á eldri árum var ég oft kölluð mamman í hópnum. Þessi sem passaði upp á að dagskráin gengi upp og að allir væru með og kæmust síðan öruggir heim af djamminu. En ef maður rýnir nánar í þetta, þá sé ég ekki betur en að mömmur í þessum skilningi séu leiðtogar. Manneskjan sem passar upp á að hlutirnir gangi upp. Það var nefnilega ekki fyrr en nýlega sem að allir þessir eiginlegar sem ég átti að bæla, voru dregnir upp á yfirborðið og þeim fagnað. Ég var ekki stjórnsöm, ég hafði frumkvæði. Ég var ekki frekja, ég hafði sterkar skoðanir. Ég var ekki bossy, ég var leiðtogi. Það skiptir svo miklu máli að við segjum stelpum hvað þær eru flottar og nota ekki orð yfir þær sem hafa gríðarlega mótandi áhrifa á þeirra sjálfsmynd. Kennum þeim að það er í lagi að hafa sterkar skoðanir og að aðrir megi líka hafa skoðanir. Kennum þeim að rökræða, fara með ræður, styrkja sig til að verða kröftugu konurnar sem búa í þeim. Ef við viljum sjá konur leiða með sjálfstrausti á vinnustöðum, í stjórnmálum og í samfélaginu, þá verðum við að byrja í leikskólanum, með stelpunum sem eru að skipuleggja dúkkuleiki og trúa því að þær séu „frekjur“. Þær eru framtíðar leiðtogarnir okkar. Bælum ekki niður stelpur, byggjum þær upp, hvetjum þær til að taka pláss og verum samfélag þar sem þær mega vera þær sjálfar. Höfundur er mamma og félagi í JCI (Junior Chamber International). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Það er skrýtið að hugsa til þess að það sem kallað var „frekja“ í æsku, kallast „leiðtogahæfni“ í dag. Þegar ég var lítil stelpa heyrði ég oft að ég væri frekja, stjórnsöm og „bossy“. Ég var alltaf að ráðskast. „Þú átt að vera þessi dúkka og ég er þessi.“ Það er nú kannski bara eðlilegt fyrir leikskólabarn, er það ekki? Í grunnskóla fann ég að ég átti að bæla þetta niður. Ekki taka pláss. Ég mátti sjá um atriði fyrir samsönginn en ekki gera samt of mikið, eða það var allavega upplifunin. Helst ekki segja mína skoðun og ef ég þurfti að spyrja spurninga þá átti ég ekki hafa þær of langar. Mér leið eins og ég mætti ekki vera ég sjálf. Ég átti að passa í hópinn, en ég gerði það samt ekkert. Ég bældi sjálfa mig meira og meira niður, þó svo að litla stelpan í mér reyndi sífellt að brjótast út. Í seinni tíð hef ég talað við konur með svipaða upplifun. Við hlæjum að því hvernig hópaverkefnin í skólunum enduðu oft á okkur. Afsökunin „þú ert svo góð í þessu“ virðist hafa virkað á okkur allar. En góðar í hverju? Var það skipulagið á verkefninu, glærurnar, kynningin sjálf, eða bara allt af þessu? Við lærðum ekki sem börn að setja öðrum mörk í hópaverkefnunum svo hvernig áttum við að vita að við ættum ekki að sætta okkur við þetta? Síðan á eldri árum var ég oft kölluð mamman í hópnum. Þessi sem passaði upp á að dagskráin gengi upp og að allir væru með og kæmust síðan öruggir heim af djamminu. En ef maður rýnir nánar í þetta, þá sé ég ekki betur en að mömmur í þessum skilningi séu leiðtogar. Manneskjan sem passar upp á að hlutirnir gangi upp. Það var nefnilega ekki fyrr en nýlega sem að allir þessir eiginlegar sem ég átti að bæla, voru dregnir upp á yfirborðið og þeim fagnað. Ég var ekki stjórnsöm, ég hafði frumkvæði. Ég var ekki frekja, ég hafði sterkar skoðanir. Ég var ekki bossy, ég var leiðtogi. Það skiptir svo miklu máli að við segjum stelpum hvað þær eru flottar og nota ekki orð yfir þær sem hafa gríðarlega mótandi áhrifa á þeirra sjálfsmynd. Kennum þeim að það er í lagi að hafa sterkar skoðanir og að aðrir megi líka hafa skoðanir. Kennum þeim að rökræða, fara með ræður, styrkja sig til að verða kröftugu konurnar sem búa í þeim. Ef við viljum sjá konur leiða með sjálfstrausti á vinnustöðum, í stjórnmálum og í samfélaginu, þá verðum við að byrja í leikskólanum, með stelpunum sem eru að skipuleggja dúkkuleiki og trúa því að þær séu „frekjur“. Þær eru framtíðar leiðtogarnir okkar. Bælum ekki niður stelpur, byggjum þær upp, hvetjum þær til að taka pláss og verum samfélag þar sem þær mega vera þær sjálfar. Höfundur er mamma og félagi í JCI (Junior Chamber International).
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun