Þegar samfélagið þagnar Benóný Valur Jakobsson skrifar 4. júní 2025 16:32 Það er ekki svo langt síðan „samfélag“ var ekki bara orð. Það var andrúmsloft, óskrifuð regla, ósýnilegur strengur á milli fólks. Það var að ganga inn í sjoppuna og vita að einhver vissi hvað þú hétir og hafði áhuga á því hvað þú hafðir fyrir stafni. Það var að mæta í jarðarför og kveðja ekki bara manneskjuna sem féll frá, heldur þátttöku hennar í lífi bæjarins. Það var að vera hluti af einhverju sem var stærra en maður sjálfur, en samt hlýtt og aðgengilegt. Fólk fann að það tilheyrði samfélagi. Á Húsavík var sterkt samfélag og það eru enn leifar af því. En eitthvað hefur breyst. Við eigum það til að leita skýringa og greina breytingar á atvinnulífi, tækni eða stjórnmálum, því sannarlega hafa þær áhrif. En stundum er það tíðarandinn sjálfur sem læðist inn og breytir því hvernig við hugsum. Við erum sífellt í samskiptum, en síður í tengslum. Við vitum meira um fólk í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Kaliforníu en við vitum um fólkið sem býr í húsinu við hliðina. Þegar samfélagið þagnar gerist það hægt. Við hættum að mæta. Fyrst í félagsheimilin, svo á þorrablótið, svo á Mærudaga. Við byrjum að panta hluti á netinu því það er aðeins auðveldara og hættum að styðja verslunina sem hefur haldið hurðinni opinni í áratugi. Við förum í leikhús eða á tónleika annars staðar en hér heima, af því að „þar er meira í boði“. En því sem við gleymum er að við erum lykillinn að því sem er í boði. Ef fólkið í samfélaginu mætir ekki, þá þurrkast þjónustan út. Samfélag er ekki eitthvað sem er alltaf til staðar. Það er eitthvað sem verður til. Það myndast þegar fólk kemur saman, horfir hvert á annað, hlær saman, syrgir saman, klappar, skammar og knúsar. Þegar við mætum í leikhús – ekki bara til að sjá leikritið, heldur til að vera með fólkinu í sal og sviði sem saman býr til töfra leikhússins. Þegar við klæðum okkur upp fyrir þorrablót, ekki af því að við höfum alltaf elskað sviðasultu, heldur af því að það skiptir máli að við hittumst og nærum samfélagið. Þegar við tökum þátt í Mærudögum og leyfum bænum að verða vettvangur gleði, hláturs og ævilangra minninga. Samfélag byggist ekki á viðburðunum einum – heldur á því að við sýnum hvert öðru að við séum til. Að við eigum þetta saman. Það er auðvelt að halda því fram að samfélag hverfi af sjálfu sér – að það sé hluti af þróuninni, af nútímanum. En það sem hverfur, ef við pössum ekki upp á það, er ekki bara samveran heldur tilfinningin að við séum ekki ein. Samfélag er móteitrið við einmanaleika, við að vera týnd í tóminu þó að það sé fullt af fólki í kringum þig. Við höfum enn möguleika á að spyrna við. Ef samfélagið er að þagna, getum við svarað með sterkri rödd. Með mætingu. Með nærveru. Með því að velja að versla hér. Mæta hér. Vera hér. Samfélag er ekki hugtak sem tilheyrir fortíðinni. Það er ákvörðun fólks á hverjum einasta degi að velja að tilheyra samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðurþingi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Norðurþing Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það er ekki svo langt síðan „samfélag“ var ekki bara orð. Það var andrúmsloft, óskrifuð regla, ósýnilegur strengur á milli fólks. Það var að ganga inn í sjoppuna og vita að einhver vissi hvað þú hétir og hafði áhuga á því hvað þú hafðir fyrir stafni. Það var að mæta í jarðarför og kveðja ekki bara manneskjuna sem féll frá, heldur þátttöku hennar í lífi bæjarins. Það var að vera hluti af einhverju sem var stærra en maður sjálfur, en samt hlýtt og aðgengilegt. Fólk fann að það tilheyrði samfélagi. Á Húsavík var sterkt samfélag og það eru enn leifar af því. En eitthvað hefur breyst. Við eigum það til að leita skýringa og greina breytingar á atvinnulífi, tækni eða stjórnmálum, því sannarlega hafa þær áhrif. En stundum er það tíðarandinn sjálfur sem læðist inn og breytir því hvernig við hugsum. Við erum sífellt í samskiptum, en síður í tengslum. Við vitum meira um fólk í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Kaliforníu en við vitum um fólkið sem býr í húsinu við hliðina. Þegar samfélagið þagnar gerist það hægt. Við hættum að mæta. Fyrst í félagsheimilin, svo á þorrablótið, svo á Mærudaga. Við byrjum að panta hluti á netinu því það er aðeins auðveldara og hættum að styðja verslunina sem hefur haldið hurðinni opinni í áratugi. Við förum í leikhús eða á tónleika annars staðar en hér heima, af því að „þar er meira í boði“. En því sem við gleymum er að við erum lykillinn að því sem er í boði. Ef fólkið í samfélaginu mætir ekki, þá þurrkast þjónustan út. Samfélag er ekki eitthvað sem er alltaf til staðar. Það er eitthvað sem verður til. Það myndast þegar fólk kemur saman, horfir hvert á annað, hlær saman, syrgir saman, klappar, skammar og knúsar. Þegar við mætum í leikhús – ekki bara til að sjá leikritið, heldur til að vera með fólkinu í sal og sviði sem saman býr til töfra leikhússins. Þegar við klæðum okkur upp fyrir þorrablót, ekki af því að við höfum alltaf elskað sviðasultu, heldur af því að það skiptir máli að við hittumst og nærum samfélagið. Þegar við tökum þátt í Mærudögum og leyfum bænum að verða vettvangur gleði, hláturs og ævilangra minninga. Samfélag byggist ekki á viðburðunum einum – heldur á því að við sýnum hvert öðru að við séum til. Að við eigum þetta saman. Það er auðvelt að halda því fram að samfélag hverfi af sjálfu sér – að það sé hluti af þróuninni, af nútímanum. En það sem hverfur, ef við pössum ekki upp á það, er ekki bara samveran heldur tilfinningin að við séum ekki ein. Samfélag er móteitrið við einmanaleika, við að vera týnd í tóminu þó að það sé fullt af fólki í kringum þig. Við höfum enn möguleika á að spyrna við. Ef samfélagið er að þagna, getum við svarað með sterkri rödd. Með mætingu. Með nærveru. Með því að velja að versla hér. Mæta hér. Vera hér. Samfélag er ekki hugtak sem tilheyrir fortíðinni. Það er ákvörðun fólks á hverjum einasta degi að velja að tilheyra samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðurþingi
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun