Fótbolti

Biðin eftir Meistara­völlum styttist um einn dag

Siggeir Ævarsson skrifar
KR-ingar hafa ekki leikið á sínum heimavelli síðan síðasta haust
KR-ingar hafa ekki leikið á sínum heimavelli síðan síðasta haust Vísir/Anton Brink

Heimavöllur KR-inga í knattspyrnu hefur verið ókeppnisfær nú um langt skeið en miklar endurbætur hafa verið gerðar á vellinum. Gervigrasið var rifið af í desember í fyrra en ekki tókst að gera völlinn kláran fyrir Íslandsmótið í ár.

Upphaflega stóð til að leika alla heimaleiki KR á Meistaravöllum í sumar sem gekk ekki eftir. Síðan átti að spila 2-3 leiki á Þróttaravellinum í Laugardal. Niðurstaðan varð að lokum að KR lék sjö leiki í Laugardalnum.

Nú er allt klárt fyrir fyrsta heimaleik á nýjum og endurbættum Meistaravöllum og í ofanálag hafa KR-ingar grætt einn dag. Leikur KR og Breiðabliks átti að fara fram næsta sunnudag en hefur verið flýtt til laugardags sökum þátttöku Blika í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Langtímaspáin fyrir laugardaginn 26. júlí gerir ráð fyrir hæglætisveðri og 15° hita svo að það ættu að vera fullkomnar aðstæður fyrir heimkomupartý.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×