Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. apríl 2025 23:31 Donald Trump hefur sett Harvard háskólanum skilyrði. EPA Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. Málið hófst í lok mars þegar stjórn forsetans sagðist ætla endurskoða níu milljarða dollara styrk ríkisins til Harvard skólans. Styrkurinn samsvarar rúmri einni billjón íslenskra króna. Reuters greindi frá að ástæðan væri andgyðingsleg hegðun á skólalóð Harvard. Nemendur Harvard, auk annarra háskóla í landinu, höfðu tekið upp á að mótmæla árás Ísraela á Palestínu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vildi þá koma í gegn ýmsum stefnubreytingum innan skólans og segist ætla hætta styrkja Harvard samþykki þeir ekki breytingarnar. Meðal skilyrðanna er að banna andlitsgrímur á skólalóðinni, en nemendur sem mótmæltu voru oft með grímur svo þau þekktust ekki til að koma í veg fyrir að þau yrðu fyrir árásum á netinu. Þá átti skólinn líka að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum að skólanum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengdist fjölbreytni, jöfnuði og innlimun. Forsetinn vill að nemendur og kennarar við skólann hafi minna vald innan skólans og skólastjórnendur tilkynni hegðunarbrot alla erlenda nemenda til alríkisyfirvalda. Einnig eigi að ráða inn utanaðkomandi aðila í hverja fræðadeild til að tryggja að hver deild sé með „fjölbreytt sjónarmið.“ Samkvæmt umfjöllun New York Times kom ekki fram hver fjölbreyttu sjónarmiðin væru en það þýði alla jafna íhaldssöm sjónarmið. Föstudag síðastliðinn sendi forsetinn skólastjórnendum bréf þar sem hann krafðist þessara skilyrða. Stjórnendur Harvard hafa nú neitað að verða að þessum skilyrðum. „Engin stjórnvöld, sama hvaða flokkur er við stjórnvölinn, ætti að ákveða hvað einkareknir skólar mega kenna, hverjum þeir hleypa inn og ráða, hvað þeir kenna og hvaða rannsóknarsvið þeir stunda rannsóknir á,“ sagði Alan Garber, forseti Harvard, í yfirlýsingu. Háskólar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Málið hófst í lok mars þegar stjórn forsetans sagðist ætla endurskoða níu milljarða dollara styrk ríkisins til Harvard skólans. Styrkurinn samsvarar rúmri einni billjón íslenskra króna. Reuters greindi frá að ástæðan væri andgyðingsleg hegðun á skólalóð Harvard. Nemendur Harvard, auk annarra háskóla í landinu, höfðu tekið upp á að mótmæla árás Ísraela á Palestínu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vildi þá koma í gegn ýmsum stefnubreytingum innan skólans og segist ætla hætta styrkja Harvard samþykki þeir ekki breytingarnar. Meðal skilyrðanna er að banna andlitsgrímur á skólalóðinni, en nemendur sem mótmæltu voru oft með grímur svo þau þekktust ekki til að koma í veg fyrir að þau yrðu fyrir árásum á netinu. Þá átti skólinn líka að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum að skólanum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengdist fjölbreytni, jöfnuði og innlimun. Forsetinn vill að nemendur og kennarar við skólann hafi minna vald innan skólans og skólastjórnendur tilkynni hegðunarbrot alla erlenda nemenda til alríkisyfirvalda. Einnig eigi að ráða inn utanaðkomandi aðila í hverja fræðadeild til að tryggja að hver deild sé með „fjölbreytt sjónarmið.“ Samkvæmt umfjöllun New York Times kom ekki fram hver fjölbreyttu sjónarmiðin væru en það þýði alla jafna íhaldssöm sjónarmið. Föstudag síðastliðinn sendi forsetinn skólastjórnendum bréf þar sem hann krafðist þessara skilyrða. Stjórnendur Harvard hafa nú neitað að verða að þessum skilyrðum. „Engin stjórnvöld, sama hvaða flokkur er við stjórnvölinn, ætti að ákveða hvað einkareknir skólar mega kenna, hverjum þeir hleypa inn og ráða, hvað þeir kenna og hvaða rannsóknarsvið þeir stunda rannsóknir á,“ sagði Alan Garber, forseti Harvard, í yfirlýsingu.
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira