Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. apríl 2025 16:51 Lo Kinhei er formaður Lýðræðisflokksins. AP/Chan Long Hei Síðasti af helstu stjórnarandstöðuflokkum starfandi í Hong Kong verður leystur upp. Fyrsta skrefið var stigið í átt að því í dag á sérstökum fundi í skugga mikils þrýstings og hótana frá kínverskum stjórnvöldum. Fimm hátt settir einstaklingar innan flokksins sögðu í samtali við miðilinn Reuters að kínverskir embættismenn hefðu hótað stjórnarmönnum Lýðræðisflokksins handtöku eða verra verði flokkurinn ekki leystur upp. Lýðveldisflokkurinn var stofnaður þremur árum áður en að Bretar létu sjálfstjórnarsvæðið Hong Kong af hendi árið 1997. Síðan þá hefur hann verið helsta mótvægisafl við auknu valdi kínverskra stjórnvalda á þingi Hong Kong. Lo Kinhei formaður segir að 90 prósent flokksmeðlima hafi greitt atkvæði með því að setja á laggirnar þriggja manna nefnd til að undirbúa upplausn flokksins. „Ég vona að stjórnmálaflokkar Hong Kong muni halda áfram að vinna í þágu fólksins. Við vonuðumst alltaf eftir því að fá að þjóna fólkinu í Hong Kong og gera góða hluti fyrir samfélagið,“ segir hann í samtali við fréttamenn eftir að tilkynnt var um upplausn flokksins. Atkvæðagreiðsla fer fram þar sem allir flokksmeðlimir eru með atkvæði um endanlega upplausn flokksins. Þrír fjórðu hlutar skráðra meðlima þurfa að greiða atkvæði með upplausn til að hún taki gildi. Því er búist við því að ferlinu ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Verði upplausn niðurstaðan sé þriggja áratuga kafla í sögu lýðræðis í Hong Kong lokið og óvíst um framtíðina. Hver einasti sitjandi fulltrúi tilheyrir hópi flokka sem styður aukin ítök kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Yeung Sum, einn stofnanda flokksins, lýsir stöðunni sem uppi er kominni sem synd. Hann segist í samtali við fréttamenn hafa trú á því að íbúar Hong Kong muni ekki gefa lýðræðið upp á bátinn. „Stjórnmálamenningin og baráttan fyrir lýðræði mun halda áfram í Hong Kong á friðsælan hátt,“ segir hann. Að minnsta kosti fimm meðlimir flokksins sitja í fangelsum vegna þátttöku í mótmælum eða annars konar andstöðu við kínversk stjórnvöld. Hong Kong Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fimm hátt settir einstaklingar innan flokksins sögðu í samtali við miðilinn Reuters að kínverskir embættismenn hefðu hótað stjórnarmönnum Lýðræðisflokksins handtöku eða verra verði flokkurinn ekki leystur upp. Lýðveldisflokkurinn var stofnaður þremur árum áður en að Bretar létu sjálfstjórnarsvæðið Hong Kong af hendi árið 1997. Síðan þá hefur hann verið helsta mótvægisafl við auknu valdi kínverskra stjórnvalda á þingi Hong Kong. Lo Kinhei formaður segir að 90 prósent flokksmeðlima hafi greitt atkvæði með því að setja á laggirnar þriggja manna nefnd til að undirbúa upplausn flokksins. „Ég vona að stjórnmálaflokkar Hong Kong muni halda áfram að vinna í þágu fólksins. Við vonuðumst alltaf eftir því að fá að þjóna fólkinu í Hong Kong og gera góða hluti fyrir samfélagið,“ segir hann í samtali við fréttamenn eftir að tilkynnt var um upplausn flokksins. Atkvæðagreiðsla fer fram þar sem allir flokksmeðlimir eru með atkvæði um endanlega upplausn flokksins. Þrír fjórðu hlutar skráðra meðlima þurfa að greiða atkvæði með upplausn til að hún taki gildi. Því er búist við því að ferlinu ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Verði upplausn niðurstaðan sé þriggja áratuga kafla í sögu lýðræðis í Hong Kong lokið og óvíst um framtíðina. Hver einasti sitjandi fulltrúi tilheyrir hópi flokka sem styður aukin ítök kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Yeung Sum, einn stofnanda flokksins, lýsir stöðunni sem uppi er kominni sem synd. Hann segist í samtali við fréttamenn hafa trú á því að íbúar Hong Kong muni ekki gefa lýðræðið upp á bátinn. „Stjórnmálamenningin og baráttan fyrir lýðræði mun halda áfram í Hong Kong á friðsælan hátt,“ segir hann. Að minnsta kosti fimm meðlimir flokksins sitja í fangelsum vegna þátttöku í mótmælum eða annars konar andstöðu við kínversk stjórnvöld.
Hong Kong Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira