Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar 2. nóvember 2025 07:02 Dagana 3.–9. nóvember næstkomandi fer fram árleg Evrópsk vitundarvakningar vika um ófrjósemi. Í ár beinist athyglin að einu mikilvægasta en jafnframt vanræktasta atriðinu í umræðunni um frjósemi sem er réttur okkar til upplýsinga og fræðslu um frjósemi. Áherslan í ár er með ensku yfirskriftina “Facts Forward – Education and Information” og minnir okkur á að án réttrar þekkingar geta einstaklingar ekki tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líf og líkama. Við tölum um forvarnir – en gleymum frjóseminni Í flestum Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi, hefur kynfræðsla snúist um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og forvarnir gegn þungunum. Það er vissulega mikilvægt, en þar með hefur hin hliðin á frjósemi orðið eftir. Ófrjósemi snertir milljónir Evrópubúa, þar á meðal þúsundir Íslendinga. Samt fær ungt fólk og fullorðnir litla sem enga fræðslu um hvernig frjósemi þróast og breytist með aldri, hverjir áhættuþættirnir eru og hvernig við getum hlúð að frjóseminni og hvenær gott er að leita sér ráðgjafar og hjálpar eða hvaða valkostir eru í boði ef fólk á erfitt með að eignast börn. Sú þekking sem gæti veitt fólki von og valfrelsi er því oft ekki til staðar fyrr en vandinn er þegar orðinn að veruleika. Það er eins og við tölum um alla möguleika lífsins – nema um þetta. Tími til að tala opinskátt Ófrjósemi er hljóðnuð sorg. Hún hefur lengi verið umlukin þögn, skömm, óöryggi og oft einmanaleika – jafnvel þótt hún sé sameiginleg reynsla milljóna. Ófrjósemi snertir 1 af hverjum 6 og þess vegna þarf samtalið að breytast. Það þarf að breyta orðræðunni og tala um frjósemi af virðingu, hlýju og mannúð. Fræðsla þarf að ná til allra, þeirra sem þurfa aðstoð við barneignir og þeirra sem velja barnleysi. Þekking á líkamanum er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Þekking styrkir val Markmið vikunnar er einfalt: að hvetja stjórnvöld, skóla, heilbrigðiskerfið og fjölmiðla til að færa staðreyndir fram fyrir fordóma og gefa fólki tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir, hvort sem það snýst um að eignast börn – eða ekki. Þekking á líkamanum okkar á ekki að vera lúxus sem aðeins sumir hafa aðgang að. Hún er réttur allra, því þegar við vitum, þágetum við valið. Og þegar við getum valið, þá getum við lifað því lífi sem er í takt við það sem við raunverulega þráum og viljum. Frjósemi er hluti af lífinu Vitundarvakningin er tækifæri til að minna okkur öll á að frjósemi er ekki einkamál fárra, heldur sameiginlegt verkefni. Frjósemi snýst ekki aðeins um það að geta eignast barn – heldur um að skilja líkama sinn, virða eigin mörk og finna leiðir til að lifa í samræmi við eigin vonir og drauma. Þegar við tölum ekki upphátt um málefnið, þá einangrast fólk í vanda sínum. Þegar við tölum, fræðum og hlustum, þá skapast samhugur – og úr honum sprettur von. Þekking á frjósemi er ekki lúxus. Hún er lífsnauðsyn. Tölum um frjósemi af ábyrgð, virðingu og kærleika. Höfundur er formaður Tilveru-samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Dagana 3.–9. nóvember næstkomandi fer fram árleg Evrópsk vitundarvakningar vika um ófrjósemi. Í ár beinist athyglin að einu mikilvægasta en jafnframt vanræktasta atriðinu í umræðunni um frjósemi sem er réttur okkar til upplýsinga og fræðslu um frjósemi. Áherslan í ár er með ensku yfirskriftina “Facts Forward – Education and Information” og minnir okkur á að án réttrar þekkingar geta einstaklingar ekki tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líf og líkama. Við tölum um forvarnir – en gleymum frjóseminni Í flestum Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi, hefur kynfræðsla snúist um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og forvarnir gegn þungunum. Það er vissulega mikilvægt, en þar með hefur hin hliðin á frjósemi orðið eftir. Ófrjósemi snertir milljónir Evrópubúa, þar á meðal þúsundir Íslendinga. Samt fær ungt fólk og fullorðnir litla sem enga fræðslu um hvernig frjósemi þróast og breytist með aldri, hverjir áhættuþættirnir eru og hvernig við getum hlúð að frjóseminni og hvenær gott er að leita sér ráðgjafar og hjálpar eða hvaða valkostir eru í boði ef fólk á erfitt með að eignast börn. Sú þekking sem gæti veitt fólki von og valfrelsi er því oft ekki til staðar fyrr en vandinn er þegar orðinn að veruleika. Það er eins og við tölum um alla möguleika lífsins – nema um þetta. Tími til að tala opinskátt Ófrjósemi er hljóðnuð sorg. Hún hefur lengi verið umlukin þögn, skömm, óöryggi og oft einmanaleika – jafnvel þótt hún sé sameiginleg reynsla milljóna. Ófrjósemi snertir 1 af hverjum 6 og þess vegna þarf samtalið að breytast. Það þarf að breyta orðræðunni og tala um frjósemi af virðingu, hlýju og mannúð. Fræðsla þarf að ná til allra, þeirra sem þurfa aðstoð við barneignir og þeirra sem velja barnleysi. Þekking á líkamanum er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Þekking styrkir val Markmið vikunnar er einfalt: að hvetja stjórnvöld, skóla, heilbrigðiskerfið og fjölmiðla til að færa staðreyndir fram fyrir fordóma og gefa fólki tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir, hvort sem það snýst um að eignast börn – eða ekki. Þekking á líkamanum okkar á ekki að vera lúxus sem aðeins sumir hafa aðgang að. Hún er réttur allra, því þegar við vitum, þágetum við valið. Og þegar við getum valið, þá getum við lifað því lífi sem er í takt við það sem við raunverulega þráum og viljum. Frjósemi er hluti af lífinu Vitundarvakningin er tækifæri til að minna okkur öll á að frjósemi er ekki einkamál fárra, heldur sameiginlegt verkefni. Frjósemi snýst ekki aðeins um það að geta eignast barn – heldur um að skilja líkama sinn, virða eigin mörk og finna leiðir til að lifa í samræmi við eigin vonir og drauma. Þegar við tölum ekki upphátt um málefnið, þá einangrast fólk í vanda sínum. Þegar við tölum, fræðum og hlustum, þá skapast samhugur – og úr honum sprettur von. Þekking á frjósemi er ekki lúxus. Hún er lífsnauðsyn. Tölum um frjósemi af ábyrgð, virðingu og kærleika. Höfundur er formaður Tilveru-samtaka um ófrjósemi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun