Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 09:15 Frá mótmælum á Harvard-háskólasvæðinu gegn handtöku nemenda við annan háskóla sem hafði mótmælt hernaði Ísraela á Gasa. Vísir/EPA Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. Harvard varð fyrsti stóri háskólinn í Bandaríkjunum sem hafnaði kröfum alríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Alríkisstjórnin heldur því fram að skilyrði sem hún setti fyrir áframhaldandi fjárframlögum til skólans eigi að efla baráttu gegn gyðingaandúð í háskólum. Skilyrðin fólu meðal annars í sér að skólinn breytti stjórn sinni, ráðningum og inntökuskilyrðum. Alan Garber, forseti Havard-háskóla, sagði í bréfi til starfsmanna og nemenda í gær að Hvíta húsið hefði sent lista með nýjum kröfum á föstudag. Þeim hefði fylgt hótun um að skólinn yrði sviptur fjárveitingum ef hann léti ekki undan þeim. Harvard ætlaði engu að síður hvorki að gefa eftir sjálfstæði sitt né stjórnarskrárvarin réttindi. Ríkisstjórnin gengi of langt í kröfum sínum sem gengju flestar út á að veita henni beina stjórn yfir „vitsmunalegum aðstæðum“ í Harvard. Menntamálaráðuneytið lýsti því skömmu síðar yfir að fjárveiting upp á 2,2 milljarða dollara og 60 milljónir í samninga við Harvard hefðu verið frystar. Yfirlýsing forseta skólans sýndi að stærstu og frægustu háskólar landsins væru haldnir heimtufrekju. Vilja að skólinn klagi nemendur og leyfi stjórnvöldum að hlutast til um námsskrár Kröfur repúblikanastjórnarinnar á hendur háskólanna má rekja til andúðar hennar á mótmælum háskólanema gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Repúblikanar hafa sakað stjórnendur háskólanna um að gera ekki nóg til þess að tryggja öryggi gyðinga sem stunda nám við þá. Á meðal þeirra krafna sem alríkisstjórnin gerði til Harvard var að skólinn þyrfti að tilkynna yfirvöldum um nemendur sem væru andsnúnir „bandarískum gildum“ og að ráða einhvern sem væri alríkisstjórninni þóknanlegur til þess að fara yfir námsskrár og deildir sem „kynda mest undir áreitni í garð gyðinga“. Ríkisstjórnin hefur þegar látið handtaka nokkra námsmenn sem andmæltu hernaðinum á Gasa á einhvern hátt og stefnir að því að vísa þeim úr landi þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið sakaðir um nokkurn glæp. Byggir stjórnin brottvísanirnar á ákvæði í lögum frá kalda stríðinu um að vísa megi fólki úr landi ef utanríkisráðuneytið telur það geta skaðað utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Bandaríkin Skóla- og menntamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Harvard varð fyrsti stóri háskólinn í Bandaríkjunum sem hafnaði kröfum alríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Alríkisstjórnin heldur því fram að skilyrði sem hún setti fyrir áframhaldandi fjárframlögum til skólans eigi að efla baráttu gegn gyðingaandúð í háskólum. Skilyrðin fólu meðal annars í sér að skólinn breytti stjórn sinni, ráðningum og inntökuskilyrðum. Alan Garber, forseti Havard-háskóla, sagði í bréfi til starfsmanna og nemenda í gær að Hvíta húsið hefði sent lista með nýjum kröfum á föstudag. Þeim hefði fylgt hótun um að skólinn yrði sviptur fjárveitingum ef hann léti ekki undan þeim. Harvard ætlaði engu að síður hvorki að gefa eftir sjálfstæði sitt né stjórnarskrárvarin réttindi. Ríkisstjórnin gengi of langt í kröfum sínum sem gengju flestar út á að veita henni beina stjórn yfir „vitsmunalegum aðstæðum“ í Harvard. Menntamálaráðuneytið lýsti því skömmu síðar yfir að fjárveiting upp á 2,2 milljarða dollara og 60 milljónir í samninga við Harvard hefðu verið frystar. Yfirlýsing forseta skólans sýndi að stærstu og frægustu háskólar landsins væru haldnir heimtufrekju. Vilja að skólinn klagi nemendur og leyfi stjórnvöldum að hlutast til um námsskrár Kröfur repúblikanastjórnarinnar á hendur háskólanna má rekja til andúðar hennar á mótmælum háskólanema gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Repúblikanar hafa sakað stjórnendur háskólanna um að gera ekki nóg til þess að tryggja öryggi gyðinga sem stunda nám við þá. Á meðal þeirra krafna sem alríkisstjórnin gerði til Harvard var að skólinn þyrfti að tilkynna yfirvöldum um nemendur sem væru andsnúnir „bandarískum gildum“ og að ráða einhvern sem væri alríkisstjórninni þóknanlegur til þess að fara yfir námsskrár og deildir sem „kynda mest undir áreitni í garð gyðinga“. Ríkisstjórnin hefur þegar látið handtaka nokkra námsmenn sem andmæltu hernaðinum á Gasa á einhvern hátt og stefnir að því að vísa þeim úr landi þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið sakaðir um nokkurn glæp. Byggir stjórnin brottvísanirnar á ákvæði í lögum frá kalda stríðinu um að vísa megi fólki úr landi ef utanríkisráðuneytið telur það geta skaðað utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Skóla- og menntamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira