Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 22. október 2025 12:00 Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að bíllinn er orðinn eins og fjölskyldumeðlimur hjá mörgum Íslendingum. Hann fær sitt eigið bílastæði sem er stærra en hjónaherbergið hjá flestum, sínar eigin tryggingar og jafnvel nafn hjá sumum. Þess vegna hljómar það kannski dramatískt þegar rætt er um „aðför að einkabílnum“. En spurningin er: er þetta í alvöru aðför eða bara tímabært frelsi? Við erum að lifa á tímum þar sem það er í raunverulegur möguleiki að komast á milli staða í Reykjavík án þess að eiga bíl. Rafskútur eru frábærar fyrir stuttar ferðir, deilibílar þegar þú þarft fjögur sæti og skott, og leigubílar þegar þú vilt bara sitja, slaka á og láta einhvern annan sjá um umferðina. Þetta er svolítið eins og að fara í sund, þú borgar bara fyrir þína sundferð en þarft ekki að eiga sundlaugina. Það merkilega er að þegar fólk talar um „aðför að einkabílnum“ þá er það yfirleitt ekki vegna þess að einhver hafi bannað bílinn heldur vegna þess að nú eru komnir valkostir. Þessir valkostir þurfa smá rými til þess að festast í sessi og stundum þarf tíma til þess að læra á nýjar leikreglur. Við eigum stundum erfitt með nýja valkosti og viljum mögulega meira frelsi en helst án þess að þurfa að endurskoða venjurnar okkar. Aðförin að einkabílnum er því kannski ekki meiri en svo að hann þarf þarf að deila sviðsljósinu. Kannski fær hann ögn minna pláss en hjónaherbergið í framtíðinni og fær ekki lengur að vera eini valkosturinn. Og ef við erum heiðarleg, þá er það kannski bara gott mál. Því raunverulegt frelsi felst ekki í því að eiga eitthvað heldur í því að hafa val. Höfundur er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Rafhlaupahjól Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að bíllinn er orðinn eins og fjölskyldumeðlimur hjá mörgum Íslendingum. Hann fær sitt eigið bílastæði sem er stærra en hjónaherbergið hjá flestum, sínar eigin tryggingar og jafnvel nafn hjá sumum. Þess vegna hljómar það kannski dramatískt þegar rætt er um „aðför að einkabílnum“. En spurningin er: er þetta í alvöru aðför eða bara tímabært frelsi? Við erum að lifa á tímum þar sem það er í raunverulegur möguleiki að komast á milli staða í Reykjavík án þess að eiga bíl. Rafskútur eru frábærar fyrir stuttar ferðir, deilibílar þegar þú þarft fjögur sæti og skott, og leigubílar þegar þú vilt bara sitja, slaka á og láta einhvern annan sjá um umferðina. Þetta er svolítið eins og að fara í sund, þú borgar bara fyrir þína sundferð en þarft ekki að eiga sundlaugina. Það merkilega er að þegar fólk talar um „aðför að einkabílnum“ þá er það yfirleitt ekki vegna þess að einhver hafi bannað bílinn heldur vegna þess að nú eru komnir valkostir. Þessir valkostir þurfa smá rými til þess að festast í sessi og stundum þarf tíma til þess að læra á nýjar leikreglur. Við eigum stundum erfitt með nýja valkosti og viljum mögulega meira frelsi en helst án þess að þurfa að endurskoða venjurnar okkar. Aðförin að einkabílnum er því kannski ekki meiri en svo að hann þarf þarf að deila sviðsljósinu. Kannski fær hann ögn minna pláss en hjónaherbergið í framtíðinni og fær ekki lengur að vera eini valkosturinn. Og ef við erum heiðarleg, þá er það kannski bara gott mál. Því raunverulegt frelsi felst ekki í því að eiga eitthvað heldur í því að hafa val. Höfundur er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar