Stjórnleysi í íslenskri dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar 4. júní 2025 15:30 Það er sama hvar er borið niður í íslenskri dýravernd, alls staðar blasir við stjórn og agaleysi, skeytingarleysi flestra á lögum um velferð dýra. Þetta fullyrði ég eftir að hafa fylgst með henni gaumgæfilega í rúman áratug með ærna þekkingu í farteskinu, heila rannsókn á háskólastigi í 18 mánuði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga sem lauk með ályktuninni og gælunafninu: hin leynda þjáning búfjár á Íslandi. Þá ályktun gæti ég léttilega rýmkað í dag og sagt: hin leynda þjáning dýra á Íslandi. Alger fræðsluskortur þó lögskyldur sé Hvergi á sviði dýraverndar er að finna rökhugsun að mínu mati. Tómlæti opinberra aðila er algert. Í dýravernd felst t.d. að tryggja að gæludýraeigendur verði sér úti um viðunandi fræðslu um umgengni við gæludýr, að tryggt sé að bændur annist búfé sitt á viðeigandi hátt......svona mætti endalaust telja upp. Áberandi er hvað hundaeigendur eru illa upplýstir um meðferð hunda, það má lesa á samfélagsmiðlinum Hundasamfélagið á facebook, áberandi er hvað íslenskir bændur eru virkilega slappir að tryggja öryggi búfjár síns, um það mátti lesa í fréttum liðinna daga. Áberandi er hvað hundarækt hreinræktaðra hunda er agalaus á Íslandi, sem helgast m.a. af græðgi Íslendinga að eignast hreinræktaða hvolpa án þess að bera nokkuð skynbragð á hvað því fylgir og að hverju ber að huga áður en slík ákvörðun er tekin. Agaleysið á því sviði vekur undrun, fólk freistast til að kaupa smáhundahvolpa á hundruðir þúsunda, langt yfir markaðsverði í Evrópu. Það liggur við að maður kalli þetta fíkn, ég botna ekkert í þessu. Gagnrýnislausir blaðamenn Áberandi er hvað blaðamenn eru gagnrýnislausir á framkvæmd dýraverndar um það mátti lesa á vef RÚV og á Heimildinni þegar því var flaggað að Dýraverndarsamband Íslands ætlaði að kæra blóðmeraiðnaðinn þegar slíkt er hreinlega ekki hægt að lögum. Blaðamenn spyrja sig ekki hvort eitthvað sé að sönnu mögulegt heldur lepja upp falsfréttir frá Dýraverndarsambandinu, sem ég fæ ekki séð að hafi komið nokkurri dýravernd í verk frá því nýr formaður tók við, né sá fyrri. Flokkur fólksins og dýravernd Hávær þingmaður, í stjórnarandstöðu þá, Inga Sæland fullyrti, réttilega, að Matvælastofnun væri ekki starfi sínu vaxin, sótbölvaði um ýmislegt tengt dýravernd á liðnum stjórnarandstöðumisserum. Nú, í stjórn, þaggar hún dýravernd, með tómlæti sínu. Ómerkilegt háttalag í bullandi populisma til að stuða ekki eigin hagsmuni sem ráðherra. Álíka háværir voru Guðmundur og Eyjólfir í ræðustól. Nú þagnaðir. Dýraníð út um víðan völl Skrifaðar hafa verið margar greinar sem vísa beint til dýraníðs út um víðan völl á Íslandi. Nýlegust eru skrif Ole Anton Bieltvedt um dráp á selum, réttmæt og vel rökstudd. Umræða sem kemur upp á áratugs fresti en engin hlustar á. Dýraníð tíðkast og blómstar í öllum geirum dýrahalds á Íslandi, frá gæludýrum til búfjárhalds til veiða á villtum dýrum. Dýravernd á að stjórna af atvinnuvegaráðherra, sem á ef svo ber undir að gefa yfirdýralækni fyrirmæli. MAST á að sjá um framkvæmd laga um velferð dýra. Hvorki ráðherra né ríkisstjórn virðast hafa nokkrun áhuga á slíku. Það er rétt sem ég og Ole höfum skrifað, hvar er dýravernd Flokks fólksins í stjórnarsáttmálanum? Var hún seld fyrir þrjá ráðherrastóla? Ég man eftir þeim hryllingi sem Inga, Eyjólfur og Guðmundur lýstu þegar ég frumsýndi þeim fyrstu heimildamyndina um blóðmeramálið í félagsmiðstöð FF. Hvar eru þau nú í því máli. Ríkisendurskoðandi skrifaði ítarlega skýrslu um ástand dýraverndar á Íslandi. Skýrslan var ætluð Alþingi. Alþingi hefur ekkert brugðist við henni. Nú þykist Umboðsmaður alþingis ætla að skoða blóðmeraníðið. Gott og gjöri hann svo en ég efa að það álit byggi á mikilli þekkingu. Maður skrifar ekki álit um eitthvað sem krefst mikillar þekkingar á dýrahaldi, hefur Umboðsmaður það? Dýralögreglan Ég fullyrti fyrir áratug og stend við að Íslendingur verði að eignast dýralögreglu sem er ennþá brýnna nú en þá. Stjórnlaus, eftirlitslaus og þekkingarlítil gæludýraeign á Íslandi er orðin hrollvekjandi. Það má sjá á hinum ýmsu samfélagsmiðlum sem fjalla um gæludýrahald. Heilt á litið erum við arfaslök í dýravernd frá umráðamönnum flestra dýrategund upp í æðstu stjórnvöld og dómstóla, því viðurlög við argast dýraníði eru lítil sem engin þó refsiheimildir sé háar. Það fer ekki mál lengur fyrir dómstóla vegna einræðis MAST að lögum að kæra mál. Lögum um velferð dýra er ekki beitt á örgustu dýraníðinga, vegna spillingar. Er hægt, svo dæmi sé tekið, að ímynda sér ógeðslegra dýraníð en þegar heill hvalur þarf að berjast um í kvöl í margar mínútur áður en hann gefst upp í blóðugu hafinu. - Slíkt ætti að sæta tveggja ára fangelsisrefsingu eins og margt annað dýraníðið sem tíðkast með reglubundu millibili á Íslandi í dag. Eina breytingin sem ég sé á liðnum 10 árum er sú að nú er hugtakið dýraníð á allra vörum, þó brúk þessi virðist engin áhrif hafa á stjórnvöld, sem hreyfa varla legg né lið. Fyrir 10 árum hlaut ég hæstaréttardóm fyrir að nota hugtakið í skrifum, að ég taldi með réttu. Svo mikið var það dýraníð í raun að MAST lokaði starfseminni nokkrum misserum síðar, hvað hefði mátt gerast áður en dómur féll! Ég gæti léttilega skrifað aðra meistarraritgerð um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga á Íslandi í dag, nú röskum 10 árum eftir þá síðustu. Niðurstaðan væri ennþá meira sláandi en þá og væri með réttu og að hluta niðurstaða um þróun mankyns og stjórnvalda í réttarríkinu Íslandi. Evrópumeistarar í dýraníði Grein með þessari fyrirsögn ritaði ég fyrir nokkrum misserum hér á visir.is. Á með sönnu ennþá en því miður við í dag. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Það er sama hvar er borið niður í íslenskri dýravernd, alls staðar blasir við stjórn og agaleysi, skeytingarleysi flestra á lögum um velferð dýra. Þetta fullyrði ég eftir að hafa fylgst með henni gaumgæfilega í rúman áratug með ærna þekkingu í farteskinu, heila rannsókn á háskólastigi í 18 mánuði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga sem lauk með ályktuninni og gælunafninu: hin leynda þjáning búfjár á Íslandi. Þá ályktun gæti ég léttilega rýmkað í dag og sagt: hin leynda þjáning dýra á Íslandi. Alger fræðsluskortur þó lögskyldur sé Hvergi á sviði dýraverndar er að finna rökhugsun að mínu mati. Tómlæti opinberra aðila er algert. Í dýravernd felst t.d. að tryggja að gæludýraeigendur verði sér úti um viðunandi fræðslu um umgengni við gæludýr, að tryggt sé að bændur annist búfé sitt á viðeigandi hátt......svona mætti endalaust telja upp. Áberandi er hvað hundaeigendur eru illa upplýstir um meðferð hunda, það má lesa á samfélagsmiðlinum Hundasamfélagið á facebook, áberandi er hvað íslenskir bændur eru virkilega slappir að tryggja öryggi búfjár síns, um það mátti lesa í fréttum liðinna daga. Áberandi er hvað hundarækt hreinræktaðra hunda er agalaus á Íslandi, sem helgast m.a. af græðgi Íslendinga að eignast hreinræktaða hvolpa án þess að bera nokkuð skynbragð á hvað því fylgir og að hverju ber að huga áður en slík ákvörðun er tekin. Agaleysið á því sviði vekur undrun, fólk freistast til að kaupa smáhundahvolpa á hundruðir þúsunda, langt yfir markaðsverði í Evrópu. Það liggur við að maður kalli þetta fíkn, ég botna ekkert í þessu. Gagnrýnislausir blaðamenn Áberandi er hvað blaðamenn eru gagnrýnislausir á framkvæmd dýraverndar um það mátti lesa á vef RÚV og á Heimildinni þegar því var flaggað að Dýraverndarsamband Íslands ætlaði að kæra blóðmeraiðnaðinn þegar slíkt er hreinlega ekki hægt að lögum. Blaðamenn spyrja sig ekki hvort eitthvað sé að sönnu mögulegt heldur lepja upp falsfréttir frá Dýraverndarsambandinu, sem ég fæ ekki séð að hafi komið nokkurri dýravernd í verk frá því nýr formaður tók við, né sá fyrri. Flokkur fólksins og dýravernd Hávær þingmaður, í stjórnarandstöðu þá, Inga Sæland fullyrti, réttilega, að Matvælastofnun væri ekki starfi sínu vaxin, sótbölvaði um ýmislegt tengt dýravernd á liðnum stjórnarandstöðumisserum. Nú, í stjórn, þaggar hún dýravernd, með tómlæti sínu. Ómerkilegt háttalag í bullandi populisma til að stuða ekki eigin hagsmuni sem ráðherra. Álíka háværir voru Guðmundur og Eyjólfir í ræðustól. Nú þagnaðir. Dýraníð út um víðan völl Skrifaðar hafa verið margar greinar sem vísa beint til dýraníðs út um víðan völl á Íslandi. Nýlegust eru skrif Ole Anton Bieltvedt um dráp á selum, réttmæt og vel rökstudd. Umræða sem kemur upp á áratugs fresti en engin hlustar á. Dýraníð tíðkast og blómstar í öllum geirum dýrahalds á Íslandi, frá gæludýrum til búfjárhalds til veiða á villtum dýrum. Dýravernd á að stjórna af atvinnuvegaráðherra, sem á ef svo ber undir að gefa yfirdýralækni fyrirmæli. MAST á að sjá um framkvæmd laga um velferð dýra. Hvorki ráðherra né ríkisstjórn virðast hafa nokkrun áhuga á slíku. Það er rétt sem ég og Ole höfum skrifað, hvar er dýravernd Flokks fólksins í stjórnarsáttmálanum? Var hún seld fyrir þrjá ráðherrastóla? Ég man eftir þeim hryllingi sem Inga, Eyjólfur og Guðmundur lýstu þegar ég frumsýndi þeim fyrstu heimildamyndina um blóðmeramálið í félagsmiðstöð FF. Hvar eru þau nú í því máli. Ríkisendurskoðandi skrifaði ítarlega skýrslu um ástand dýraverndar á Íslandi. Skýrslan var ætluð Alþingi. Alþingi hefur ekkert brugðist við henni. Nú þykist Umboðsmaður alþingis ætla að skoða blóðmeraníðið. Gott og gjöri hann svo en ég efa að það álit byggi á mikilli þekkingu. Maður skrifar ekki álit um eitthvað sem krefst mikillar þekkingar á dýrahaldi, hefur Umboðsmaður það? Dýralögreglan Ég fullyrti fyrir áratug og stend við að Íslendingur verði að eignast dýralögreglu sem er ennþá brýnna nú en þá. Stjórnlaus, eftirlitslaus og þekkingarlítil gæludýraeign á Íslandi er orðin hrollvekjandi. Það má sjá á hinum ýmsu samfélagsmiðlum sem fjalla um gæludýrahald. Heilt á litið erum við arfaslök í dýravernd frá umráðamönnum flestra dýrategund upp í æðstu stjórnvöld og dómstóla, því viðurlög við argast dýraníði eru lítil sem engin þó refsiheimildir sé háar. Það fer ekki mál lengur fyrir dómstóla vegna einræðis MAST að lögum að kæra mál. Lögum um velferð dýra er ekki beitt á örgustu dýraníðinga, vegna spillingar. Er hægt, svo dæmi sé tekið, að ímynda sér ógeðslegra dýraníð en þegar heill hvalur þarf að berjast um í kvöl í margar mínútur áður en hann gefst upp í blóðugu hafinu. - Slíkt ætti að sæta tveggja ára fangelsisrefsingu eins og margt annað dýraníðið sem tíðkast með reglubundu millibili á Íslandi í dag. Eina breytingin sem ég sé á liðnum 10 árum er sú að nú er hugtakið dýraníð á allra vörum, þó brúk þessi virðist engin áhrif hafa á stjórnvöld, sem hreyfa varla legg né lið. Fyrir 10 árum hlaut ég hæstaréttardóm fyrir að nota hugtakið í skrifum, að ég taldi með réttu. Svo mikið var það dýraníð í raun að MAST lokaði starfseminni nokkrum misserum síðar, hvað hefði mátt gerast áður en dómur féll! Ég gæti léttilega skrifað aðra meistarraritgerð um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga á Íslandi í dag, nú röskum 10 árum eftir þá síðustu. Niðurstaðan væri ennþá meira sláandi en þá og væri með réttu og að hluta niðurstaða um þróun mankyns og stjórnvalda í réttarríkinu Íslandi. Evrópumeistarar í dýraníði Grein með þessari fyrirsögn ritaði ég fyrir nokkrum misserum hér á visir.is. Á með sönnu ennþá en því miður við í dag. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun