Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar 22. október 2025 11:02 Síðan ég flutti til Íslands hef ég séð (Halloween) Hrekkjavöku festa rætur hér á landi, eflast með hverju árinu sem líður -sem mér finnst ánægjulegt. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hrekkjavöku. Sumir telja hana fyrst og fremst vera viðskiptalegt fyrirbæri, enn eitt tækifærið til að eyða peningum, en ég sé hana öðruvísi. Hrekkjavaka snýst um samfélagið. Hugsið ykkur: nágrannar verja tíma sínum og peningum í að breyta heimilum sínum í draugaleg sýningarsvæði - ekki fyrir sjálfa sig, heldur til að gleðja börnin. Þetta eina kvöld á ári opnum við bókstaflega dyr okkar fyrir ókunnugum, brosum til litlu prinsessanna, uppvakninganna, geimfaranna og risaeðlanna. Foreldrar ganga um göturnar, heilsa kunningjum og vinum á meðan börnin hlaupa á undan í leit að sælgæti. Á venjulegu októberkvöldi værum við flest heima með ljósin dempuð og dyrnar lokaðar, föst í okkar daglegu rútínu. En á Hrekkjavöku lifna göturnar við. Fjölskyldur eru úti saman, þrátt fyrir veðrið sem Ísland hefur upp á að bjóða þennan dag. Þeir sem ekki eiga ung tröllabörn til að leiða um hverfið, standa samt við dyrnar með sælgæti og bros á vör. Það er það sem ég elska við Hrekkjavökuna - samkenndin og þátttakan. Þetta snýst ekki um sælgætið, heldur tengslin. Það breytir venjulegu kvöldi í eitthvað sérstakt, eitthvað mannlegt. Það sést að þessi hefð er í vexti - horfið bara á graskerin.Fyrir örfáum árum var það eins og að finna sjaldgæfan fjársjóð að sjá grasker í verslun í Reykjavík. Núna eru heilu tunnurnar af appelsínugulum graskerum í flestum matvöruverslunum sem ég tel skýr merki um að Ísland sé smám saman að taka upp þessa skemmtilegu hefð. (Smá áminning varðandi graskerin: nú þegar þau eru orðin svona algeng getur verið freistandi að brjóta eitt eða tvö. En þessi logandi grasker eru merki til krakkanna sem ganga í hús; smá ljósker samfélagsins okkar sem vert er að vernda. Svo takið börnin með ykkur, bæði ung og eldri, og hjálpumst að við að passa upp á graskerin.) Nokkur ráð til að gera kvöldið sem ánægjulegast fyrir alla: Börnin byrja venjulega að ganga í hús um klukkan 17. Í Norður-Ameríku myndi það halda áfram langt fram á kvöld, en hér virðist ró færast yfir um klukkan 20. Notið endurskinsmerki ef þið eruð úti eftir myrkur sérstaklega ef þið eruð dökkklædd sem Batman,norn eða þessháttar. Ef þið ætlið að taka á móti krökkum, kveikið á útiljósinu eða ljósinu í stofunni – það er alþjóðlegt merki um að húsið taki þátt. Ef sælgætið klárast eða viljið ekki taka þátt, slökkvið einfaldlega á ljósunum og blásið á kertin í graskerunum. Bjóðið aðeins upp á innpakkað sælgæti af öryggisástæðum. Í mörgum hverfum deilir fólk kortum sem sýna hvaða hús taka þátt. Ég vona að eftir nokkur ár þurfum við kannski ekki lengur kortin – við munum einfaldlega ganga út þann 31. október, og láta ljósin og logandi grasker leiða okkur um hverfin. Ég hef komist að því að vaxandi tilvist Hrekkjavaka hér segir margt um Ísland sjálft. Íslendingar eru mjög tengdir sínum samfélögum, en hringirnir eru oft þéttir og einkennast af friðhelgi. Að opna dyr sínar fyrir ókunnugum þykir ekki sjálfsagt hér, sem gerir Hrekkjavöku enn sérstæðari í mínum huga. Þetta eina kvöld á ári stíga Íslendingar út fyrir þægindarammann sinn til að fagna gleði, ímyndunarafli og tengslum - og það finnst mér eitthvað sem vert er að varðveita. Fyrir okkur öllog sérstaka börnin. Höfundur leiðir B2B teymið hjá Digido markaðsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrekkjavaka Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Síðan ég flutti til Íslands hef ég séð (Halloween) Hrekkjavöku festa rætur hér á landi, eflast með hverju árinu sem líður -sem mér finnst ánægjulegt. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hrekkjavöku. Sumir telja hana fyrst og fremst vera viðskiptalegt fyrirbæri, enn eitt tækifærið til að eyða peningum, en ég sé hana öðruvísi. Hrekkjavaka snýst um samfélagið. Hugsið ykkur: nágrannar verja tíma sínum og peningum í að breyta heimilum sínum í draugaleg sýningarsvæði - ekki fyrir sjálfa sig, heldur til að gleðja börnin. Þetta eina kvöld á ári opnum við bókstaflega dyr okkar fyrir ókunnugum, brosum til litlu prinsessanna, uppvakninganna, geimfaranna og risaeðlanna. Foreldrar ganga um göturnar, heilsa kunningjum og vinum á meðan börnin hlaupa á undan í leit að sælgæti. Á venjulegu októberkvöldi værum við flest heima með ljósin dempuð og dyrnar lokaðar, föst í okkar daglegu rútínu. En á Hrekkjavöku lifna göturnar við. Fjölskyldur eru úti saman, þrátt fyrir veðrið sem Ísland hefur upp á að bjóða þennan dag. Þeir sem ekki eiga ung tröllabörn til að leiða um hverfið, standa samt við dyrnar með sælgæti og bros á vör. Það er það sem ég elska við Hrekkjavökuna - samkenndin og þátttakan. Þetta snýst ekki um sælgætið, heldur tengslin. Það breytir venjulegu kvöldi í eitthvað sérstakt, eitthvað mannlegt. Það sést að þessi hefð er í vexti - horfið bara á graskerin.Fyrir örfáum árum var það eins og að finna sjaldgæfan fjársjóð að sjá grasker í verslun í Reykjavík. Núna eru heilu tunnurnar af appelsínugulum graskerum í flestum matvöruverslunum sem ég tel skýr merki um að Ísland sé smám saman að taka upp þessa skemmtilegu hefð. (Smá áminning varðandi graskerin: nú þegar þau eru orðin svona algeng getur verið freistandi að brjóta eitt eða tvö. En þessi logandi grasker eru merki til krakkanna sem ganga í hús; smá ljósker samfélagsins okkar sem vert er að vernda. Svo takið börnin með ykkur, bæði ung og eldri, og hjálpumst að við að passa upp á graskerin.) Nokkur ráð til að gera kvöldið sem ánægjulegast fyrir alla: Börnin byrja venjulega að ganga í hús um klukkan 17. Í Norður-Ameríku myndi það halda áfram langt fram á kvöld, en hér virðist ró færast yfir um klukkan 20. Notið endurskinsmerki ef þið eruð úti eftir myrkur sérstaklega ef þið eruð dökkklædd sem Batman,norn eða þessháttar. Ef þið ætlið að taka á móti krökkum, kveikið á útiljósinu eða ljósinu í stofunni – það er alþjóðlegt merki um að húsið taki þátt. Ef sælgætið klárast eða viljið ekki taka þátt, slökkvið einfaldlega á ljósunum og blásið á kertin í graskerunum. Bjóðið aðeins upp á innpakkað sælgæti af öryggisástæðum. Í mörgum hverfum deilir fólk kortum sem sýna hvaða hús taka þátt. Ég vona að eftir nokkur ár þurfum við kannski ekki lengur kortin – við munum einfaldlega ganga út þann 31. október, og láta ljósin og logandi grasker leiða okkur um hverfin. Ég hef komist að því að vaxandi tilvist Hrekkjavaka hér segir margt um Ísland sjálft. Íslendingar eru mjög tengdir sínum samfélögum, en hringirnir eru oft þéttir og einkennast af friðhelgi. Að opna dyr sínar fyrir ókunnugum þykir ekki sjálfsagt hér, sem gerir Hrekkjavöku enn sérstæðari í mínum huga. Þetta eina kvöld á ári stíga Íslendingar út fyrir þægindarammann sinn til að fagna gleði, ímyndunarafli og tengslum - og það finnst mér eitthvað sem vert er að varðveita. Fyrir okkur öllog sérstaka börnin. Höfundur leiðir B2B teymið hjá Digido markaðsstofu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun