Hoppað yfir girðingarnar Vilhjálmur Árnason skrifar 5. júní 2025 07:31 Strandveiðar hafa skipað mikilvægan sess í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár, bæði sem vettvangur fyrir nýliðun og sem leið til að halda uppi lífi í smærri byggðum landsins. Það er því ekkert nýtt að strandveiðarnar njóta stuðnings í samfélaginu – og með réttu. Hins vegar eru nýlegar breytingar á framkvæmd strandveiðikerfisins og fyrirhugaðar lagabreytingar alvarlegt áhyggjuefni. Ríkisstjórnin lofaði 48 daga strandveiðitímabili í von um að hindranir eins 51 prósent eignarhald myndu draga úr umsóknum, en þær girðingar reyndust gagnslausar. Þvert á móti jókst áhugi á kerfinu vegna loforðsins um fjölda daga og nú sigla á sænum fleiri bátar til strandveiða en nokkru sinni fyrr. Ef bátarnir sem sækja sjóinn þetta sumarið landa meðalafla í hverri ferð án takmarkanna í 48 daga þarf ráðherra þarf að auka kvótann um 15-20 þúsund tonn. Það er langt fram yfir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar sem við höfum lagt allt okkar traust á, en ráðgjöf hennar hefur verið grunnurinn að ábyrgum og sjálfbærum veiðum hér á landi. Þetta er ekki ábyrg meðferð á þessari mikilvægu auðlind. Ef þróunin heldur áfram má alveg gera ráð fyrir að umsóknir fari yfir 1.000 næsta vor. Hvernig á þá að bregðast við? Þá þarf annað hvort að skera niður heimild á hvern bát – t.d. í kílóum á veiðiferð – eða draga úr fjölda daga. Báðar leiðir eru pólitískt þungar og enn hefur ekkert verið sagt um hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við aukningu í aðsókn. Það eru engar tölur í frumvarpinu, engar áætlanir, engin greining – aðeins fögur fyrirheit um að reyna að borga þetta til baka seinna. Strandveiðar eru mikilvægar, en til að þær geti dafnað sem nýliðunarleið og byggðaaðgerð þarf kerfið að byggjast á traustum grunni, regluverki sem farið er eftir og gagnsæi. Það verður ekki gert með bráðabirgðalöggjöf og innantómum loforðum heldur með skýrri stefnu og ábyrgri framkvæmd. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Strandveiðar Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Strandveiðar hafa skipað mikilvægan sess í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár, bæði sem vettvangur fyrir nýliðun og sem leið til að halda uppi lífi í smærri byggðum landsins. Það er því ekkert nýtt að strandveiðarnar njóta stuðnings í samfélaginu – og með réttu. Hins vegar eru nýlegar breytingar á framkvæmd strandveiðikerfisins og fyrirhugaðar lagabreytingar alvarlegt áhyggjuefni. Ríkisstjórnin lofaði 48 daga strandveiðitímabili í von um að hindranir eins 51 prósent eignarhald myndu draga úr umsóknum, en þær girðingar reyndust gagnslausar. Þvert á móti jókst áhugi á kerfinu vegna loforðsins um fjölda daga og nú sigla á sænum fleiri bátar til strandveiða en nokkru sinni fyrr. Ef bátarnir sem sækja sjóinn þetta sumarið landa meðalafla í hverri ferð án takmarkanna í 48 daga þarf ráðherra þarf að auka kvótann um 15-20 þúsund tonn. Það er langt fram yfir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar sem við höfum lagt allt okkar traust á, en ráðgjöf hennar hefur verið grunnurinn að ábyrgum og sjálfbærum veiðum hér á landi. Þetta er ekki ábyrg meðferð á þessari mikilvægu auðlind. Ef þróunin heldur áfram má alveg gera ráð fyrir að umsóknir fari yfir 1.000 næsta vor. Hvernig á þá að bregðast við? Þá þarf annað hvort að skera niður heimild á hvern bát – t.d. í kílóum á veiðiferð – eða draga úr fjölda daga. Báðar leiðir eru pólitískt þungar og enn hefur ekkert verið sagt um hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við aukningu í aðsókn. Það eru engar tölur í frumvarpinu, engar áætlanir, engin greining – aðeins fögur fyrirheit um að reyna að borga þetta til baka seinna. Strandveiðar eru mikilvægar, en til að þær geti dafnað sem nýliðunarleið og byggðaaðgerð þarf kerfið að byggjast á traustum grunni, regluverki sem farið er eftir og gagnsæi. Það verður ekki gert með bráðabirgðalöggjöf og innantómum loforðum heldur með skýrri stefnu og ábyrgri framkvæmd. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun