Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2025 09:31 Gellupólitík er ekki bara stuð og stemmning. Það sem einkennir hana helst er sýndarsamstaða kvenna um einfaldan, útþynntan, baráttulausan femínisma. Framapot frekar en raunverulega hugmyndafræði, sem gerir mikið úr kyni og lítið úr verðleikum. Þetta er hagsmunagæsla einstaka kvenna sem hagnýta sér félagslegan meðbyr með jafnréttisbaráttu fyrri tíma. Gellupólitík gengur út á það að ákveðnar konur eigi heimtingu á forréttindum sem sögulega tilheyrðu karlmönnum. Þessar konur hafa engan áhuga á því að eyða pólitísku auðmagni í einhverja baráttu, sérstaklega ekki ef það þýðir að gerast róttækar í þágu mæðra eða kvenna úr vinnandi stéttum sem búa við kynbundið ranglæti. Þvert á móti virðist baráttan snúast um að sumar konur fái að skara fram úr á grundvelli þess eins að vera konur. Á meðan leitar gellupólitík í lægsta samnefnara og sífellt færri hugsanir verða nokkurn tímann orðaðar af ótta við félagsleg viðurlög. Orðræðan verður sífellt einsleitnari og einfaldari. Samfélagsleg vandamál aldrei rædd nema í hálfkveðnum vísum. Því þótt gellupólitíkin þykist stefna að jafnrétti hefur hún hagsmuna að gæta af því að markmiðinu verði aldrei náð. Hvað gera gellur þegar grímulaus hagsmunagæsla á grundvelli kyns eins fleytir þeim ekki lengur til æðstu metorða án nánari skoðunar. Því gellupólitík er ekki eiginleg pólitík. Hvað finnst gellum um ESB? Hvað finnst gellum um menntun, landamæri eða skatta? Þú getur spurt, en svarið verður alltaf hið sama: Stelpur eru bestar. Gellupólitík er fléttuð inn í ímynd hinnar réttþenkjandi nútímakonu, sem er jafn sjálfstæð og vinsæl eins og hún er metnaðarfull og frambærileg á vinnumarkaði. Táknmynd sem byggir á menningarlegri vinstrimennsku, miðstéttarsjálfsvitund og vatnsþynntum femínískum orðræðum sem hafa verið gerilsneyddar af öllum innri átökum og núans. Það endurspeglast hvað best í innihalds- og merkingarlausum slagorðum eins og „Stelpur eru bestar“ og „Konur eru konum bestar.“ Platónska frummynd gellupólitíkur má greina í Kryddpíunum (Spice Girls) sem seldu valdeflingu stúlkna sem neysluvöru dægurmenningar. Gellupólitík leyfir sér ekki að kafa á dýptina, þangað sem ágreining kann að finna. Hún er lægsti samnefnari kvenlægrar samstöðu. Einföld slagorð sem má prenta á alls kyns söluvarning. Þessi markaðsvædda sýndarsamstaða kvenna hefur orðið æ sýnilegri með tilkomu samfélagsmiðla, þar sem notendur deila viðeigandi skoðunum og pósta „réttu“ efni til þess að styrkja persónulegt vörumerki sitt. Enda er gellupólitík sviðsetning á félagslega samþykktum kvenleika, sem þykist vera róttækur, en gegnir þeim tilgangi að brjóta undir sig táknrænt og félagslegt auðmagn. Orðræðubundið verkfæri sem viðheldur stöðutign og forréttindum fárra, þ.e. þeirra sem kunna að tileinka sér orðræðuna og umbreyta henni í tækifæri. Þetta er það sem Nancy Fraser kallaði „viðurkenningarfemínisma,” þar sem virðingin áskotnast þeim sem kunna tungumálið og hafa vald yfir orðræðunni. Markmið viðurkenningarfemínisma er ekki kvenréttindi almennt, heldur persónuleg valdefning þeirra sem hagnýta sér hann. Það er ekki kostnaðarlaust að setja spurningarmerki við þetta fyrirbæri. Gagnrýni á forsendur orðræðunnar ógnar ímyndarstjórnun og lögmætiskröfu hópsins. Sá sem hættir að sýna hollustu tapar virðingu, viðurkenningu og aðild að hópnum. Viðurlög við gagnrýni felast m.a. í útilokun, ærumeiðingum og opinberri undirskipun hvers þess er ógnar hópnum og hugmyndafræðinni. Það er ástæða þess að orðræða gellupólitíkur er svona einsleit og innantóm. Völd innan hópsins byggja á félagslegu taumhaldi og viðurlögum sem meðlimir beita aðra til þess að styrkja eigin stöðu. Orðfærið byggist á leiðréttingum og leiðbeiningum um hið rétta siðferði. Gellur verða ekki reiðar eða pirraðar yfir gagnrýninni, heldur vonsviknar og áhyggjufullar. Þú ert ekki að skilja baráttu formæðra okkar, segja þær, eins og gagnrýni á samtímann sé ógild á forsendum sögunnar. Gagnrýninni er ekki svarað beint, heldur eru ný dæmi dregin fram í tilraun til þess að afvegaleiða umræðuna. Með því að leiðrétta eða útiloka sýnast gellur réttþenkjandi, sem eykur siðferðilegan trúverðugleika þeirra. Þau sem þekkja til eineltismenningar stúlkna ættu að kannast nógu vel við aðferðafræðina. Fórnarkostnaðurinn er raunveruleg ógn við skoðanafrelsi kvenna. Það sem er sérstaklega slæmt við gellupólitíkina er hve lítið hún gerir úr konum. Kynið hefur aftur verið fært í forgrunn, þótt nær hálf öld sé liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands sem einstæð móðir. Vigdís stóð föst á því að konur væru líka menn og um það var samstaða meðal þjóðar. En nú þegar konur eru í forystu flestra vettvanga finna þær sig knúnar til þess að flíka kyni sínu á ný. Eins og það sé kvenleikinn sem gerir pólitíska þátttöku eða afrek þeirra merkilega. Það eina sem þetta gerir er að rýra trúverðugleika kvenna í opinberu lífi. Við erum í sífelldum þykjustuleik um að konur séu frávik í opinberu lífi. Fjölmiðlar á borð við Heimildina draga fram helstu valdakonurnar og láta þær brosa saman á forsíðumynd undir hjákátlegri fyrirsögninni: Konur við völd. Leyfum þessu aðeins að sökkva inn á meðan við ímyndum okkur hið gagnstæða: Karlar við völd. Myndu stjórnmálamenn samþykkja niðurlægjandi forsendur slíkrar forsíðufréttar og væri það til þess að auka traust okkar á hæfni þeirra? Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag. Þessu ber okkur að fagna á grundvelli þess eins að þær séu konur. En verðleikar lúta í lægra haldi ef það er sjálfstætt fagnaðarefni að kona sé við stjórnvölinn. Það er líkt og er jafnrétti hafi loksins verið náð höfum við ákveðið að gefa skyndilega í og steypa okkur fram af veginum. Því ef að konum er hampað á grundvelli kyns hlýtur hið gagnstæða að vera jafn augljós staðreynd þegar allt fer að lokum í skrúfuna. Eitthvað sem virðist óhjákvæmilegt miðað við framvindu Valkyrjuríkisstjórnarinnar sem er sannarlega ekki ókunnug gellupólitík. Því við stefnum hraðleið í örbirgð með andverðleikasamfélagi sem þráast yfir stéttabaráttu kynjanna. Á meðan verða engin raunveruleg vandamál leyst, aðeins ný vandamál og nýjar kynjamýtur framleiddar. Við verðum að rétta af kúrs og endurvekja það viðmið að konur séu líka menn og konur séu líka alvarlegt fólk. Höfundur er félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Gellupólitík er ekki bara stuð og stemmning. Það sem einkennir hana helst er sýndarsamstaða kvenna um einfaldan, útþynntan, baráttulausan femínisma. Framapot frekar en raunverulega hugmyndafræði, sem gerir mikið úr kyni og lítið úr verðleikum. Þetta er hagsmunagæsla einstaka kvenna sem hagnýta sér félagslegan meðbyr með jafnréttisbaráttu fyrri tíma. Gellupólitík gengur út á það að ákveðnar konur eigi heimtingu á forréttindum sem sögulega tilheyrðu karlmönnum. Þessar konur hafa engan áhuga á því að eyða pólitísku auðmagni í einhverja baráttu, sérstaklega ekki ef það þýðir að gerast róttækar í þágu mæðra eða kvenna úr vinnandi stéttum sem búa við kynbundið ranglæti. Þvert á móti virðist baráttan snúast um að sumar konur fái að skara fram úr á grundvelli þess eins að vera konur. Á meðan leitar gellupólitík í lægsta samnefnara og sífellt færri hugsanir verða nokkurn tímann orðaðar af ótta við félagsleg viðurlög. Orðræðan verður sífellt einsleitnari og einfaldari. Samfélagsleg vandamál aldrei rædd nema í hálfkveðnum vísum. Því þótt gellupólitíkin þykist stefna að jafnrétti hefur hún hagsmuna að gæta af því að markmiðinu verði aldrei náð. Hvað gera gellur þegar grímulaus hagsmunagæsla á grundvelli kyns eins fleytir þeim ekki lengur til æðstu metorða án nánari skoðunar. Því gellupólitík er ekki eiginleg pólitík. Hvað finnst gellum um ESB? Hvað finnst gellum um menntun, landamæri eða skatta? Þú getur spurt, en svarið verður alltaf hið sama: Stelpur eru bestar. Gellupólitík er fléttuð inn í ímynd hinnar réttþenkjandi nútímakonu, sem er jafn sjálfstæð og vinsæl eins og hún er metnaðarfull og frambærileg á vinnumarkaði. Táknmynd sem byggir á menningarlegri vinstrimennsku, miðstéttarsjálfsvitund og vatnsþynntum femínískum orðræðum sem hafa verið gerilsneyddar af öllum innri átökum og núans. Það endurspeglast hvað best í innihalds- og merkingarlausum slagorðum eins og „Stelpur eru bestar“ og „Konur eru konum bestar.“ Platónska frummynd gellupólitíkur má greina í Kryddpíunum (Spice Girls) sem seldu valdeflingu stúlkna sem neysluvöru dægurmenningar. Gellupólitík leyfir sér ekki að kafa á dýptina, þangað sem ágreining kann að finna. Hún er lægsti samnefnari kvenlægrar samstöðu. Einföld slagorð sem má prenta á alls kyns söluvarning. Þessi markaðsvædda sýndarsamstaða kvenna hefur orðið æ sýnilegri með tilkomu samfélagsmiðla, þar sem notendur deila viðeigandi skoðunum og pósta „réttu“ efni til þess að styrkja persónulegt vörumerki sitt. Enda er gellupólitík sviðsetning á félagslega samþykktum kvenleika, sem þykist vera róttækur, en gegnir þeim tilgangi að brjóta undir sig táknrænt og félagslegt auðmagn. Orðræðubundið verkfæri sem viðheldur stöðutign og forréttindum fárra, þ.e. þeirra sem kunna að tileinka sér orðræðuna og umbreyta henni í tækifæri. Þetta er það sem Nancy Fraser kallaði „viðurkenningarfemínisma,” þar sem virðingin áskotnast þeim sem kunna tungumálið og hafa vald yfir orðræðunni. Markmið viðurkenningarfemínisma er ekki kvenréttindi almennt, heldur persónuleg valdefning þeirra sem hagnýta sér hann. Það er ekki kostnaðarlaust að setja spurningarmerki við þetta fyrirbæri. Gagnrýni á forsendur orðræðunnar ógnar ímyndarstjórnun og lögmætiskröfu hópsins. Sá sem hættir að sýna hollustu tapar virðingu, viðurkenningu og aðild að hópnum. Viðurlög við gagnrýni felast m.a. í útilokun, ærumeiðingum og opinberri undirskipun hvers þess er ógnar hópnum og hugmyndafræðinni. Það er ástæða þess að orðræða gellupólitíkur er svona einsleit og innantóm. Völd innan hópsins byggja á félagslegu taumhaldi og viðurlögum sem meðlimir beita aðra til þess að styrkja eigin stöðu. Orðfærið byggist á leiðréttingum og leiðbeiningum um hið rétta siðferði. Gellur verða ekki reiðar eða pirraðar yfir gagnrýninni, heldur vonsviknar og áhyggjufullar. Þú ert ekki að skilja baráttu formæðra okkar, segja þær, eins og gagnrýni á samtímann sé ógild á forsendum sögunnar. Gagnrýninni er ekki svarað beint, heldur eru ný dæmi dregin fram í tilraun til þess að afvegaleiða umræðuna. Með því að leiðrétta eða útiloka sýnast gellur réttþenkjandi, sem eykur siðferðilegan trúverðugleika þeirra. Þau sem þekkja til eineltismenningar stúlkna ættu að kannast nógu vel við aðferðafræðina. Fórnarkostnaðurinn er raunveruleg ógn við skoðanafrelsi kvenna. Það sem er sérstaklega slæmt við gellupólitíkina er hve lítið hún gerir úr konum. Kynið hefur aftur verið fært í forgrunn, þótt nær hálf öld sé liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands sem einstæð móðir. Vigdís stóð föst á því að konur væru líka menn og um það var samstaða meðal þjóðar. En nú þegar konur eru í forystu flestra vettvanga finna þær sig knúnar til þess að flíka kyni sínu á ný. Eins og það sé kvenleikinn sem gerir pólitíska þátttöku eða afrek þeirra merkilega. Það eina sem þetta gerir er að rýra trúverðugleika kvenna í opinberu lífi. Við erum í sífelldum þykjustuleik um að konur séu frávik í opinberu lífi. Fjölmiðlar á borð við Heimildina draga fram helstu valdakonurnar og láta þær brosa saman á forsíðumynd undir hjákátlegri fyrirsögninni: Konur við völd. Leyfum þessu aðeins að sökkva inn á meðan við ímyndum okkur hið gagnstæða: Karlar við völd. Myndu stjórnmálamenn samþykkja niðurlægjandi forsendur slíkrar forsíðufréttar og væri það til þess að auka traust okkar á hæfni þeirra? Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag. Þessu ber okkur að fagna á grundvelli þess eins að þær séu konur. En verðleikar lúta í lægra haldi ef það er sjálfstætt fagnaðarefni að kona sé við stjórnvölinn. Það er líkt og er jafnrétti hafi loksins verið náð höfum við ákveðið að gefa skyndilega í og steypa okkur fram af veginum. Því ef að konum er hampað á grundvelli kyns hlýtur hið gagnstæða að vera jafn augljós staðreynd þegar allt fer að lokum í skrúfuna. Eitthvað sem virðist óhjákvæmilegt miðað við framvindu Valkyrjuríkisstjórnarinnar sem er sannarlega ekki ókunnug gellupólitík. Því við stefnum hraðleið í örbirgð með andverðleikasamfélagi sem þráast yfir stéttabaráttu kynjanna. Á meðan verða engin raunveruleg vandamál leyst, aðeins ný vandamál og nýjar kynjamýtur framleiddar. Við verðum að rétta af kúrs og endurvekja það viðmið að konur séu líka menn og konur séu líka alvarlegt fólk. Höfundur er félagsfræðingur
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun