Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. apríl 2025 12:20 Starfsmenn hafa sést mótmæla fyrir utan hótel á eyjunni. Vísir/Tómas Um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn á Tenerife og öðrum Kanaríeyjum eru í verkfalli. Íslendingur á eyjunni segir háværa mótmælendur standa fyrir utan flest hótelin. „Já ég er staddur um hundrað metrum frá mótmælum við GF Victoria sem er vinsælt hótel meðal Íslendinga. Mér sýnist flestir vera farnir í hádegismat af mótmælendunum en hér hafa verið um þrjátíu til fjörutíu manns í hvítu og rauðu að öskra og blása í lúðra. Það eru mikil læti sem fylgja þessu,“ segir Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. Starfsmennirnir hafa lagt niður störf sín í mótmælaskyni vegna kjaraviðræðna sem þau eiga í við Samtök atvinnurekenda þarlendis. Verkfallið hefur verið boðað í dag og á morgun. Hann vaknaði við lætin í morgun þegar tugi hótelstarfsmanna hófu mótmælin sín fyrir utan helstu hótel Tenerife. „Ég hef ekki orðið fyrir miklum áhrifum af verkfallinu en ég er hérna í íbúð en ekki á hóteli en ég vaknaði samt sem áður klukkan átta við þessi læti og hélt bara að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Ég stökk á fætur þegar ég heyrði bílflautur og fleira.“ Þrátt fyrir að vera sjálfur ekki á hóteli hefur Tómas sjálfur orðið var við mótmælin. Fjöldinn allur af Íslendingum sé á Tenerife og má áætla að margir þeirra dvelji á hinum ýmsu hótelum. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. „Ég fór hérna að hlaupa í morgun og hljóp framhjá fjórum hótelum þar sem þar var svona svipaður fjöldi að mótmæla með svipuðum aðferðum, flautum og fleira. Það er alveg pottþétt að þetta hafi áhrif á páskafrí Íslendinga enda er morandi í Íslendingum hérna á svæðinu. Maður heyri eiginlega meira í íslensku en spænsku,“ segir Tómas. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Canarian Weekly settu stjórnvöld á reglu um fimmtán til 25 prósenta lágmarksviðveru starfsmannanna. Páskarnir eru afar vinsæll tími til að heimsækja eyjurnar „Mér skilst að stjórnvöld hafi sett á einhverja reglu hérna um lágmarksþjónustu á hótelum sem hefur auðvitað mætt einhverri gagnrýni frá mótmælendum og verkalýðsfélögum hérna á eyjunni. Mér skilst að þjónustan sé í lágmarki, ég hef heyrt frá einhverjum Íslendingum sem eru á hótelum hérna að þeir hafi tekið eftir aðeins skertri þjónustu en samt gengur að mestu leiti sinn vanagang innan hótelsins fyrir utan lætin og hávaðann,“ segir Tómas. Kanaríeyjar Kjaramál Tengdar fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
„Já ég er staddur um hundrað metrum frá mótmælum við GF Victoria sem er vinsælt hótel meðal Íslendinga. Mér sýnist flestir vera farnir í hádegismat af mótmælendunum en hér hafa verið um þrjátíu til fjörutíu manns í hvítu og rauðu að öskra og blása í lúðra. Það eru mikil læti sem fylgja þessu,“ segir Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. Starfsmennirnir hafa lagt niður störf sín í mótmælaskyni vegna kjaraviðræðna sem þau eiga í við Samtök atvinnurekenda þarlendis. Verkfallið hefur verið boðað í dag og á morgun. Hann vaknaði við lætin í morgun þegar tugi hótelstarfsmanna hófu mótmælin sín fyrir utan helstu hótel Tenerife. „Ég hef ekki orðið fyrir miklum áhrifum af verkfallinu en ég er hérna í íbúð en ekki á hóteli en ég vaknaði samt sem áður klukkan átta við þessi læti og hélt bara að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Ég stökk á fætur þegar ég heyrði bílflautur og fleira.“ Þrátt fyrir að vera sjálfur ekki á hóteli hefur Tómas sjálfur orðið var við mótmælin. Fjöldinn allur af Íslendingum sé á Tenerife og má áætla að margir þeirra dvelji á hinum ýmsu hótelum. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður Stöðvar 2, sem staddur er á Tenerife. „Ég fór hérna að hlaupa í morgun og hljóp framhjá fjórum hótelum þar sem þar var svona svipaður fjöldi að mótmæla með svipuðum aðferðum, flautum og fleira. Það er alveg pottþétt að þetta hafi áhrif á páskafrí Íslendinga enda er morandi í Íslendingum hérna á svæðinu. Maður heyri eiginlega meira í íslensku en spænsku,“ segir Tómas. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Canarian Weekly settu stjórnvöld á reglu um fimmtán til 25 prósenta lágmarksviðveru starfsmannanna. Páskarnir eru afar vinsæll tími til að heimsækja eyjurnar „Mér skilst að stjórnvöld hafi sett á einhverja reglu hérna um lágmarksþjónustu á hótelum sem hefur auðvitað mætt einhverri gagnrýni frá mótmælendum og verkalýðsfélögum hérna á eyjunni. Mér skilst að þjónustan sé í lágmarki, ég hef heyrt frá einhverjum Íslendingum sem eru á hótelum hérna að þeir hafi tekið eftir aðeins skertri þjónustu en samt gengur að mestu leiti sinn vanagang innan hótelsins fyrir utan lætin og hávaðann,“ segir Tómas.
Kanaríeyjar Kjaramál Tengdar fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Talið er að um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn séu í verkfalli á fjórum eyjum Kanaríeyja, þeirra á meðal Tenerife. Hópar starfsmanna í verkfalli mætti fyrir utan hótelin í mótmælaskyni. 17. apríl 2025 10:50