Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 22. október 2025 17:31 Í gærkvöldi (21.10.2025) mættum við nokkrar stelpur með POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome) á opinn fund Samfylkingarinnar, þar sem meðal annarra var Alma Möller, heilbrigðisráðherra, viðstödd. Við fórum þangað með von um að ræða okkar mál, koma reynslu okkar á framfæri og biðja um það eina sem við þurfum til að lifa eðlilegu lífi: að fá aftur vökvagjafirnar okkar, eða að minnsta kosti raunhæfa staðgöngumeðferð. Við komum ekki þangað til að rífast, heldur til að vekja athygli á raunverulegum vanda sem við, og margir aðrir með POTS, glímum við daglega. En þegar við fengum orðið varð okkur fljótt ljóst að engin raunveruleg hlustun fór fram. Það sem átti að vera opinn og lýðræðislegur fundur breyttist í þöggun og afneitun. Þegar við reyndum að útskýra að vökvagjafirnar skipta sköpum fyrir heilsu okkar og lífsgæði, var einfaldlega þaggað niður í okkur. Það sem stakk okkur sérstaklega var að aðrir fundargestir fengu að tala óáreittir og var hlustað á þá með virðingu, en þegar við eða aðrir nefndum POTS eða langvarandi afleiðingar COVID, var eins og við hefðum snert á bannorði. Þá var umræðan stöðvuð, viðmótið kulnaði og okkur var í raun þaggað niður. Það var eins og kerfið og þeir sem stjórna því, vildu einfaldlega ekki heyra sannleikann: að fólk með POTS er skilið eftir án meðferðar og án vonar. Þegar við töluðum um veikindin okkar, hvernig dagurinn byrjar með svima, hjartslætti og vanmátt, og hvernig vökvagjöfin hefur bókstaflega gert okkur kleift að halda áfram, þá var brugðist við með hroka, afsökunum og undanbrögðum. Þau sneru umræðunni út úr, reyndu að tala um eitthvað annað og það var skýrt að þau vildu ekki ræða POTS, vökvagjafir eða ábyrgð heilbrigðiskerfisins á okkar stöðu. Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt. Það sýnir svart á hvítu að þeir sem sitja við stjórnvöldin vilja ekki sjá raunveruleikann okkar. Þau vilja tala um heilbrigðiskerfið í víðum skilningi, en ekki um þau kerfisbundnu mistök sem bitna á einstaklingum eins og okkur. Við höfum upplifað það að þegar kerfið bregst, þá er það við sem þurfum að bera afleiðingarnar, ekki embættismenn eða ráðherrar. Við missum meðferð sem hefur hjálpað okkur, án þess að neitt annað komi í staðinn. Það er ekki stefna sem byggir á vísindum eða mannúð, heldur á skilningsleysi og sinnuleysi. Þegar heilbrigðisráðherra og flokkur sem kallar sig velferðarflokk mætir ungum konum með sjúkdóm og segir í raun og veru: „Við ætlum ekki að hlusta á ykkur“, þá er eitthvað mikið að. Það er ekki bara skortur á samkennd, heldur brot á trausti. Trausti sem almenningur á að geta haft til stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda. Við erum ekki tölur á excel-skjali, við erum manneskjur. Við erum ungar konur sem viljum vinna, lifa og taka þátt í samfélaginu en við getum það ekki ef líkaminn gefst upp. Vökvagjöfin er ekki lúxus, hún er nauðsyn. Hún gerir okkur kleift að standa upp, halda jafnvægi, borða, hugsa og lifa. Við krefjumst þess að þessi stefna verði endurskoðuð strax! Við krefjumst þess að rödd okkar verði tekin alvarlega. Og við krefjumst þess að heilbrigðisráðherra taki ábyrgð á þeirri skaðlegu ákvörðun að svipta fólk með POTS meðferð sem virkar. Við munum ekki þegja og við munum ekki láta þagga niður í okkur aftur.Við eigum rétt á að lifa, rétt á að fá hjálp og rétt á að láta heyra í okkur! Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir – kennaranemi við Háskólann á Akureyri og sjúklingur með POTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi (21.10.2025) mættum við nokkrar stelpur með POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome) á opinn fund Samfylkingarinnar, þar sem meðal annarra var Alma Möller, heilbrigðisráðherra, viðstödd. Við fórum þangað með von um að ræða okkar mál, koma reynslu okkar á framfæri og biðja um það eina sem við þurfum til að lifa eðlilegu lífi: að fá aftur vökvagjafirnar okkar, eða að minnsta kosti raunhæfa staðgöngumeðferð. Við komum ekki þangað til að rífast, heldur til að vekja athygli á raunverulegum vanda sem við, og margir aðrir með POTS, glímum við daglega. En þegar við fengum orðið varð okkur fljótt ljóst að engin raunveruleg hlustun fór fram. Það sem átti að vera opinn og lýðræðislegur fundur breyttist í þöggun og afneitun. Þegar við reyndum að útskýra að vökvagjafirnar skipta sköpum fyrir heilsu okkar og lífsgæði, var einfaldlega þaggað niður í okkur. Það sem stakk okkur sérstaklega var að aðrir fundargestir fengu að tala óáreittir og var hlustað á þá með virðingu, en þegar við eða aðrir nefndum POTS eða langvarandi afleiðingar COVID, var eins og við hefðum snert á bannorði. Þá var umræðan stöðvuð, viðmótið kulnaði og okkur var í raun þaggað niður. Það var eins og kerfið og þeir sem stjórna því, vildu einfaldlega ekki heyra sannleikann: að fólk með POTS er skilið eftir án meðferðar og án vonar. Þegar við töluðum um veikindin okkar, hvernig dagurinn byrjar með svima, hjartslætti og vanmátt, og hvernig vökvagjöfin hefur bókstaflega gert okkur kleift að halda áfram, þá var brugðist við með hroka, afsökunum og undanbrögðum. Þau sneru umræðunni út úr, reyndu að tala um eitthvað annað og það var skýrt að þau vildu ekki ræða POTS, vökvagjafir eða ábyrgð heilbrigðiskerfisins á okkar stöðu. Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt. Það sýnir svart á hvítu að þeir sem sitja við stjórnvöldin vilja ekki sjá raunveruleikann okkar. Þau vilja tala um heilbrigðiskerfið í víðum skilningi, en ekki um þau kerfisbundnu mistök sem bitna á einstaklingum eins og okkur. Við höfum upplifað það að þegar kerfið bregst, þá er það við sem þurfum að bera afleiðingarnar, ekki embættismenn eða ráðherrar. Við missum meðferð sem hefur hjálpað okkur, án þess að neitt annað komi í staðinn. Það er ekki stefna sem byggir á vísindum eða mannúð, heldur á skilningsleysi og sinnuleysi. Þegar heilbrigðisráðherra og flokkur sem kallar sig velferðarflokk mætir ungum konum með sjúkdóm og segir í raun og veru: „Við ætlum ekki að hlusta á ykkur“, þá er eitthvað mikið að. Það er ekki bara skortur á samkennd, heldur brot á trausti. Trausti sem almenningur á að geta haft til stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda. Við erum ekki tölur á excel-skjali, við erum manneskjur. Við erum ungar konur sem viljum vinna, lifa og taka þátt í samfélaginu en við getum það ekki ef líkaminn gefst upp. Vökvagjöfin er ekki lúxus, hún er nauðsyn. Hún gerir okkur kleift að standa upp, halda jafnvægi, borða, hugsa og lifa. Við krefjumst þess að þessi stefna verði endurskoðuð strax! Við krefjumst þess að rödd okkar verði tekin alvarlega. Og við krefjumst þess að heilbrigðisráðherra taki ábyrgð á þeirri skaðlegu ákvörðun að svipta fólk með POTS meðferð sem virkar. Við munum ekki þegja og við munum ekki láta þagga niður í okkur aftur.Við eigum rétt á að lifa, rétt á að fá hjálp og rétt á að láta heyra í okkur! Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir – kennaranemi við Háskólann á Akureyri og sjúklingur með POTS.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar