Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 19:45 Meðlimir For Women Scotland fagna ákaft eftir uppkvaðningu dómsins. AP Photo/Kin Cheung Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. „Það er einróma ákvörðun þessa dómstóls að hugtökin kona og kyn í jafnréttislögunum frá 2010 vísi til líffræðilegrar konu og líffræðilegs kyns. Við ráðum fólki frá því að líta á þennan dóm sem sigur eins eða fleiri hópa í samfélagi okkar á kostnað annars. Það er hann ekki.“ Þetta sagði Lord Patrick Hodge dómari við Hæstarétt Bretlands þegar hann greindi frá niðurstöðu dómsins. Málið sóttu samtökin For Women Scotland, sem eru andstæðingar trans fólks, gegn skoskum stjórnvöldum vegna laga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana, sem voru samþykkt árið 2018. Virki sem árás á trans fólk Í lögunum er gert ráð fyrir að trans konur teljist konur en stjórnandi samtakanna FWS hefur haldið því fram að með þessu gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Samtökin fögnuðu ákaft þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Það þýðir að skilgreiningin á hugtakinu kona er skýr í lögunum. Nú er ljóst að við erum að vísa til líffræðilegs kyns kvenna og að þegar við sjáum rými eingöngu ætlað konum þýðir það nákvæmlega það: Aðeins konur, engir karlar, ekki einu sinni þótt þeir hafi vottorð um kynleiðréttingu,“ sagði Trina Budge, forstöðukona For Women Scotland, eftir dómsuppsögu. Dómurinn er ekki algildur og á eingöngu við þessi tilteknu lög. Ólíklegt er að trans konur muni finna mikið fyrir áhrifum dómsins frá degi til dags en aktívisti segir þetta skref aftur á bak. „Þetta hefur litla þýðingu. Þetta er árás á transfólk þótt dómarinn hafi lagt sig fram um að útskýra að svo væri ekki. Þetta virkar einfaldlega eins og árás á transfólk og skref í átt að Bandaríkjum Trumps,“ sagði Heather Herbert, trans aktívisti. Málefni trans fólks Hinsegin Bretland Tengdar fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50 Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
„Það er einróma ákvörðun þessa dómstóls að hugtökin kona og kyn í jafnréttislögunum frá 2010 vísi til líffræðilegrar konu og líffræðilegs kyns. Við ráðum fólki frá því að líta á þennan dóm sem sigur eins eða fleiri hópa í samfélagi okkar á kostnað annars. Það er hann ekki.“ Þetta sagði Lord Patrick Hodge dómari við Hæstarétt Bretlands þegar hann greindi frá niðurstöðu dómsins. Málið sóttu samtökin For Women Scotland, sem eru andstæðingar trans fólks, gegn skoskum stjórnvöldum vegna laga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana, sem voru samþykkt árið 2018. Virki sem árás á trans fólk Í lögunum er gert ráð fyrir að trans konur teljist konur en stjórnandi samtakanna FWS hefur haldið því fram að með þessu gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Samtökin fögnuðu ákaft þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Það þýðir að skilgreiningin á hugtakinu kona er skýr í lögunum. Nú er ljóst að við erum að vísa til líffræðilegs kyns kvenna og að þegar við sjáum rými eingöngu ætlað konum þýðir það nákvæmlega það: Aðeins konur, engir karlar, ekki einu sinni þótt þeir hafi vottorð um kynleiðréttingu,“ sagði Trina Budge, forstöðukona For Women Scotland, eftir dómsuppsögu. Dómurinn er ekki algildur og á eingöngu við þessi tilteknu lög. Ólíklegt er að trans konur muni finna mikið fyrir áhrifum dómsins frá degi til dags en aktívisti segir þetta skref aftur á bak. „Þetta hefur litla þýðingu. Þetta er árás á transfólk þótt dómarinn hafi lagt sig fram um að útskýra að svo væri ekki. Þetta virkar einfaldlega eins og árás á transfólk og skref í átt að Bandaríkjum Trumps,“ sagði Heather Herbert, trans aktívisti.
Málefni trans fólks Hinsegin Bretland Tengdar fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50 Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50
Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47