Pólitískur gúmmítékki Jens Garðar Helgason skrifar 4. júní 2025 14:00 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur berst nú fyrir því að tryggja strandveiðimönnum 48 daga veiði í sumar, án þess að fylgja vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar. Fara á langt yfir þau 10.000 tonn af þorski sem eru í pottinum í þeim eina tilgangi að halda olnbogabarni ríkisstjórnarinnar, Flokki Fólksins, á mottunni. Þessi friðþæging kostar tvöföldun og jafnvel þreföldun á því magni af þorski sem Hafró hefur ráðlagt um að megi veiða. Hér er Kristrún Frostadóttir að innleiða sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins heitins með fyrrverandi formanns þess flokks í fararbroddi. Frá innleiðingu kvótakerfisins árið 1984 hefur Ísland byggt orðspor sitt á ábyrgum og sjálfbærum veiðum, byggðum á vísindalegri ráðgjöf. Þessi stefna hefur skilað verðmætum á erlendum mörkuðum og tryggt vottanir og traust kaupenda. Að víkja nú frá ráðgjöf Hafró, sérstaklega í tilviki eins mikilvægasta nytjastofns okkar – þorsksins – setur allt kerfið í uppnám og í raun kippir því úr sambandi. Ríkisstjórnin ætlar að skrifa út pólitískan gúmmítékka með frumvarpi sem engin grein hefur verið gerð fyrir hvernig eigi að innleysa síðar. Með því að kippa regluverkinu úr sambandi í sumar skapast skuldbinding sem mun þurfa að greiða til baka. En hvernig? Á að hrófla við 5,3% félagslega pottakerfinu sem byggðakvóta og sértækum byggðakvóta er úthlutað úr líka? Þá verður að taka af mörgum smærri byggðarlögum sem reiða sig á reglubundinn kvóta og skapa störf allt árið – ekki aðeins yfir sumarið. Þetta er ekki stefna – þetta er panik. Þegar stjórnmálamenn fara að hundsa vísindalega ráðgjöf, raska rótgrónu kerfi og leyfa ólympískar veiðar í trássi við sjálfbærnimarkmið er það ekki ábyrg nýsköpun heldur örvænting. Almenningur á betra skilið en enn einn pólitískan gúmmítékkann sem enginn veit hvernig verður greiddur. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Sjávarútvegur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur berst nú fyrir því að tryggja strandveiðimönnum 48 daga veiði í sumar, án þess að fylgja vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar. Fara á langt yfir þau 10.000 tonn af þorski sem eru í pottinum í þeim eina tilgangi að halda olnbogabarni ríkisstjórnarinnar, Flokki Fólksins, á mottunni. Þessi friðþæging kostar tvöföldun og jafnvel þreföldun á því magni af þorski sem Hafró hefur ráðlagt um að megi veiða. Hér er Kristrún Frostadóttir að innleiða sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins heitins með fyrrverandi formanns þess flokks í fararbroddi. Frá innleiðingu kvótakerfisins árið 1984 hefur Ísland byggt orðspor sitt á ábyrgum og sjálfbærum veiðum, byggðum á vísindalegri ráðgjöf. Þessi stefna hefur skilað verðmætum á erlendum mörkuðum og tryggt vottanir og traust kaupenda. Að víkja nú frá ráðgjöf Hafró, sérstaklega í tilviki eins mikilvægasta nytjastofns okkar – þorsksins – setur allt kerfið í uppnám og í raun kippir því úr sambandi. Ríkisstjórnin ætlar að skrifa út pólitískan gúmmítékka með frumvarpi sem engin grein hefur verið gerð fyrir hvernig eigi að innleysa síðar. Með því að kippa regluverkinu úr sambandi í sumar skapast skuldbinding sem mun þurfa að greiða til baka. En hvernig? Á að hrófla við 5,3% félagslega pottakerfinu sem byggðakvóta og sértækum byggðakvóta er úthlutað úr líka? Þá verður að taka af mörgum smærri byggðarlögum sem reiða sig á reglubundinn kvóta og skapa störf allt árið – ekki aðeins yfir sumarið. Þetta er ekki stefna – þetta er panik. Þegar stjórnmálamenn fara að hundsa vísindalega ráðgjöf, raska rótgrónu kerfi og leyfa ólympískar veiðar í trássi við sjálfbærnimarkmið er það ekki ábyrg nýsköpun heldur örvænting. Almenningur á betra skilið en enn einn pólitískan gúmmítékkann sem enginn veit hvernig verður greiddur. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun