Ósnertanlegir eineltisseggir og óhæfir starfsmenn Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. júní 2025 09:03 Umfjöllun og tillögur Viðskiptaráðs varðandi starfsumhverfi opinberra starfsmanna eru kærkomið innlegg í umræðu um starfsmannakerfi sem er löngu úrelt. Ráðið hefur sett fram áætlun þar sem fram kemur að ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kosti hið opinbera um 30-50 milljarða á hverju ári. Áætlun Viðskiptaráðs byggir á nýlegum evrópskum rannsóknum sem geta gefið góða vísbendingu um stöðuna hér á landi. Uppflettingar um fyrrverandi maka Í umfjöllun Viðskiptaráðs eru rifjuð upp nokkur íslensk dómsmál sem varða uppsagnir opinberra starfsmanna, m.a. vegna eineltistilburða, slakrar frammistöðu og brota á trúnaðarskyldu. Við þekkjum öll til svona dæma og hvernig þau hafa farið vegna gríðarlega strangra málsmeðferðareglna sem gilda um áminningar og uppsagnir opinberra starfsmanna. Þessar reglur og meðferð þeirra í stjórnsýslunni og dómskerfinu hafa leitt til þess að opinberir starfsmenn eru sjaldnast áminntir, hvað þá að þeim sé sagt upp. Opinberir starfsmenn eru því í raun æviráðnir, en lögmæt uppsögn verður að fara fram í kjölfar áminningar og endurtekins og eðlislíks brots í starfi. Það var ánægjulegt að sjá Viðskiptaráð leggja það til að frumvarpið, sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi í hópi góðra sjálfstæðismanna og varðar afnám áminningarskyldu í lögum um ríkisstarfsmenn, yrði samþykkt. Málið var eitt það fyrsta sem ég lagði áherslu á sem kjörinn fulltrúi á þingi, enda gríðarlega mikilvægt. Lög um ríkisstarfsmenn eru úrelt Í frumvarpinu eru færð rök fyrir því að lög um ríkisstarfsmenn séu úrelt, en þau voru upphaflega sett vegna lakari réttarstöðu opinberra starfsmanna. Þessi staða hefur auðvitað gjörbreyst og styrkst, opinberum starfsmönnum hefur fjölgað gríðarlega og kjör þeirra batnað mikið. Það ætti að vera óumdeilt að það þurfi nauðsynlega að auka sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda reglur um starfslok ríkisstarfsmanna. Það er hagsmunamál fyrir ríkið sem atvinnurekanda og fyrir fjölmarga starfsmenn þess. Breytum þessu! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umfjöllun og tillögur Viðskiptaráðs varðandi starfsumhverfi opinberra starfsmanna eru kærkomið innlegg í umræðu um starfsmannakerfi sem er löngu úrelt. Ráðið hefur sett fram áætlun þar sem fram kemur að ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kosti hið opinbera um 30-50 milljarða á hverju ári. Áætlun Viðskiptaráðs byggir á nýlegum evrópskum rannsóknum sem geta gefið góða vísbendingu um stöðuna hér á landi. Uppflettingar um fyrrverandi maka Í umfjöllun Viðskiptaráðs eru rifjuð upp nokkur íslensk dómsmál sem varða uppsagnir opinberra starfsmanna, m.a. vegna eineltistilburða, slakrar frammistöðu og brota á trúnaðarskyldu. Við þekkjum öll til svona dæma og hvernig þau hafa farið vegna gríðarlega strangra málsmeðferðareglna sem gilda um áminningar og uppsagnir opinberra starfsmanna. Þessar reglur og meðferð þeirra í stjórnsýslunni og dómskerfinu hafa leitt til þess að opinberir starfsmenn eru sjaldnast áminntir, hvað þá að þeim sé sagt upp. Opinberir starfsmenn eru því í raun æviráðnir, en lögmæt uppsögn verður að fara fram í kjölfar áminningar og endurtekins og eðlislíks brots í starfi. Það var ánægjulegt að sjá Viðskiptaráð leggja það til að frumvarpið, sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi í hópi góðra sjálfstæðismanna og varðar afnám áminningarskyldu í lögum um ríkisstarfsmenn, yrði samþykkt. Málið var eitt það fyrsta sem ég lagði áherslu á sem kjörinn fulltrúi á þingi, enda gríðarlega mikilvægt. Lög um ríkisstarfsmenn eru úrelt Í frumvarpinu eru færð rök fyrir því að lög um ríkisstarfsmenn séu úrelt, en þau voru upphaflega sett vegna lakari réttarstöðu opinberra starfsmanna. Þessi staða hefur auðvitað gjörbreyst og styrkst, opinberum starfsmönnum hefur fjölgað gríðarlega og kjör þeirra batnað mikið. Það ætti að vera óumdeilt að það þurfi nauðsynlega að auka sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda reglur um starfslok ríkisstarfsmanna. Það er hagsmunamál fyrir ríkið sem atvinnurekanda og fyrir fjölmarga starfsmenn þess. Breytum þessu! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun