Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar 22. október 2025 07:01 Fyrir helgi fór Arctic circle ráðstefnan fram í Reykjavík. Þar kom ýmislegt áhugavert fram en það sem heltók mig voru nýjustu niðurstöður varðandi veltihringrásina. Það eru blikur á lofti yfir Norður-Atlantshafi. Nýjustu rannsóknir sýna að Golfstraumurinn (veltihringrásin eða AMOC), eitt af hafstraumakerfum jarðar sé í hættu. Það er þessu kerfi að þakka að Ísland er byggilegt því það flytur hlýjan sjó norður á bóginn og kaldan suður. Ef þetta kerfi stöðvast mun kólna allverulega á Íslandi. Þróunin í rannsóknum hefur verið hröð undanfarið en nú eru töluvert hærri líkur en áður voru taldar að þetta verði að veruleika. Ef við drögum verulega úr losun eru nú taldar 25% líkur á að kerfið stöðvist en ef losun heldur áfram að aukast eru 70% líkur á því. Ef við pælum aðeins í þessum líkum, þá eru þær svakalegar. Flest tryggingarfélög myndu líklega ekki tryggja mig ef 25% líkur væru á því að ég myndi lenda í lífshættulegu slysi. Ekki fjarlæg ógn Helstu vísindamenn heims í loftslagsmálum vara nú eindregið við þessari hættu og því er augljóslega þörf á hraðari minnkun útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Hrun þessa kerfis mun hafa alvarleg áhrif á loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og á Norðurslóðum og í raun víðar. Ískaldir vetur á Norðurslóðum auk hækkaðs sjávarborðs og breytinga í regnskógum eru dæmi um þau áhrif sem við munum sjá. Og það er málið, við munum mögulega lifa til að sjá þessar breytingar, ef ekki þá að minnsta kosti börnin okkar. Nú þegar hefur hamfarahlýnunin haft mælanleg áhrif en straumurinn hefur ekki verið minni í 1600 ár. Misheppnaður Parísarsamningur Frá því að skrifað var undir Parísarsamninginn 2015 hefur Ísland, þvert á markmið samningsins, aukið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Við erum langt á eftir þessum markmiðum og nýlega voru sett ný, raunhæfari markmið. Þetta þurfti að gera því stjórnvöld höfðu ekki fylgt eftir þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau höfðu sett sér. Mörg lönd hafa reyndar ekki staðið sig, sum eru talin hafa skilað of metnaðarlitlum markmiðum og nýlega drógu Bandaríkin sig út úr samningnum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Síðustu tíu ár hafa verið þau heitustu frá því að mælingar hófust. Síðustu átta ár hafa verið slegin met árlega í sjávarhita. Aldrei hefur verið minni ís á Norðurskautinu. Aldrei hefur verið minni ís á Suðurskautinu. Aukning fellibylja hefur haft gríðarleg áhrif. Nú þarf að setja loftlagsmálin aftur á oddinn. Ísland þarf að standa fyrir sameiginlegu átaki þjóða á norðurslóðum og draga verulega úr losun á næstu árum með raunverulegum aðgerðum. Einhvern veginn er eins og í öllum hörmungunum sem eiga sér stað í heiminum í dag, þá hafi fólk alveg gleymt umhverfinu. Það væri skynsamlegt að endurvekja loftslagskvíðann. Hann er líklega einn af fáum kvíðum sem væri rökrétt að þjást af í dag. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Fyrir helgi fór Arctic circle ráðstefnan fram í Reykjavík. Þar kom ýmislegt áhugavert fram en það sem heltók mig voru nýjustu niðurstöður varðandi veltihringrásina. Það eru blikur á lofti yfir Norður-Atlantshafi. Nýjustu rannsóknir sýna að Golfstraumurinn (veltihringrásin eða AMOC), eitt af hafstraumakerfum jarðar sé í hættu. Það er þessu kerfi að þakka að Ísland er byggilegt því það flytur hlýjan sjó norður á bóginn og kaldan suður. Ef þetta kerfi stöðvast mun kólna allverulega á Íslandi. Þróunin í rannsóknum hefur verið hröð undanfarið en nú eru töluvert hærri líkur en áður voru taldar að þetta verði að veruleika. Ef við drögum verulega úr losun eru nú taldar 25% líkur á að kerfið stöðvist en ef losun heldur áfram að aukast eru 70% líkur á því. Ef við pælum aðeins í þessum líkum, þá eru þær svakalegar. Flest tryggingarfélög myndu líklega ekki tryggja mig ef 25% líkur væru á því að ég myndi lenda í lífshættulegu slysi. Ekki fjarlæg ógn Helstu vísindamenn heims í loftslagsmálum vara nú eindregið við þessari hættu og því er augljóslega þörf á hraðari minnkun útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Hrun þessa kerfis mun hafa alvarleg áhrif á loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og á Norðurslóðum og í raun víðar. Ískaldir vetur á Norðurslóðum auk hækkaðs sjávarborðs og breytinga í regnskógum eru dæmi um þau áhrif sem við munum sjá. Og það er málið, við munum mögulega lifa til að sjá þessar breytingar, ef ekki þá að minnsta kosti börnin okkar. Nú þegar hefur hamfarahlýnunin haft mælanleg áhrif en straumurinn hefur ekki verið minni í 1600 ár. Misheppnaður Parísarsamningur Frá því að skrifað var undir Parísarsamninginn 2015 hefur Ísland, þvert á markmið samningsins, aukið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Við erum langt á eftir þessum markmiðum og nýlega voru sett ný, raunhæfari markmið. Þetta þurfti að gera því stjórnvöld höfðu ekki fylgt eftir þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau höfðu sett sér. Mörg lönd hafa reyndar ekki staðið sig, sum eru talin hafa skilað of metnaðarlitlum markmiðum og nýlega drógu Bandaríkin sig út úr samningnum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Síðustu tíu ár hafa verið þau heitustu frá því að mælingar hófust. Síðustu átta ár hafa verið slegin met árlega í sjávarhita. Aldrei hefur verið minni ís á Norðurskautinu. Aldrei hefur verið minni ís á Suðurskautinu. Aukning fellibylja hefur haft gríðarleg áhrif. Nú þarf að setja loftlagsmálin aftur á oddinn. Ísland þarf að standa fyrir sameiginlegu átaki þjóða á norðurslóðum og draga verulega úr losun á næstu árum með raunverulegum aðgerðum. Einhvern veginn er eins og í öllum hörmungunum sem eiga sér stað í heiminum í dag, þá hafi fólk alveg gleymt umhverfinu. Það væri skynsamlegt að endurvekja loftslagskvíðann. Hann er líklega einn af fáum kvíðum sem væri rökrétt að þjást af í dag. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun