Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 23:52 Hollensk frjósemisfyrirtæki beygðu reglurnar eftir hentisemi sinni í áratugi. Getty Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. Félagið segir að sumar frjósemisklíníkurnar hafi vísvitandi notað sama sæðisskammtinn allt að 25 sinnum, skipt sæðisskömmtum út án tilskilinnar pappírsvinnu og upplýsts samþykkis gjafans, auk þess að leyfa sama gjafanum að gefa sæði á mörgum frjósemisstofum. Fulltrúar félagsins ræddu við hollenska fréttaþáttinn Nieuwsuur í kvöld. „Tala svokallaðra „fjöldagjafa“ ætti að vera núll. Fyrir hönd stéttarinnar allar, viljum við biðjast afsökunar. Við bárum okkur ekki að eins og við hefðum átt að gera,“ segir Marieke Schoonenberg kvensjúkdómalæknir. Í Hollandi kveða lög á um að sæðisgjafi megi ekki feðra fleiri börn en 12 en áður fyrr var miðað við 25. Með þeim er reynt að koma í veg fyrir óvænt sifjaspell. Lögin tóku gildi árið 1992 en vegna strangra persónuverndalaga hefur reynst erfitt að framfylgja þeim samkvæmt umfjöllun breska miðilsins Guardian. Vegna þessara erfiðleika var ákveðið að koma skyldi upp skráningarkerfi sæðisgjafa og mæðra barna sæðisgjafa sem átti að tryggja það að sæði sama gjafa yrði ekki notað við fleiri en tólf getnaði. Það kerfi var ekki tekið í gagnið fyrr en í þessum mánuði. „Fyrir vikið vitum við fyrst nú nákvæman fjölda barna sem hver gjafi hefur feðrað,“ segir Marieke en samkvæmt gagnagrunninum eru að minnsta kosti 85 manns sem feðrað hafa 25 eða fleiri börn. Flestir sæðisgjafarnir hafa feðrað á bilinu 26 til 40 börn en allnokkrir á bilinu 50 til 75. Þeirra á meðal eru einnig tíu frjósemislæknar sem hafa notað eigið sæði til að feðra tugi barna í trássi við lög og almennt siðferði. Sá sæðisgjafi sem feðrað hefur flest börn að því er vitað er er einn Jonathan Jacob Meijer. Hann hefur feðrað 550 börn hið minnsta um víða veröld en á annað hundrað þeirra voru feðruð á hollenskum frjósemisklíníkum. Um hann framleiddi Netflix heimildamynd sem ber hið lýsandi nafn: „Maðurinn sem á þúsund börn.“ Frjósemi Holland Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira
Félagið segir að sumar frjósemisklíníkurnar hafi vísvitandi notað sama sæðisskammtinn allt að 25 sinnum, skipt sæðisskömmtum út án tilskilinnar pappírsvinnu og upplýsts samþykkis gjafans, auk þess að leyfa sama gjafanum að gefa sæði á mörgum frjósemisstofum. Fulltrúar félagsins ræddu við hollenska fréttaþáttinn Nieuwsuur í kvöld. „Tala svokallaðra „fjöldagjafa“ ætti að vera núll. Fyrir hönd stéttarinnar allar, viljum við biðjast afsökunar. Við bárum okkur ekki að eins og við hefðum átt að gera,“ segir Marieke Schoonenberg kvensjúkdómalæknir. Í Hollandi kveða lög á um að sæðisgjafi megi ekki feðra fleiri börn en 12 en áður fyrr var miðað við 25. Með þeim er reynt að koma í veg fyrir óvænt sifjaspell. Lögin tóku gildi árið 1992 en vegna strangra persónuverndalaga hefur reynst erfitt að framfylgja þeim samkvæmt umfjöllun breska miðilsins Guardian. Vegna þessara erfiðleika var ákveðið að koma skyldi upp skráningarkerfi sæðisgjafa og mæðra barna sæðisgjafa sem átti að tryggja það að sæði sama gjafa yrði ekki notað við fleiri en tólf getnaði. Það kerfi var ekki tekið í gagnið fyrr en í þessum mánuði. „Fyrir vikið vitum við fyrst nú nákvæman fjölda barna sem hver gjafi hefur feðrað,“ segir Marieke en samkvæmt gagnagrunninum eru að minnsta kosti 85 manns sem feðrað hafa 25 eða fleiri börn. Flestir sæðisgjafarnir hafa feðrað á bilinu 26 til 40 börn en allnokkrir á bilinu 50 til 75. Þeirra á meðal eru einnig tíu frjósemislæknar sem hafa notað eigið sæði til að feðra tugi barna í trássi við lög og almennt siðferði. Sá sæðisgjafi sem feðrað hefur flest börn að því er vitað er er einn Jonathan Jacob Meijer. Hann hefur feðrað 550 börn hið minnsta um víða veröld en á annað hundrað þeirra voru feðruð á hollenskum frjósemisklíníkum. Um hann framleiddi Netflix heimildamynd sem ber hið lýsandi nafn: „Maðurinn sem á þúsund börn.“
Frjósemi Holland Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira