Sport

Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og félagar í Nordsjælland náðu í dag þriggja stiga forskot á toppi dönsku deildarinnar eftir 2-0 sigur á B93.

Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði
Birkir Bjarnason skoraði í öðrum leiknum í röð og í þriðja sinn í síðustu fimm leikjum þegar Brescia varð að sætta sig við 3-2 tap á heimavelli sínum á móti Cosenza í ítölsku b-deildinni.

Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ
Framkonur komust upp að hlið Haukum í öðru sæti Olís deildar kvenna í handbolta eftir sex marka sigur á Stjörnunni í Mýrinni í dag, 24-18. Framliðið endaði fyrri hálfleikinn vel og var með ágæt tök á leiknum í seinni. Alfa Brá Hagalín skoraði átta mörk fyrir Fram.

Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri
„Heilt yfir er ég ánægð. Ánægð með þennan sigur, ekki sjálfgefið að taka tvo punkta hér,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir sigur síns liðs á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Lokatölur 18-24 og með sigrinum er Fram komið í annað sæti deildarinnar.

Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid
Real Madrid tókst að enda taphrinu sínu á Santiago Bernabeu með glæsilegum 4-0 stórsigri á Osasuna í sænsku deildinni í dag. Fórnarkostnaðurinn var þó að missa tvo menn í meiðsli.

Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö
Hin sautján ára gamla Sigdís Eva Bárðardóttir nýtti vel tækifærið í byrjunarliðinu í sænsku kvennadeildinni í dag. Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í stórsigri Kristianstad þar sem landa hennar Katla Tryggvadóttir gaf tvær stoðsendingar.

Varsjáin tók mark af Jóni Degi
Jón Dagur Þorsteinsson hélt að hann hefði komið Herthu Berlín yfir í þýsku b-deildinni í fótbolta en þá gripu myndbandsdómararnir í taumana.

Sædís í stuði með meisturunum
Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir var í stuði með nýkrýndum Noregsmeisturum Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en bakvörðurinn var bæði með mark og stoðsendingu í góðum sigri.

Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið
Wolfsburg tók toppsætið af Bayern München í þýsku kvennadeildinni í fótbolta eftir 3-0 útisigur á Hoffenheim í dag.

„Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“
Norðmaðurinn Erling Haaland hefur raðað inn mörkum á árinu 2024 en hann á þó ekki mikla möguleika á því að jafna ótrúlegt markaskor Svíans Viktor Gyokeres.

Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane
Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann.

Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár
Finnar eru mikil formúluþjóð og hafa átt marga frábæra ökumenn í gegnum tíðina. Þeir eru hins vegar að missa sinn eina ökumann út úr formúlu 1.

Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, og enski landsliðsþjálfarinn Lee Carsley eru greinilega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að stöðunni á enskum landsliðsmanni í liði City.

Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni
Spænski knattspyrnumaðurinn Rodri vann Gullhnöttinn í ár með því að fá aðeins 41 stigi meira en Vinicius Junior. France Football hefur loksins gefið upp niðurstöður Ballon d'Or kjörsins.

Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp
Bronny James, sonur LeBron James, er á leiðinni í þróunardeild NBA, svokallaða G-deild, eftir að hafa byrjað tímabilið með föður sínum í Los Angeles Lakers.

Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur trú á því að liðið hans snúi við blaðinu í leik sínum á móti Osasuna í spænsku deildinni í dag. Hann mætti með kassann út á blaðamannfund fyrir leikinn.

Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann
Þjálfari ítalska fótboltafélagsins Triestina missti stjórn á skapi sínu þegar einn leikmanna hans lét reka sig út snemma leiks í gærkvöldi.

Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína
Það virðist enginn geta stoppað lið Cleveland Cavaliers í byrjun NBA tímabilsins í körfubolta.

Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum
Ármann hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi og hefur nú unnið fimm fyrstu leiki sína.

Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn
Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax.

Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu
Úrvalsdeildin í pílukasti heldur áfram af krafti en þriðja umferð fer fram á Bullseye í Reykjavík í kvöld. Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru sumir leikmenn í góðri stöðu með að tryggja sig í gegnum niðurskurð en aðrir með bakið uppvið vegg og verða á ná í stig. Eins eru sumir þegar dottnir úr deildinni og aðrir að stíga í fyrsta sinn á stokk í kvöld.

Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig
Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er.

Dagskráin í dag: Allskonar fyrir öll
Að venju er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á laugardegi. Alls eru 10 beinar útsendingar á dagskrá í dag.

„Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“
Vinirnir Guðmundur Benediktsson (Gummi Ben) og Sigurvin Ólafsson (Venni) voru lengi vel samherjar en hafa einnig mæst nokkrum sinnum á knattspyrnuvellinum. Nýverið mættust þeir á golfvellinum ásamt Steve dagskrá bræðrum og úr varð kostuleg keppni.

Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ
Aron Elí Sævarsson mun ekki ganga í raðir uppeldisfélagsins Vals og tekur slaginn með Aftureldingu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð.

Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum
María Þórisdóttir og stöllur í Brighton & Hove Albion áttu ekki möguleika gegn Arsenal í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Skytturnar í Arsenal unnu öruggan 5-0 sigur. Í hinum leik kvöldsins vann Manchester City 4-0 sigur á Tottenham Hotpsur.

Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Keflavík spilaði eingöngu á Schengen-samþykktum leikmönnum í sigri sínum gegn ÍR. 79-91 varð niðurstaðan í Skógarselinu. Þjálfarinn Pétur Ingvarsson var nokkuð sáttur eftir leik þrátt fyrir að hafa orðið aðeins hræddur undir lokin. Hann leitur nú að nýjum bandarískum leikmanni og vill finna einhvern fjölhæfari en Remy Martin og Wendell Green.

Haukar sóttu sigur á Suðurlandið
Haukar unnu góðan þriggja marka sigur þegar liðið sótti Selfoss heim í Olís-deild kvenna.

Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs
Álftanes lagði Hauka í Ólafssal þegar liðin mættust í Bónus-deild karla í kvöld. Lokatölur 86-91 sem þýðir að Haukar hafa ekki enn unnið leik.

„Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“
Njarðvík tapaði gegn KR á Meistaravöllum 86-80. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins.