KR

Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Táningurinn Jakob Gunnar Sigurðsson hefur verið lánaður frá KR til Lyngby í Danmörku. Hann var fyrri hluta tímabils á láni hjá Þrótti Reykjavík í Lengjudeild karla í knattspyrnu og skoraði þar 7 mörk í alls 15 leikjum.

Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag
Heimavöllur KR-inga í knattspyrnu hefur verið ókeppnisfær nú um langt skeið en miklar endurbætur hafa verið gerðar á vellinum. Gervigrasið var rifið af í desember í fyrra en ekki tókst að gera völlinn kláran fyrir Íslandsmótið í ár.

KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar
KR-ingar töpuðu 1-0 upp á Akranesi í fimmtándu umferð Bestu deildar karla í gærkvöldi og eru nú aðeins einu stigi frá fallsæti.

Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Eyjamenn og Skagamenn náðu í þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla í fótbolta í gær og settu enn meiri spennu inn í fallbaráttu deildarinnar. Nú má sjá mikilvægu sigurmörkin hér á Vísi.

„Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“
KR tapaði fyrir ÍA í kvöld 1-0, en Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR fannst liðið sitt spila töluvert betur en andstæðingurinn.

Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld
Jóhannes Kristinn Bjarnason er ekki á leið til ítalska liðsins Pro Vercelli. Hann er mættur aftur til Íslands en er þó ekki með KR gegn ÍA í kvöld en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfesti það í viðtali fyrir leik.

Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
ÍA tóku á móti KR í fimmtándu umferð Bestu deildar karla í kvöld og höfðu betur í hörkuleik sem lauk með 1-0 sigri heimamanna. Með sigrinum náðu Skagamenn að hefna fyrir 5-0 rasskellingu í fyrri viðurreign liðanna.

„Mikið undir fyrir bæði lið“
Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, á von á hörkuleik í góðviðrinu á Skaganum í kvöld og segir ekki fleiri áherslubreytingar fylgja því að mæta KR en öðrum liðum Bestu deildarinnar.

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
KR sækir ÍA heim á Elkem-völlinn á Akranesi í 15. umferð Bestu deildar karla annað kvöld. Heimferð Vesturbæinga af Skaganum lengist um 45 mínútur eða svo, þar sem Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna framkvæmda.

KR semur við ungan bandarískan framherja
KR hefur fundið Bandaríkjamann fyrir komandi leiktíð í Bónus-deild karla í körfubolta. Sá heitir K.J. Doucet og er 22 ára gamall.

Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum
Hallgrímur Mar Steingrímsson var enn á ný hetja KA-manna í gær þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 útisigri á KR í Bestu deild karla í fótbolta.

„Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var vonsvikinn að hafa fengið ekki neitt út úr leiknum á móti KA í dag. KR laut í lægra haldi á móti KA á Avis-vellinum í Laugardal.

Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti
KA gerði sér góða ferð suður og sigraði KR á Avis-vellinum í Laugardal í dag. Með sigrinum fóru norðanmenn úr fallsæti og eru nú aðeins stigi á eftir KR eftir 14 umferðir í Bestu-deild karla.

Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin
Fjölmörg flott mörk voru skoruð í leikjunum fjórum sem fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Þau má öll sjá í spilurunum hér fyrir neðan.

Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga
KR tók á móti FH á AVIS vellinum í 13. umferð Bestu deildar karla í kvöld. KR-ingar sem höfðu unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sóttu langþráðan sigur eftir rasskellingu síðustu umferðar þegar liðið tapaði 6-1 fyrir Valsmönnum.

Gæti orðið dýrastur í sögu KR
Hinn 15 ára gamli Alexander Rafn Pálmason verður ef að líkum lætur dýrasti leikmaður sem KR hefur selt, þegar að því kemur, en danska knattspyrnufélagið Nordsjælland er sagt líklegast til að landa honum.

KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“
Það blæs ekki byrlega hjá KR-ingum um þessar mundir í Bestu deildinni í fótbolta. Þrátt fyrir það má greina bjartsýni og trú hjá stuðningsmönnum liðsins á þeirri vegferð sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, er með liðið á.

Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta
KR steinlá gegn erkifjendum sínum í Val, 6-1, í Bestu deildinni í fótbolta í gær. Rætt var um stöðu KR og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara liðsins í Stúkunni í gær.

Uppgjörið: Valur-KR 6-1 | Valsmenn rassskelltu KR-inga
Valur vann í kvöld stórsigur gegn KR 6-1. Valur byrjaði leikinn af krafti en það var í raun aldrei spurning hver myndi vinna þennan leik, heldur bara hversu stórt.

Aldrei séð föður sinn jafn glaðan og sáttan í einu og sama verkefninu
Íslenski landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, segist aldrei hafa séð föður sinn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, eins glaðan og sáttan í einu og sama verkefninu. Hann telur aðeins tímaspursmál þar til allt smelli hjá KR og segir líkingar föður síns, sem borið hefur á í viðtölum, ekki nýjar af nálinni.

Flýta tveimur leikjum KA-manna í næsta mánuði
Breyta þurfti tveimur leikjum KA í Bestu deild karla í fótbolta vegna þátttöku Akureyrarliðsins í Evrópukeppninni.

„Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing“
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson ræddu vítadómana tvo í leik Víkings og KR í síðasta þætti Stúkunnar.

Sjáðu Gylfa leggja upp sigurmarkið fyrir Gunnar og öll hin í sigri Víkinga á KR
Gunnar Vatnhamar tryggði Víkingum 3-2 sigur á KR í lokaleik elleftu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi.

Óskar Hrafn: Lítið gagn af því að tryllast
Þjálfari KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, hafði blendnar tilfinningar þegar hann kom í viðtal við Gunnlaug Jónsson eftir tap sinna manna fyrir Víking. Hann gat verið stoltur þrátt fyrir tap en gat ekki leyft sér að brjálast yfir dómgæslunni. KR tapaði 3-2 fyrir Víking í 11. umferð Bestu deildar karla.

Uppgjörið: Víkingur - KR 3-2 | Víkingur tyllti sér á toppinn í frábærum leik
Víkingur lagði KR í frábærum fótboltaleik í lokaleik 11. umferðar Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 3-2 en eins og við var að búast var mikið um tilþrif, hraði, vafaatriði og mörk sem einkenndu leikinn.

Þrjár Guðmundsdætur í liði KR og Albert mætti
Þrjár systur voru í liði KR í gær í leik á móti nágrönnunum í Gróttu í Lengjudeild kvenna í fótbolta.

Nýliðar KR semja við landsliðskonu sem er dóttir fyrrum fyrirliða karlaliðsins
Nýliðar KR í Bónus deild kvenna í körfubolta eru byrjaðir að styrja liðið sitt fyrir komandi tímabil.

Sjáðu miðjumark Sverris, tvennu Tobiasar, rautt á Alex og Atla stela sigri
Fimm leikir fóru fram í 10. umferð Bestu deildar karla í gærkvöldi. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í Hafnarfirði en mörk úr hinum fjórum leikjunum má finna hér fyrir neðan.

Óskar Hrafn: Sem betur fer hlusta stuðningsmenn KR ekki mikið á umræðuna
KR stöðvaði taphrinu sína með sigri á Vestra í dag í 10. umferð Bestu deildar karla. Lokastaðan var 2-1 þar sem KR skoraði tvö seint í leiknum eftir að hafa lent undir.

Uppgjörið: KR - Vestri 2-1 | Atlarnir stálu sigrinum af Vestra
KR kom til baka gegn Vestra þegar liðin mættust í fyrsta leik 10. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik en Eiður Gauti Sæbjörnsson áður en varamennirnir Atli Sigurjónsson og Atli Hrafn Andrason sameinuðu krafta sína í því sem reyndist sigurmarkið.