Evrópumet! Háskólamenntun minnst metin á Íslandi Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 5. júní 2025 06:00 Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu. Með öðrum orðum: Háskólamenntun skilar hverfandi fjárhagslegum ávinningi á Íslandi samanborið við önnur lönd. Þetta er ekki einkavandi einstaklinga, heldur efnahagslegur vandi. Meistaragráðan – nánast engin kaupmáttaraukning í 23 ár Frá árinu 2000-2023 jókst kaupmáttur heildartekna hjá fólki með meistaragráðu um 1% á sama tíma og kaupmáttur grunnskólamenntaðra jókst um 45%. Hagvöxtur á hvern íbúa á Íslandi á þessu tímabili – 43% – skilaði sér að fullu til ósérhæfðra en ekki til háskólamenntaðra. Þetta er ekki tölfræðilegt frávik heldur skýr vísbending um að brátt muni ekki borga sig að mennta sig á Íslandi. Krónutöluhækkanir – komið gott? Á tímabilinu 2019-2024 jókst kaupmáttur láglaunahópa á opinbera markaðnum um tugi prósenta umfram háskólamenntaða. Kaupmáttur hjá ASÍ hjá Reykjavíkurborg jókst t.a.m. um 42%, á meðan hann dróst saman um 1% hjá kennurum hjá ríkinu og jókst aðeins um 2% að meðaltali hjá BHM hjá ríkinu. Á almennum markaði hefur þróunin verið annars eðlis en ekki síður skekkt. Þar hafa krónutöluhækkanir hlíft háframleiðnigreinum með hátt hlutfall sérfræðinga. Í upplýsingatækni jókst framleiðni t.a.m. um 51% á tímabilinu 2017–2024 en laun aðeins um 8% að raunvirði. Í fjármála- og vátryggingastarfsemi lækkuðu laun um 5% að raunvirði á sama tíma og framleiðni jókst um 22%. Krónutöluhækkanir hafa ívilnað fyrirtækjum sem helst geta borgað hærri laun. Var það ætlunin? Þetta þurfum við að gera til að menntun borgi sig á Íslandi Vanmat á menntun á Íslandi er ekki einföld afleiðing kjarasamninga. Vandinn er margþættur og tengist menntastefnu, atvinnustefnu og samfélagsviðhorfum. Við þurfum: 1. Atvinnustefnu og menntastefnu sem þjónar þörfum framtíðarinnar Tryggja þarf aukin gæði náms og á öllum skólastigum og beina fólki á réttar brautir í framhaldsskóla og háskóla. Fjölga þarf þeim sem velja iðn- og starfsnám að loknum grunnskóla og útskrifa fleiri háskólamenntaða til starfa í verðmætum skortgreinum – eins og í hátækni- og hugverkagreinum á almennum markaði og í heilbrigðis- og fræðslustarfsemi hjá hinu opinbera. Auka þarf vægi nýsköpunar á almenna markaðnum sem og hlutdeild hátækni- og hugverkaiðnaðar í verðmætasköpun. 2. Launastefnu sem ákveðin er í samtali og tekur mið af misjöfnu svigrúmi ASÍ hefur einhliða ákveðið launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn, án samráðs við stéttarfélög opinberra starfsmanna og án tillits til misjafns svigrúms atvinnugreina. Samtal þarf að eiga sér stað um breytt vinnubrögð og ábyrgð þeirra sem semja á almennum- og opinberum vinnumarkaði. Á endanum er vandi menntunar á Íslandi ekki einkamál einstaklinga heldur augljós efnahagsvandi sem varðar okkur öll. Ef ekkert verður að gert mun skortur á sérhæfðu starfsfólki aukast og átök á vinnumarkaði stigmagnast. Nú þarf pólitískt og efnahagslegt þor til að ráðast í markvissar aðgerðir. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu. Með öðrum orðum: Háskólamenntun skilar hverfandi fjárhagslegum ávinningi á Íslandi samanborið við önnur lönd. Þetta er ekki einkavandi einstaklinga, heldur efnahagslegur vandi. Meistaragráðan – nánast engin kaupmáttaraukning í 23 ár Frá árinu 2000-2023 jókst kaupmáttur heildartekna hjá fólki með meistaragráðu um 1% á sama tíma og kaupmáttur grunnskólamenntaðra jókst um 45%. Hagvöxtur á hvern íbúa á Íslandi á þessu tímabili – 43% – skilaði sér að fullu til ósérhæfðra en ekki til háskólamenntaðra. Þetta er ekki tölfræðilegt frávik heldur skýr vísbending um að brátt muni ekki borga sig að mennta sig á Íslandi. Krónutöluhækkanir – komið gott? Á tímabilinu 2019-2024 jókst kaupmáttur láglaunahópa á opinbera markaðnum um tugi prósenta umfram háskólamenntaða. Kaupmáttur hjá ASÍ hjá Reykjavíkurborg jókst t.a.m. um 42%, á meðan hann dróst saman um 1% hjá kennurum hjá ríkinu og jókst aðeins um 2% að meðaltali hjá BHM hjá ríkinu. Á almennum markaði hefur þróunin verið annars eðlis en ekki síður skekkt. Þar hafa krónutöluhækkanir hlíft háframleiðnigreinum með hátt hlutfall sérfræðinga. Í upplýsingatækni jókst framleiðni t.a.m. um 51% á tímabilinu 2017–2024 en laun aðeins um 8% að raunvirði. Í fjármála- og vátryggingastarfsemi lækkuðu laun um 5% að raunvirði á sama tíma og framleiðni jókst um 22%. Krónutöluhækkanir hafa ívilnað fyrirtækjum sem helst geta borgað hærri laun. Var það ætlunin? Þetta þurfum við að gera til að menntun borgi sig á Íslandi Vanmat á menntun á Íslandi er ekki einföld afleiðing kjarasamninga. Vandinn er margþættur og tengist menntastefnu, atvinnustefnu og samfélagsviðhorfum. Við þurfum: 1. Atvinnustefnu og menntastefnu sem þjónar þörfum framtíðarinnar Tryggja þarf aukin gæði náms og á öllum skólastigum og beina fólki á réttar brautir í framhaldsskóla og háskóla. Fjölga þarf þeim sem velja iðn- og starfsnám að loknum grunnskóla og útskrifa fleiri háskólamenntaða til starfa í verðmætum skortgreinum – eins og í hátækni- og hugverkagreinum á almennum markaði og í heilbrigðis- og fræðslustarfsemi hjá hinu opinbera. Auka þarf vægi nýsköpunar á almenna markaðnum sem og hlutdeild hátækni- og hugverkaiðnaðar í verðmætasköpun. 2. Launastefnu sem ákveðin er í samtali og tekur mið af misjöfnu svigrúmi ASÍ hefur einhliða ákveðið launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn, án samráðs við stéttarfélög opinberra starfsmanna og án tillits til misjafns svigrúms atvinnugreina. Samtal þarf að eiga sér stað um breytt vinnubrögð og ábyrgð þeirra sem semja á almennum- og opinberum vinnumarkaði. Á endanum er vandi menntunar á Íslandi ekki einkamál einstaklinga heldur augljós efnahagsvandi sem varðar okkur öll. Ef ekkert verður að gert mun skortur á sérhæfðu starfsfólki aukast og átök á vinnumarkaði stigmagnast. Nú þarf pólitískt og efnahagslegt þor til að ráðast í markvissar aðgerðir. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun