Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 14:59 Macron (t.v.) og Netanjahú (t.h.) takast í hendur í Jerúsalem skömmu eftir árás Hamas í október 2023. Þeir ræddu saman í síma um áform Frakka um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki í dag. Vísir/EPA Forsætisráðherra Ísraels lýsti harðri andstöðu við áform frönsku ríkisstjórnarinnar um að viðurkenna Palestínu sem ríki í símtali við forseta Frakklands í dag. Sagði hann að það yrði stórsigur fyrir hryðjuverkastarfsemi Hamas og Íran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagðist í síðustu viku ætla að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki á næstu mánuðum. Hann teldi það sanngjarna niðurstöðu. Þau áform fara þvert ofan í ísraelsk stjórnvöld sem hafa háð stríð gegn Hamas-samtökunum á Gasa frá því að þau gerðu hryðjuverkaárás á Ísrael í október árið 2023. Tugir þúsunda Palestínumanna hafa verið drepnir í stríðinu. Þeir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Macron ræddu saman í síma í dag. Í yfirlýsingu frá skrifstofu Netanjahú kom fram að hann hefði lýst harðri andstöðu við að Frakkland viðurkenndi palestínskt ríki. „Palestínskt ríki aðeins nokkrum mínútum frá ísraelskum borgum yrði höfuðvígi hryðjuverka Írans,“ sagði í yfirlýsingunni en klerkastjórnin í Teheran er bakhjarl Hamas-samtakanna sem ráða Gasa. Sjálfstætt ríki fyrir Palestínumenn hefur lengi verið á meðal forsenda fyrir friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki innan landamæra frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967 frá árinu 2011. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Frakkland Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagðist í síðustu viku ætla að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki á næstu mánuðum. Hann teldi það sanngjarna niðurstöðu. Þau áform fara þvert ofan í ísraelsk stjórnvöld sem hafa háð stríð gegn Hamas-samtökunum á Gasa frá því að þau gerðu hryðjuverkaárás á Ísrael í október árið 2023. Tugir þúsunda Palestínumanna hafa verið drepnir í stríðinu. Þeir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Macron ræddu saman í síma í dag. Í yfirlýsingu frá skrifstofu Netanjahú kom fram að hann hefði lýst harðri andstöðu við að Frakkland viðurkenndi palestínskt ríki. „Palestínskt ríki aðeins nokkrum mínútum frá ísraelskum borgum yrði höfuðvígi hryðjuverka Írans,“ sagði í yfirlýsingunni en klerkastjórnin í Teheran er bakhjarl Hamas-samtakanna sem ráða Gasa. Sjálfstætt ríki fyrir Palestínumenn hefur lengi verið á meðal forsenda fyrir friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki innan landamæra frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967 frá árinu 2011.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Frakkland Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira