Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 31. október 2025 10:00 Gengi Liverpool undanfarið hefur ekki verið gott, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Ég hef átt góðar samræður við nokkra stuðningsmenn Liverpool undanfarið sem velta fyrir sér hvað sé í gangi. Sérstaklega þegar litið er til þess að liðið vann ensku úrvalsdeildinna á síðasta tímabili og styrkti sig gríðarlega í sumar með góðum leikmönnum. Það eru eflaust ýmsar ástæður fyrir því en ég get ímyndað mér að skyndilegt fráfall Diogo Jota og bróður hans André Silva hafi haft mikil áhrif. Jafnvel meiri en fólk heldur. Þegar maður horfir á þetta utan frá, þá er auðvitað erfitt að átta sig á því hvernig og hversu mikil áhrif það hefur haft. Jurgen klopp lýsti því í viðtali um daginn hversu mikil áhrif fréttirnar höfðu á hann. Hann sagði frá því hversu frábær manneskja Jota var og hvað hann gaf liðinu mikið bæði á vellinum og í klefanum. Hann átti mjög erfitt með að sjá fyrir sér búningsklefann án hans. Eitthvað sem hefur líka verið erfitt fyrir leikmenn. Autt sæti í búningsklefanum. Á Anfield standa stuðningsmenn upp og syngja lag til heiðurs Jota á 20. mínútu í hverjum leik. Fyrir utan Anfield er minnisvarði þar sem stuðningsmenn setja niður blóm og trefla. Fallegt en á sama tíma stöðug áminning um þennan hræðileg atburð. Ungur drengur í blóma lífsins. Nýbúinn að gifta sig í sínum heimabæ þegar hann lendir í bílslysi – á leiðinni til Liverpool eftir sumarfrí. Það sem við vitum er að áföll og þá sérstaklega þegar þau eru skyndileg og óvænt geta haft mikil áhrif á líðan og erfiðara getur verið að vinna úr þeim. Þegar talað er um áfall þá er öllu jafna átt við um atburð sem er svo yfirþyrmandi að venjubundnar aðferðir okkar duga ekki til að takast á við hann og eða vinna úr honum. Það sem gerist hjá flestum er að áfallið yfirgnæfir allt en smám saman geta komið stuttar stundir þar sem fólk „gleymir sér“ og er að hugsa um eitthvað allt annað. Með tímanum lengjast þær en fólk getur orðið varnarlaust gagnvart bakslögum. Það má því teljast líklegt að leikmenn hafi upplifað líkamleg og eða andleg einkenni áfallsins. Til dæmis hef ég sérstaklega tekið eftir því hvað Salah hefur átt erfitt uppdráttar innan sem utan vallar en hann var eftir því sem ég best veit mjög náinn vinur Jota. Einkennin geta til dæmis verið þreyta, svefntruflanir, reiði, vonleysi, uppgjöf, einbeitingaskortur og pirringur. Íþróttafólk eins og aðrir sækja í stöðugleika og fyrirsjáanleika. Þess vegna geta skyndilegar breytingar ógnað stöðugleikanum og skapað óöryggistilfinningu sem síðan getur haft slæm áhrif á andlega heilsu og jafnvel aukið streitu. Viðbrögðin og þrautsegja hópsins skiptir mestu máli við slíkar aðstæður. Að skapaðar séu aðstæður þar sem leikmenn geta tjáð sig, komið með skoðanir og hugmyndir en líka spurt spurninga, án ótta við að verða sér til skammar eða skaða eigin stöðu í hópnum. Leikmenn Liverpool hafa eflaust þurft að leyfa sér að upplifa ýmsar erfiðar tilfinningar og aðlagast breyttum aðstæðum án Jota. Það hefur ef til vill líka reynst flókið fyrir nýja leikmenn liðsins að koma inn í hóp sem er að syrgja, ásamt því að þola pressuna sem fylgir því að spila fyrir Liverpool. Rannsókn á meðal íþróttafólks sem höfðu upplifað óvænt dauðsfall liðsfélaga sýndi að þau upplifðu ýmsar tilfinningar eins og depurð, reiði, kvíða en einnig afneitun og breytta sjálfsmynd. Þar kom í ljós að félagslegu stuðningur, samheldni og þrautsegja innan liðsins reyndist mikilvægur þáttur í að vinna úr sorginni. Áföll geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. Það getur upplifað svefntruflanir og minni áhuga á félagslegum aðstæðum eða félagslegri virkni. Hvað varðar sorgina er engin ein rétt leið. Sorg er eðlileg viðbragð við missi en það getur gerst að sá sem syrgir eigi erfitt með að finna fótfestu í daglegu lífi og tengslum. Það sem við vitum er að fyrsta árið er flestum sérstaklega erfitt og allt það „fyrsta án..“ er upplifað og það getur oft verið mjög erfitt. Það sem gerir úrvinnsluna ef til vill erfiðari eru aðstæðurnar. Leikmenn Liverpool eru í aðstæðum á hverjum degi sem minnir þá á áfallið og dregur jafnvel fram tilfinningaleg viðbrögð. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Lífi og sál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Gengi Liverpool undanfarið hefur ekki verið gott, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Ég hef átt góðar samræður við nokkra stuðningsmenn Liverpool undanfarið sem velta fyrir sér hvað sé í gangi. Sérstaklega þegar litið er til þess að liðið vann ensku úrvalsdeildinna á síðasta tímabili og styrkti sig gríðarlega í sumar með góðum leikmönnum. Það eru eflaust ýmsar ástæður fyrir því en ég get ímyndað mér að skyndilegt fráfall Diogo Jota og bróður hans André Silva hafi haft mikil áhrif. Jafnvel meiri en fólk heldur. Þegar maður horfir á þetta utan frá, þá er auðvitað erfitt að átta sig á því hvernig og hversu mikil áhrif það hefur haft. Jurgen klopp lýsti því í viðtali um daginn hversu mikil áhrif fréttirnar höfðu á hann. Hann sagði frá því hversu frábær manneskja Jota var og hvað hann gaf liðinu mikið bæði á vellinum og í klefanum. Hann átti mjög erfitt með að sjá fyrir sér búningsklefann án hans. Eitthvað sem hefur líka verið erfitt fyrir leikmenn. Autt sæti í búningsklefanum. Á Anfield standa stuðningsmenn upp og syngja lag til heiðurs Jota á 20. mínútu í hverjum leik. Fyrir utan Anfield er minnisvarði þar sem stuðningsmenn setja niður blóm og trefla. Fallegt en á sama tíma stöðug áminning um þennan hræðileg atburð. Ungur drengur í blóma lífsins. Nýbúinn að gifta sig í sínum heimabæ þegar hann lendir í bílslysi – á leiðinni til Liverpool eftir sumarfrí. Það sem við vitum er að áföll og þá sérstaklega þegar þau eru skyndileg og óvænt geta haft mikil áhrif á líðan og erfiðara getur verið að vinna úr þeim. Þegar talað er um áfall þá er öllu jafna átt við um atburð sem er svo yfirþyrmandi að venjubundnar aðferðir okkar duga ekki til að takast á við hann og eða vinna úr honum. Það sem gerist hjá flestum er að áfallið yfirgnæfir allt en smám saman geta komið stuttar stundir þar sem fólk „gleymir sér“ og er að hugsa um eitthvað allt annað. Með tímanum lengjast þær en fólk getur orðið varnarlaust gagnvart bakslögum. Það má því teljast líklegt að leikmenn hafi upplifað líkamleg og eða andleg einkenni áfallsins. Til dæmis hef ég sérstaklega tekið eftir því hvað Salah hefur átt erfitt uppdráttar innan sem utan vallar en hann var eftir því sem ég best veit mjög náinn vinur Jota. Einkennin geta til dæmis verið þreyta, svefntruflanir, reiði, vonleysi, uppgjöf, einbeitingaskortur og pirringur. Íþróttafólk eins og aðrir sækja í stöðugleika og fyrirsjáanleika. Þess vegna geta skyndilegar breytingar ógnað stöðugleikanum og skapað óöryggistilfinningu sem síðan getur haft slæm áhrif á andlega heilsu og jafnvel aukið streitu. Viðbrögðin og þrautsegja hópsins skiptir mestu máli við slíkar aðstæður. Að skapaðar séu aðstæður þar sem leikmenn geta tjáð sig, komið með skoðanir og hugmyndir en líka spurt spurninga, án ótta við að verða sér til skammar eða skaða eigin stöðu í hópnum. Leikmenn Liverpool hafa eflaust þurft að leyfa sér að upplifa ýmsar erfiðar tilfinningar og aðlagast breyttum aðstæðum án Jota. Það hefur ef til vill líka reynst flókið fyrir nýja leikmenn liðsins að koma inn í hóp sem er að syrgja, ásamt því að þola pressuna sem fylgir því að spila fyrir Liverpool. Rannsókn á meðal íþróttafólks sem höfðu upplifað óvænt dauðsfall liðsfélaga sýndi að þau upplifðu ýmsar tilfinningar eins og depurð, reiði, kvíða en einnig afneitun og breytta sjálfsmynd. Þar kom í ljós að félagslegu stuðningur, samheldni og þrautsegja innan liðsins reyndist mikilvægur þáttur í að vinna úr sorginni. Áföll geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. Það getur upplifað svefntruflanir og minni áhuga á félagslegum aðstæðum eða félagslegri virkni. Hvað varðar sorgina er engin ein rétt leið. Sorg er eðlileg viðbragð við missi en það getur gerst að sá sem syrgir eigi erfitt með að finna fótfestu í daglegu lífi og tengslum. Það sem við vitum er að fyrsta árið er flestum sérstaklega erfitt og allt það „fyrsta án..“ er upplifað og það getur oft verið mjög erfitt. Það sem gerir úrvinnsluna ef til vill erfiðari eru aðstæðurnar. Leikmenn Liverpool eru í aðstæðum á hverjum degi sem minnir þá á áfallið og dregur jafnvel fram tilfinningaleg viðbrögð. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Lífi og sál.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun