Erlent Pistorius sleppt úr fangelsi í janúar Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku hafa samþykkt umsókn Oscar Pistorius um reynslulausn. Honum verður því sleppt úr fangelsi þann 5. janúar. Erlent 24.11.2023 11:34 Var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að myrða Jung Yoo-jung, 23 ára gömul kona, hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í Suður-Kóreu fyrir að myrða ókunnuga manneskju. Sagðist hún hafa framið morðið „af forvitni“. Erlent 24.11.2023 11:31 Kanadísk „ofursvín“ ógna Bandaríkjunum Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar. Erlent 24.11.2023 11:23 Þrjátíu og fjórir í haldi eftir óeirðirnar í Dyflinni Þrjátíu og fjórir voru handteknir í óeirðum í Dyflinni á Írlandi í gær. Erlent 24.11.2023 10:09 Bær rýmdur eftir enn eitt lestarslysið Íbúum lítils þorps í Rockcastle-sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum hefur verið leyft að snúa aftur til síns heima, eftir að bæirnir voru rýmdir í kjölfar lestarslyss. Minnst sextán lestarvagnar fóru af sporinu nærri Livingston og var þorpið rýmt í kjölfarið. Erlent 24.11.2023 09:56 Fátækt fólk mun líklegra til að deyja af völdum sýklasóttar Fátækt fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er mun líklegra en aðrir til að deyja af völdum sýklasóttar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á Bretlandseyjum. Erlent 24.11.2023 07:07 Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. Erlent 24.11.2023 06:51 Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. Erlent 23.11.2023 21:44 Særði konu og þrjú börn með hníf í Dyflinni Stúlka og kona eru sagðar í alvarlegu ástandi eftir að maður réðst á konuna og hóp barna í miðborg Dyflinnar á Írlandi. Þrír aðrir, og þar af tvö börn, særðust einnig en ekki jafn alvarlega. Erlent 23.11.2023 15:58 Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. Erlent 23.11.2023 15:05 Ótrúleg björgun af brennandi þaki Myndskeið sýnir ótrúlega björgun manns af brennandi húsþaki í Reading á Englandi í dag. Viðbragðsaðilar slökuðu búri til mannsins með krana og hífðu hann svo á brott. Erlent 23.11.2023 14:51 Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi. Erlent 23.11.2023 14:27 Musk kallar verkfallsaðgerðir í Svíþjóð „geðveiki“ „Þetta er geðveiki,“ segir Elon Musk, stofnandi Tesla, á X/Twitter um verkfallsaðgerðir sem standa yfir í Svíþjóð og beinast gegn starfsstöðvum fyrirtækisins þar í landi. Erlent 23.11.2023 12:41 Hélt fyrst að bíllinn væri flugvél Sprenging varð á landamærum Bandaríkjanna og Kanada við Niagarafossa í gærkvöldi. Það gerðist þegar bíll sem ekið var á miklum hraða að landamærunum, Bandaríkjamegin, tókst á loft og sprakk. Hjón létu lífið og einn landamæravörður slasaðist en enn liggur ekki fyrir af hverju bílnum var ekið á svo miklum hraða. Erlent 23.11.2023 10:36 Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. Erlent 23.11.2023 10:29 Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. Erlent 23.11.2023 08:41 Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Erlent 23.11.2023 07:33 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. Erlent 23.11.2023 06:57 Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. Erlent 22.11.2023 23:38 Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. Erlent 22.11.2023 21:47 Tveir látnir eftir að bíll sprakk við landamæri Bandaríkjanna og Kanada Tveir eru látnir eftir að bíll sprakk á regnbogabrúnni svökölluðu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Bandaríska alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar. Erlent 22.11.2023 19:08 Dæmdur fyrir að afhöfða mann með flugvél Franskur flugmaður hefur verið sakfelldur fyrir að afhöfða fallhlífarstökkvara með flugvélarvæng árið 2018. Flugmaðurinn flaug á fallhlífarstökkvarann, sem hafði skömmu áður stokkið úr þessari sömu flugvél, í um fjögur þúsund metra hæð. Erlent 22.11.2023 14:11 Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. Erlent 22.11.2023 13:37 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. Erlent 22.11.2023 11:04 Þeim fjölgar sem finnast löngu eftir andlát Þeim fjölgar ört sem látast á Englandi og í Wales en finnast ekki fyrr en löngu seinna, þannig að líkin eru farin að brotna niður. Vísindamenn segja þáttum á borð við aukna félagslega einangrun um að kenna. Erlent 22.11.2023 07:09 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. Erlent 22.11.2023 06:25 Þingkona sakar kollega um byrlun Sandrine Josso, þingkona á franska þinginu hefur sakað öldungardeildarþingmanninn Joël Guerriau um að hafa byrlað sér þar sem hún var gestur á heimili hans í síðustu viku. Erlent 21.11.2023 22:16 Stríðinu muni ekki ljúka þótt gíslarnir komi heim Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir stríðið milli Ísraelsmanna og Hamas munu halda áfram, þrátt fyrir að gíslunum sem teknir voru í síðasta mánuði verði sleppt. Ísrael muni halda áfram að berjast þar til „öllum markmiðum hefur verið náð“. Erlent 21.11.2023 21:06 Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. Erlent 21.11.2023 17:53 Hafa fundið lík strákanna sem hurfu Lögreglan í Wales hefur fundið lík fjögurra táninga sem leitað hafði verið að í norðurhluta landsins síðan á sunnudaginn. Erlent 21.11.2023 17:29 « ‹ 91 92 93 94 95 96 97 98 99 … 334 ›
Pistorius sleppt úr fangelsi í janúar Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku hafa samþykkt umsókn Oscar Pistorius um reynslulausn. Honum verður því sleppt úr fangelsi þann 5. janúar. Erlent 24.11.2023 11:34
Var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að myrða Jung Yoo-jung, 23 ára gömul kona, hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í Suður-Kóreu fyrir að myrða ókunnuga manneskju. Sagðist hún hafa framið morðið „af forvitni“. Erlent 24.11.2023 11:31
Kanadísk „ofursvín“ ógna Bandaríkjunum Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar. Erlent 24.11.2023 11:23
Þrjátíu og fjórir í haldi eftir óeirðirnar í Dyflinni Þrjátíu og fjórir voru handteknir í óeirðum í Dyflinni á Írlandi í gær. Erlent 24.11.2023 10:09
Bær rýmdur eftir enn eitt lestarslysið Íbúum lítils þorps í Rockcastle-sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum hefur verið leyft að snúa aftur til síns heima, eftir að bæirnir voru rýmdir í kjölfar lestarslyss. Minnst sextán lestarvagnar fóru af sporinu nærri Livingston og var þorpið rýmt í kjölfarið. Erlent 24.11.2023 09:56
Fátækt fólk mun líklegra til að deyja af völdum sýklasóttar Fátækt fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er mun líklegra en aðrir til að deyja af völdum sýklasóttar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á Bretlandseyjum. Erlent 24.11.2023 07:07
Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. Erlent 24.11.2023 06:51
Miklar óeirðir í Dublin Miklar óeirðir hafa verið a götum miðborgar Dublin í kvöld í kjölfar stunguárásar við grunnskóla þar sem að þrjú ung börn særðust. Erlent 23.11.2023 21:44
Særði konu og þrjú börn með hníf í Dyflinni Stúlka og kona eru sagðar í alvarlegu ástandi eftir að maður réðst á konuna og hóp barna í miðborg Dyflinnar á Írlandi. Þrír aðrir, og þar af tvö börn, særðust einnig en ekki jafn alvarlega. Erlent 23.11.2023 15:58
Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. Erlent 23.11.2023 15:05
Ótrúleg björgun af brennandi þaki Myndskeið sýnir ótrúlega björgun manns af brennandi húsþaki í Reading á Englandi í dag. Viðbragðsaðilar slökuðu búri til mannsins með krana og hífðu hann svo á brott. Erlent 23.11.2023 14:51
Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi. Erlent 23.11.2023 14:27
Musk kallar verkfallsaðgerðir í Svíþjóð „geðveiki“ „Þetta er geðveiki,“ segir Elon Musk, stofnandi Tesla, á X/Twitter um verkfallsaðgerðir sem standa yfir í Svíþjóð og beinast gegn starfsstöðvum fyrirtækisins þar í landi. Erlent 23.11.2023 12:41
Hélt fyrst að bíllinn væri flugvél Sprenging varð á landamærum Bandaríkjanna og Kanada við Niagarafossa í gærkvöldi. Það gerðist þegar bíll sem ekið var á miklum hraða að landamærunum, Bandaríkjamegin, tókst á loft og sprakk. Hjón létu lífið og einn landamæravörður slasaðist en enn liggur ekki fyrir af hverju bílnum var ekið á svo miklum hraða. Erlent 23.11.2023 10:36
Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. Erlent 23.11.2023 10:29
Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. Erlent 23.11.2023 08:41
Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Erlent 23.11.2023 07:33
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. Erlent 23.11.2023 06:57
Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. Erlent 22.11.2023 23:38
Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. Erlent 22.11.2023 21:47
Tveir látnir eftir að bíll sprakk við landamæri Bandaríkjanna og Kanada Tveir eru látnir eftir að bíll sprakk á regnbogabrúnni svökölluðu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Bandaríska alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar. Erlent 22.11.2023 19:08
Dæmdur fyrir að afhöfða mann með flugvél Franskur flugmaður hefur verið sakfelldur fyrir að afhöfða fallhlífarstökkvara með flugvélarvæng árið 2018. Flugmaðurinn flaug á fallhlífarstökkvarann, sem hafði skömmu áður stokkið úr þessari sömu flugvél, í um fjögur þúsund metra hæð. Erlent 22.11.2023 14:11
Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. Erlent 22.11.2023 13:37
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. Erlent 22.11.2023 11:04
Þeim fjölgar sem finnast löngu eftir andlát Þeim fjölgar ört sem látast á Englandi og í Wales en finnast ekki fyrr en löngu seinna, þannig að líkin eru farin að brotna niður. Vísindamenn segja þáttum á borð við aukna félagslega einangrun um að kenna. Erlent 22.11.2023 07:09
Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. Erlent 22.11.2023 06:25
Þingkona sakar kollega um byrlun Sandrine Josso, þingkona á franska þinginu hefur sakað öldungardeildarþingmanninn Joël Guerriau um að hafa byrlað sér þar sem hún var gestur á heimili hans í síðustu viku. Erlent 21.11.2023 22:16
Stríðinu muni ekki ljúka þótt gíslarnir komi heim Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir stríðið milli Ísraelsmanna og Hamas munu halda áfram, þrátt fyrir að gíslunum sem teknir voru í síðasta mánuði verði sleppt. Ísrael muni halda áfram að berjast þar til „öllum markmiðum hefur verið náð“. Erlent 21.11.2023 21:06
Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. Erlent 21.11.2023 17:53
Hafa fundið lík strákanna sem hurfu Lögreglan í Wales hefur fundið lík fjögurra táninga sem leitað hafði verið að í norðurhluta landsins síðan á sunnudaginn. Erlent 21.11.2023 17:29