Dani og Kínverji leiða á Opna breska Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2025 13:11 Jacob Skov Olesen átti glimrandi dag. Andrew Redington/Getty Images Daninn Jacob Skov Olesen og Kínverjinn Li Haotong leiða Opna breska meistaramótið í golfi um miðjan dag. Báðir hafa lokið fyrsta hring á fjórum undir pari vallar. Bein útsending frá Opna mótinu stendur yfir á Sýn Sport 4 (rás 18 á myndlyklum Sýnar). Olesen fór vel af stað í morgun en aðstæður voru eilítið þægilegri fyrir kylfinga þegar farið var af stað. Veðrið hefur versnað eftir því sem liðið hefur á. Eftir fjóra fugla og einn skolla á fyrstu ellefu holunum fékk hann örn á tólftu braut og fylgdi því eftir með fugli á þeirri fimmtándu með glæsilegri 20 metra vippu beint í holu. Chipped in from 23 yards. Jacob Skov Olesen extends his lead with a birdie on 15. pic.twitter.com/KQW8YZe9Qe— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Eilítil mistök á 18. holu þýddu annar skolli dagsins og lauk hann hringnum á fjórum undir pari. Li Haodong spilaði einkar jafnan og góðan hring. Hann fékk par á öllum brautum nema fjórum. Og á þeim fjórum fékk hann fugl; fimmtu, sjöundu, tíundu og sautjándu braut. Þar af leiðandi deilir hann efsta sætinu með Olsen. Jacob Skov Olesen moves to four-under with an eagle on 12 to take the lead. pic.twitter.com/LjaBfccHEY— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Annar Dani, Nicolai Höjgaard, er á tveimur undir pari eftir fyrsta hring, sem og Englendingurinn Lee Westwood. Reynsluboltinn Phil Mickelson er á höggi undir pari eftir að hafa náð þremur fuglum en fengið einnig tvo skolla á hringnum. Englendingarnir Matthew Jordan (17 holur), Matt Fitzpatrick (14 holur) eru auk Taílendingsins Sadom Kaewkanjana (7 holur) í öðru sæti á þremur undir pari vallar þegar þetta er skrifað en eiga eftir að klára sinn hring. Ríkjandi meistari Xander Schauffele er á pari eftir tólf holur líkt og þeir JJ Spaun og Jon Rahm sem eru með honum í holli. Shane Lowry sinks his second birdie of the day on 6.Watch his Featured Group on R&A TV: https://t.co/XcxUfDFrmg pic.twitter.com/2mhLYgl0un— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Í hollinu á eftir þeim eru Írinn Shane Lowry, sem vann Opna mótið á sama velli 2019, og Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans, en þeir eru báðir á höggi undir pari eftir ellefu holur. Mikil eftirvænting er fyrir því að sjá heimamaninn Rory McIlroy sem hefur leik upp úr klukkan tvö í dag. Annar heimamaður, Darren Clarke, átti líklega tilþrif dagsins þegar skot hans úr einkar djúpu grasi fór beint í holu á 17. braut líkt og sjá má að neðan. Keeping the home crowds happy.Darren Clarke with a moment of magic. pic.twitter.com/Jkzp60CXFt— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Bein útsending frá Opna mótinu stendur yfir á Sýn Sport 4 og verður fram til klukkan 19:00 í kvöld. Sýnt verður frá mótinu alla daga þar til meistari verður krýndur á sunnudagskvöld. Opna breska Golf Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Sjá meira
Bein útsending frá Opna mótinu stendur yfir á Sýn Sport 4 (rás 18 á myndlyklum Sýnar). Olesen fór vel af stað í morgun en aðstæður voru eilítið þægilegri fyrir kylfinga þegar farið var af stað. Veðrið hefur versnað eftir því sem liðið hefur á. Eftir fjóra fugla og einn skolla á fyrstu ellefu holunum fékk hann örn á tólftu braut og fylgdi því eftir með fugli á þeirri fimmtándu með glæsilegri 20 metra vippu beint í holu. Chipped in from 23 yards. Jacob Skov Olesen extends his lead with a birdie on 15. pic.twitter.com/KQW8YZe9Qe— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Eilítil mistök á 18. holu þýddu annar skolli dagsins og lauk hann hringnum á fjórum undir pari. Li Haodong spilaði einkar jafnan og góðan hring. Hann fékk par á öllum brautum nema fjórum. Og á þeim fjórum fékk hann fugl; fimmtu, sjöundu, tíundu og sautjándu braut. Þar af leiðandi deilir hann efsta sætinu með Olsen. Jacob Skov Olesen moves to four-under with an eagle on 12 to take the lead. pic.twitter.com/LjaBfccHEY— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Annar Dani, Nicolai Höjgaard, er á tveimur undir pari eftir fyrsta hring, sem og Englendingurinn Lee Westwood. Reynsluboltinn Phil Mickelson er á höggi undir pari eftir að hafa náð þremur fuglum en fengið einnig tvo skolla á hringnum. Englendingarnir Matthew Jordan (17 holur), Matt Fitzpatrick (14 holur) eru auk Taílendingsins Sadom Kaewkanjana (7 holur) í öðru sæti á þremur undir pari vallar þegar þetta er skrifað en eiga eftir að klára sinn hring. Ríkjandi meistari Xander Schauffele er á pari eftir tólf holur líkt og þeir JJ Spaun og Jon Rahm sem eru með honum í holli. Shane Lowry sinks his second birdie of the day on 6.Watch his Featured Group on R&A TV: https://t.co/XcxUfDFrmg pic.twitter.com/2mhLYgl0un— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Í hollinu á eftir þeim eru Írinn Shane Lowry, sem vann Opna mótið á sama velli 2019, og Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans, en þeir eru báðir á höggi undir pari eftir ellefu holur. Mikil eftirvænting er fyrir því að sjá heimamaninn Rory McIlroy sem hefur leik upp úr klukkan tvö í dag. Annar heimamaður, Darren Clarke, átti líklega tilþrif dagsins þegar skot hans úr einkar djúpu grasi fór beint í holu á 17. braut líkt og sjá má að neðan. Keeping the home crowds happy.Darren Clarke with a moment of magic. pic.twitter.com/Jkzp60CXFt— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Bein útsending frá Opna mótinu stendur yfir á Sýn Sport 4 og verður fram til klukkan 19:00 í kvöld. Sýnt verður frá mótinu alla daga þar til meistari verður krýndur á sunnudagskvöld.
Opna breska Golf Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Sjá meira