Leiðin til Parísar (bókstaflega) Ólafur St. Arnarsson skrifar 5. júní 2025 09:30 Annar hver Svíi segist hafa valið umhverfisvænni farkost einu sinni eða oftar til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Umhverfisþenkjandi Stokkhólmsbúi spyr sig hvort hann eigi að fljúga til Spánar og losa 442 kg CO2e eða taka lest og losa 26 kg CO2e. Lestarferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna tekur 34 klukkustundir. Það er langt ferðalag. Ef hægt er að gista í lestinni hluta leiðarinnar verður ferðalagið þó þolanlegra. Evrópubúar virðast vera að átta sig á þessu. Tvöföldun hefur orðið síðustu ár í fjölda þeirra farþega í Evrópu sem taka næturlest með gistiaðstöðu. Það er þróun sem er Evrópusambandinu að skapi því það stefnir að 55% minni losun árið 2030 en árið 1990. Ísland er með í því. Í samgöngum er mantran sú að fljúga minna og taka frekar lest, ferju eða rútu. Einnig er ráðlagt að reyna að dvelja lengur og fara í færri ferðalög heldur en í mörg stutt ferðalög. Það er jafn langt frá Reykjavík til Parísar og frá Stokkhólmi til Barselóna. Hvaða valkostir bjóðast umhverfisþenkjandi Reykvíkingi þegar hann íhugar að sækja Parísarbúa heim? Ef taka á lest, ferju eða rútu er bara einn annar valmöguleiki, þökk sé færeyingum. Ferðalagið frá Reykjavík til Parísar byrjar á leið 57 til Akureyrar klukkan 9:00. Á Akureyri þarf að bíða til klukkan 8:00 daginn eftir eða í 16 klukkutíma og 31 mínútu eftir að leið 56 fari af stað til Egilsstaða. Á Egilsstöðum þarf að bíða í 4 klukkutíma og 38 mínútur eða þangað til klukkan 16:00 eftir að leið 93 fari af stað til Seyðisfjarðar. Á Seyðisfirði þarf að bíða í 3 klukkutíma og 20 mínútur eða til klukkan 20:00 eftir því að ferjan Norröna fari af stað til Hirtshals í Danmörku. Tveimur dögum og 15 klukkustundum síðar eða klukkan 11:00 þarf að hlaupa tæpa fjóra kílómetra frá löndunarstað Norrönu í Hirtshals á lestarstöðina og taka lest RE76 til Hjörring klukkan 11:30. Í Hjörring þarf að bíða í átta mínútur eftir lest RE75 til Álaborgar sem fer af stað klukkan 12:04. Í Álaborg þarf að bíða í 24 mínútur til þess að ná lest IC 4164 sem fer klukkan 13:09 til Kolding. Í Kolding þarf að bíða í tvo klukkutíma og ellefu mínútur eftir lest EC 399 sem fer klukkan 18:15 til Hamborg. Í Hamborg þarf að bíða í klukkutíma eftir næturlest NJ 471 sem fer klukkan 22:08 til Karlsruhe. Að lokum bíða 89 mínútur í Karlsruhe eftir lest TGV 9578 sem fer klukkan 7:32 til Parísar. Lestin er komin til Parísar klukkan 10:06. Ferðalagið í heild sinni tekur fimm daga eða nákvæmlega 121 klukkustund með 9 skiptingum. Þar af er beðið í 29 klukkustundir. Ferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna er hins vegar 34 klukkustundir með 4 skiptingum og 6 klukkustunda biðtíma. Og hvert skyldi kolefnisspor þessarar ferðar frá Reykjavík til Parísar vera fyrir hinn umhverfisþenkjandi Reykvíking? Búinn að ferðaðist með rútu, ferju og lestum eins og Evrópusambandið ráðleggur. Jú það er umtalsvert minna. Kolefnissporið er líklegast um 111 kg CO2e sem er samt fjórum sinnum meira en Stokkhólmsbúinn sem fór til Barselóna jafn langa leið. Þökk sé færeyingum býðst kolefnisvænni leið en flug milli Íslands og Evrópu. Stór hluti þessa ferðalags er þó knúið af jarðefnaeldsneyti. Allar rúturnar sem þarf að taka frá Reykjavík til Seyðisfjarðar eru knúnar jarðefnaeldsneyti. Ferjan Norröna er knúin jarðefnaelsneyti. Lestirnar tvær sem þarf að taka frá Hirtshals til Kolding eru knúnar jarðefnaeldsneyti. En í Kolding er loksins hægt að velja lestir til Parísar sem ekki eru knúnar jarðefnaeldsneyti og með verulega lægra kolefnisspor. Kolefnisvæna ferðalagið Reykjavík-París losar fjórum sinnum meira en Stokkhólm-Barselóna, tekur fjórum sinnum lengri tíma og skiptingar milli farkosta eru tvöfalt oftar. Biðtíminn í Reykjavík-París ferðinni er nánast jafn langur og í ferðalagið Stokkhólm-Barselóna í heild sinni. Lengst er beðið á Akureyri því tenging Strætó við Norröna tekur ekkert mið af komum og brottförum Norrönu. Af hverju Strætó miði ferðir sínar við komur og brottfarir Herjólfs en ekki Norrönu er rannsóknarefni. Parísarsamkomulagið miðast við 1,5° hlýnun. Lifnaðarhættir sem miðast við að virða það samkomulag þýðir að losun hvers og eins jarðarbúa má ekki vera meiri en 2,3 tonn CO2e á ári. Eftir helgarferð til Parísar með flugi hefur maður eytt þriðjungi þess. Höfundur starfar m.a. við loftslagsmál hjá Landi og Skógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Annar hver Svíi segist hafa valið umhverfisvænni farkost einu sinni eða oftar til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Umhverfisþenkjandi Stokkhólmsbúi spyr sig hvort hann eigi að fljúga til Spánar og losa 442 kg CO2e eða taka lest og losa 26 kg CO2e. Lestarferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna tekur 34 klukkustundir. Það er langt ferðalag. Ef hægt er að gista í lestinni hluta leiðarinnar verður ferðalagið þó þolanlegra. Evrópubúar virðast vera að átta sig á þessu. Tvöföldun hefur orðið síðustu ár í fjölda þeirra farþega í Evrópu sem taka næturlest með gistiaðstöðu. Það er þróun sem er Evrópusambandinu að skapi því það stefnir að 55% minni losun árið 2030 en árið 1990. Ísland er með í því. Í samgöngum er mantran sú að fljúga minna og taka frekar lest, ferju eða rútu. Einnig er ráðlagt að reyna að dvelja lengur og fara í færri ferðalög heldur en í mörg stutt ferðalög. Það er jafn langt frá Reykjavík til Parísar og frá Stokkhólmi til Barselóna. Hvaða valkostir bjóðast umhverfisþenkjandi Reykvíkingi þegar hann íhugar að sækja Parísarbúa heim? Ef taka á lest, ferju eða rútu er bara einn annar valmöguleiki, þökk sé færeyingum. Ferðalagið frá Reykjavík til Parísar byrjar á leið 57 til Akureyrar klukkan 9:00. Á Akureyri þarf að bíða til klukkan 8:00 daginn eftir eða í 16 klukkutíma og 31 mínútu eftir að leið 56 fari af stað til Egilsstaða. Á Egilsstöðum þarf að bíða í 4 klukkutíma og 38 mínútur eða þangað til klukkan 16:00 eftir að leið 93 fari af stað til Seyðisfjarðar. Á Seyðisfirði þarf að bíða í 3 klukkutíma og 20 mínútur eða til klukkan 20:00 eftir því að ferjan Norröna fari af stað til Hirtshals í Danmörku. Tveimur dögum og 15 klukkustundum síðar eða klukkan 11:00 þarf að hlaupa tæpa fjóra kílómetra frá löndunarstað Norrönu í Hirtshals á lestarstöðina og taka lest RE76 til Hjörring klukkan 11:30. Í Hjörring þarf að bíða í átta mínútur eftir lest RE75 til Álaborgar sem fer af stað klukkan 12:04. Í Álaborg þarf að bíða í 24 mínútur til þess að ná lest IC 4164 sem fer klukkan 13:09 til Kolding. Í Kolding þarf að bíða í tvo klukkutíma og ellefu mínútur eftir lest EC 399 sem fer klukkan 18:15 til Hamborg. Í Hamborg þarf að bíða í klukkutíma eftir næturlest NJ 471 sem fer klukkan 22:08 til Karlsruhe. Að lokum bíða 89 mínútur í Karlsruhe eftir lest TGV 9578 sem fer klukkan 7:32 til Parísar. Lestin er komin til Parísar klukkan 10:06. Ferðalagið í heild sinni tekur fimm daga eða nákvæmlega 121 klukkustund með 9 skiptingum. Þar af er beðið í 29 klukkustundir. Ferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna er hins vegar 34 klukkustundir með 4 skiptingum og 6 klukkustunda biðtíma. Og hvert skyldi kolefnisspor þessarar ferðar frá Reykjavík til Parísar vera fyrir hinn umhverfisþenkjandi Reykvíking? Búinn að ferðaðist með rútu, ferju og lestum eins og Evrópusambandið ráðleggur. Jú það er umtalsvert minna. Kolefnissporið er líklegast um 111 kg CO2e sem er samt fjórum sinnum meira en Stokkhólmsbúinn sem fór til Barselóna jafn langa leið. Þökk sé færeyingum býðst kolefnisvænni leið en flug milli Íslands og Evrópu. Stór hluti þessa ferðalags er þó knúið af jarðefnaeldsneyti. Allar rúturnar sem þarf að taka frá Reykjavík til Seyðisfjarðar eru knúnar jarðefnaeldsneyti. Ferjan Norröna er knúin jarðefnaelsneyti. Lestirnar tvær sem þarf að taka frá Hirtshals til Kolding eru knúnar jarðefnaeldsneyti. En í Kolding er loksins hægt að velja lestir til Parísar sem ekki eru knúnar jarðefnaeldsneyti og með verulega lægra kolefnisspor. Kolefnisvæna ferðalagið Reykjavík-París losar fjórum sinnum meira en Stokkhólm-Barselóna, tekur fjórum sinnum lengri tíma og skiptingar milli farkosta eru tvöfalt oftar. Biðtíminn í Reykjavík-París ferðinni er nánast jafn langur og í ferðalagið Stokkhólm-Barselóna í heild sinni. Lengst er beðið á Akureyri því tenging Strætó við Norröna tekur ekkert mið af komum og brottförum Norrönu. Af hverju Strætó miði ferðir sínar við komur og brottfarir Herjólfs en ekki Norrönu er rannsóknarefni. Parísarsamkomulagið miðast við 1,5° hlýnun. Lifnaðarhættir sem miðast við að virða það samkomulag þýðir að losun hvers og eins jarðarbúa má ekki vera meiri en 2,3 tonn CO2e á ári. Eftir helgarferð til Parísar með flugi hefur maður eytt þriðjungi þess. Höfundur starfar m.a. við loftslagsmál hjá Landi og Skógi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun