Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. apríl 2025 23:31 Donald Trump hefur sett Harvard háskólanum skilyrði. EPA Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. Málið hófst í lok mars þegar stjórn forsetans sagðist ætla endurskoða níu milljarða dollara styrk ríkisins til Harvard skólans. Styrkurinn samsvarar rúmri einni billjón íslenskra króna. Reuters greindi frá að ástæðan væri andgyðingsleg hegðun á skólalóð Harvard. Nemendur Harvard, auk annarra háskóla í landinu, höfðu tekið upp á að mótmæla árás Ísraela á Palestínu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vildi þá koma í gegn ýmsum stefnubreytingum innan skólans og segist ætla hætta styrkja Harvard samþykki þeir ekki breytingarnar. Meðal skilyrðanna er að banna andlitsgrímur á skólalóðinni, en nemendur sem mótmæltu voru oft með grímur svo þau þekktust ekki til að koma í veg fyrir að þau yrðu fyrir árásum á netinu. Þá átti skólinn líka að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum að skólanum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengdist fjölbreytni, jöfnuði og innlimun. Forsetinn vill að nemendur og kennarar við skólann hafi minna vald innan skólans og skólastjórnendur tilkynni hegðunarbrot alla erlenda nemenda til alríkisyfirvalda. Einnig eigi að ráða inn utanaðkomandi aðila í hverja fræðadeild til að tryggja að hver deild sé með „fjölbreytt sjónarmið.“ Samkvæmt umfjöllun New York Times kom ekki fram hver fjölbreyttu sjónarmiðin væru en það þýði alla jafna íhaldssöm sjónarmið. Föstudag síðastliðinn sendi forsetinn skólastjórnendum bréf þar sem hann krafðist þessara skilyrða. Stjórnendur Harvard hafa nú neitað að verða að þessum skilyrðum. „Engin stjórnvöld, sama hvaða flokkur er við stjórnvölinn, ætti að ákveða hvað einkareknir skólar mega kenna, hverjum þeir hleypa inn og ráða, hvað þeir kenna og hvaða rannsóknarsvið þeir stunda rannsóknir á,“ sagði Alan Garber, forseti Harvard, í yfirlýsingu. Háskólar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Sjá meira
Málið hófst í lok mars þegar stjórn forsetans sagðist ætla endurskoða níu milljarða dollara styrk ríkisins til Harvard skólans. Styrkurinn samsvarar rúmri einni billjón íslenskra króna. Reuters greindi frá að ástæðan væri andgyðingsleg hegðun á skólalóð Harvard. Nemendur Harvard, auk annarra háskóla í landinu, höfðu tekið upp á að mótmæla árás Ísraela á Palestínu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vildi þá koma í gegn ýmsum stefnubreytingum innan skólans og segist ætla hætta styrkja Harvard samþykki þeir ekki breytingarnar. Meðal skilyrðanna er að banna andlitsgrímur á skólalóðinni, en nemendur sem mótmæltu voru oft með grímur svo þau þekktust ekki til að koma í veg fyrir að þau yrðu fyrir árásum á netinu. Þá átti skólinn líka að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum að skólanum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengdist fjölbreytni, jöfnuði og innlimun. Forsetinn vill að nemendur og kennarar við skólann hafi minna vald innan skólans og skólastjórnendur tilkynni hegðunarbrot alla erlenda nemenda til alríkisyfirvalda. Einnig eigi að ráða inn utanaðkomandi aðila í hverja fræðadeild til að tryggja að hver deild sé með „fjölbreytt sjónarmið.“ Samkvæmt umfjöllun New York Times kom ekki fram hver fjölbreyttu sjónarmiðin væru en það þýði alla jafna íhaldssöm sjónarmið. Föstudag síðastliðinn sendi forsetinn skólastjórnendum bréf þar sem hann krafðist þessara skilyrða. Stjórnendur Harvard hafa nú neitað að verða að þessum skilyrðum. „Engin stjórnvöld, sama hvaða flokkur er við stjórnvölinn, ætti að ákveða hvað einkareknir skólar mega kenna, hverjum þeir hleypa inn og ráða, hvað þeir kenna og hvaða rannsóknarsvið þeir stunda rannsóknir á,“ sagði Alan Garber, forseti Harvard, í yfirlýsingu.
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Sjá meira