Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar 22. október 2025 11:02 Síðan ég flutti til Íslands hef ég séð (Halloween) Hrekkjavöku festa rætur hér á landi, eflast með hverju árinu sem líður -sem mér finnst ánægjulegt. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hrekkjavöku. Sumir telja hana fyrst og fremst vera viðskiptalegt fyrirbæri, enn eitt tækifærið til að eyða peningum, en ég sé hana öðruvísi. Hrekkjavaka snýst um samfélagið. Hugsið ykkur: nágrannar verja tíma sínum og peningum í að breyta heimilum sínum í draugaleg sýningarsvæði - ekki fyrir sjálfa sig, heldur til að gleðja börnin. Þetta eina kvöld á ári opnum við bókstaflega dyr okkar fyrir ókunnugum, brosum til litlu prinsessanna, uppvakninganna, geimfaranna og risaeðlanna. Foreldrar ganga um göturnar, heilsa kunningjum og vinum á meðan börnin hlaupa á undan í leit að sælgæti. Á venjulegu októberkvöldi værum við flest heima með ljósin dempuð og dyrnar lokaðar, föst í okkar daglegu rútínu. En á Hrekkjavöku lifna göturnar við. Fjölskyldur eru úti saman, þrátt fyrir veðrið sem Ísland hefur upp á að bjóða þennan dag. Þeir sem ekki eiga ung tröllabörn til að leiða um hverfið, standa samt við dyrnar með sælgæti og bros á vör. Það er það sem ég elska við Hrekkjavökuna - samkenndin og þátttakan. Þetta snýst ekki um sælgætið, heldur tengslin. Það breytir venjulegu kvöldi í eitthvað sérstakt, eitthvað mannlegt. Það sést að þessi hefð er í vexti - horfið bara á graskerin.Fyrir örfáum árum var það eins og að finna sjaldgæfan fjársjóð að sjá grasker í verslun í Reykjavík. Núna eru heilu tunnurnar af appelsínugulum graskerum í flestum matvöruverslunum sem ég tel skýr merki um að Ísland sé smám saman að taka upp þessa skemmtilegu hefð. (Smá áminning varðandi graskerin: nú þegar þau eru orðin svona algeng getur verið freistandi að brjóta eitt eða tvö. En þessi logandi grasker eru merki til krakkanna sem ganga í hús; smá ljósker samfélagsins okkar sem vert er að vernda. Svo takið börnin með ykkur, bæði ung og eldri, og hjálpumst að við að passa upp á graskerin.) Nokkur ráð til að gera kvöldið sem ánægjulegast fyrir alla: Börnin byrja venjulega að ganga í hús um klukkan 17. Í Norður-Ameríku myndi það halda áfram langt fram á kvöld, en hér virðist ró færast yfir um klukkan 20. Notið endurskinsmerki ef þið eruð úti eftir myrkur sérstaklega ef þið eruð dökkklædd sem Batman,norn eða þessháttar. Ef þið ætlið að taka á móti krökkum, kveikið á útiljósinu eða ljósinu í stofunni – það er alþjóðlegt merki um að húsið taki þátt. Ef sælgætið klárast eða viljið ekki taka þátt, slökkvið einfaldlega á ljósunum og blásið á kertin í graskerunum. Bjóðið aðeins upp á innpakkað sælgæti af öryggisástæðum. Í mörgum hverfum deilir fólk kortum sem sýna hvaða hús taka þátt. Ég vona að eftir nokkur ár þurfum við kannski ekki lengur kortin – við munum einfaldlega ganga út þann 31. október, og láta ljósin og logandi grasker leiða okkur um hverfin. Ég hef komist að því að vaxandi tilvist Hrekkjavaka hér segir margt um Ísland sjálft. Íslendingar eru mjög tengdir sínum samfélögum, en hringirnir eru oft þéttir og einkennast af friðhelgi. Að opna dyr sínar fyrir ókunnugum þykir ekki sjálfsagt hér, sem gerir Hrekkjavöku enn sérstæðari í mínum huga. Þetta eina kvöld á ári stíga Íslendingar út fyrir þægindarammann sinn til að fagna gleði, ímyndunarafli og tengslum - og það finnst mér eitthvað sem vert er að varðveita. Fyrir okkur öllog sérstaka börnin. Höfundur leiðir B2B teymið hjá Digido markaðsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrekkjavaka Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan ég flutti til Íslands hef ég séð (Halloween) Hrekkjavöku festa rætur hér á landi, eflast með hverju árinu sem líður -sem mér finnst ánægjulegt. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hrekkjavöku. Sumir telja hana fyrst og fremst vera viðskiptalegt fyrirbæri, enn eitt tækifærið til að eyða peningum, en ég sé hana öðruvísi. Hrekkjavaka snýst um samfélagið. Hugsið ykkur: nágrannar verja tíma sínum og peningum í að breyta heimilum sínum í draugaleg sýningarsvæði - ekki fyrir sjálfa sig, heldur til að gleðja börnin. Þetta eina kvöld á ári opnum við bókstaflega dyr okkar fyrir ókunnugum, brosum til litlu prinsessanna, uppvakninganna, geimfaranna og risaeðlanna. Foreldrar ganga um göturnar, heilsa kunningjum og vinum á meðan börnin hlaupa á undan í leit að sælgæti. Á venjulegu októberkvöldi værum við flest heima með ljósin dempuð og dyrnar lokaðar, föst í okkar daglegu rútínu. En á Hrekkjavöku lifna göturnar við. Fjölskyldur eru úti saman, þrátt fyrir veðrið sem Ísland hefur upp á að bjóða þennan dag. Þeir sem ekki eiga ung tröllabörn til að leiða um hverfið, standa samt við dyrnar með sælgæti og bros á vör. Það er það sem ég elska við Hrekkjavökuna - samkenndin og þátttakan. Þetta snýst ekki um sælgætið, heldur tengslin. Það breytir venjulegu kvöldi í eitthvað sérstakt, eitthvað mannlegt. Það sést að þessi hefð er í vexti - horfið bara á graskerin.Fyrir örfáum árum var það eins og að finna sjaldgæfan fjársjóð að sjá grasker í verslun í Reykjavík. Núna eru heilu tunnurnar af appelsínugulum graskerum í flestum matvöruverslunum sem ég tel skýr merki um að Ísland sé smám saman að taka upp þessa skemmtilegu hefð. (Smá áminning varðandi graskerin: nú þegar þau eru orðin svona algeng getur verið freistandi að brjóta eitt eða tvö. En þessi logandi grasker eru merki til krakkanna sem ganga í hús; smá ljósker samfélagsins okkar sem vert er að vernda. Svo takið börnin með ykkur, bæði ung og eldri, og hjálpumst að við að passa upp á graskerin.) Nokkur ráð til að gera kvöldið sem ánægjulegast fyrir alla: Börnin byrja venjulega að ganga í hús um klukkan 17. Í Norður-Ameríku myndi það halda áfram langt fram á kvöld, en hér virðist ró færast yfir um klukkan 20. Notið endurskinsmerki ef þið eruð úti eftir myrkur sérstaklega ef þið eruð dökkklædd sem Batman,norn eða þessháttar. Ef þið ætlið að taka á móti krökkum, kveikið á útiljósinu eða ljósinu í stofunni – það er alþjóðlegt merki um að húsið taki þátt. Ef sælgætið klárast eða viljið ekki taka þátt, slökkvið einfaldlega á ljósunum og blásið á kertin í graskerunum. Bjóðið aðeins upp á innpakkað sælgæti af öryggisástæðum. Í mörgum hverfum deilir fólk kortum sem sýna hvaða hús taka þátt. Ég vona að eftir nokkur ár þurfum við kannski ekki lengur kortin – við munum einfaldlega ganga út þann 31. október, og láta ljósin og logandi grasker leiða okkur um hverfin. Ég hef komist að því að vaxandi tilvist Hrekkjavaka hér segir margt um Ísland sjálft. Íslendingar eru mjög tengdir sínum samfélögum, en hringirnir eru oft þéttir og einkennast af friðhelgi. Að opna dyr sínar fyrir ókunnugum þykir ekki sjálfsagt hér, sem gerir Hrekkjavöku enn sérstæðari í mínum huga. Þetta eina kvöld á ári stíga Íslendingar út fyrir þægindarammann sinn til að fagna gleði, ímyndunarafli og tengslum - og það finnst mér eitthvað sem vert er að varðveita. Fyrir okkur öllog sérstaka börnin. Höfundur leiðir B2B teymið hjá Digido markaðsstofu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun