Erlent

Hafa nú lýst yfir stofnun ríkis­stjórnar í landinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Súdanskir flóttamenn í Egyptalandi snúa aftur heim eftir að herinn í Súdan tók völd. Myndin er tekin af flóttakonum í Kaíró á söfnunarstað áður en þeir héldu aftur heim sjálfviljugar þann 12. apríl.
Súdanskir flóttamenn í Egyptalandi snúa aftur heim eftir að herinn í Súdan tók völd. Myndin er tekin af flóttakonum í Kaíró á söfnunarstað áður en þeir héldu aftur heim sjálfviljugar þann 12. apríl. Vísir/EPA

Uppreisnarmenn í Afríkuríkinu Súdan hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu sem þeir segja koma í stað þeirrar sem fyrir er, en nú eru tvö ár liðin síðan borgarastríð braust út í Súdan með þeim afleiðingum að þar er nú talin mesta mannúðarkrísan á jörðinni.

Leiðtogi RSF sveitanna, Mohamed Hemedti Dagalo segir að hann og hans menn séu framtíð Súdans. Yfirlýsing uppreisnarmanna kemur á sama tíma og Bretar halda alþjóðlega ráðstefnu þar sem ástandið í Súdan er til umfjöllunar. 

Talið er að þrjátíu milljónir manna séu í mikilli neyð í landinu og ekkert lát er á bardögum. Í gær gerði stjórnarherinn árásir á borgina el-Fasher sem lýtur stjórn RSF sem leiddu til þess að hundruð þúsunda þurftu að flýja Zamzam flóttamannbúðirnar við borgina. 

Talið er að á þeim tveimur árum sem liðin eru frá upphafi stríðsins hafi um 150 þúsund almennir borgarar látið lífið og fleiri en tólf milljónir neyðst til að leggja á flótta og hafast við í flóttamannabúðum við bág kjör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×