Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 09:15 Frá mótmælum á Harvard-háskólasvæðinu gegn handtöku nemenda við annan háskóla sem hafði mótmælt hernaði Ísraela á Gasa. Vísir/EPA Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. Harvard varð fyrsti stóri háskólinn í Bandaríkjunum sem hafnaði kröfum alríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Alríkisstjórnin heldur því fram að skilyrði sem hún setti fyrir áframhaldandi fjárframlögum til skólans eigi að efla baráttu gegn gyðingaandúð í háskólum. Skilyrðin fólu meðal annars í sér að skólinn breytti stjórn sinni, ráðningum og inntökuskilyrðum. Alan Garber, forseti Havard-háskóla, sagði í bréfi til starfsmanna og nemenda í gær að Hvíta húsið hefði sent lista með nýjum kröfum á föstudag. Þeim hefði fylgt hótun um að skólinn yrði sviptur fjárveitingum ef hann léti ekki undan þeim. Harvard ætlaði engu að síður hvorki að gefa eftir sjálfstæði sitt né stjórnarskrárvarin réttindi. Ríkisstjórnin gengi of langt í kröfum sínum sem gengju flestar út á að veita henni beina stjórn yfir „vitsmunalegum aðstæðum“ í Harvard. Menntamálaráðuneytið lýsti því skömmu síðar yfir að fjárveiting upp á 2,2 milljarða dollara og 60 milljónir í samninga við Harvard hefðu verið frystar. Yfirlýsing forseta skólans sýndi að stærstu og frægustu háskólar landsins væru haldnir heimtufrekju. Vilja að skólinn klagi nemendur og leyfi stjórnvöldum að hlutast til um námsskrár Kröfur repúblikanastjórnarinnar á hendur háskólanna má rekja til andúðar hennar á mótmælum háskólanema gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Repúblikanar hafa sakað stjórnendur háskólanna um að gera ekki nóg til þess að tryggja öryggi gyðinga sem stunda nám við þá. Á meðal þeirra krafna sem alríkisstjórnin gerði til Harvard var að skólinn þyrfti að tilkynna yfirvöldum um nemendur sem væru andsnúnir „bandarískum gildum“ og að ráða einhvern sem væri alríkisstjórninni þóknanlegur til þess að fara yfir námsskrár og deildir sem „kynda mest undir áreitni í garð gyðinga“. Ríkisstjórnin hefur þegar látið handtaka nokkra námsmenn sem andmæltu hernaðinum á Gasa á einhvern hátt og stefnir að því að vísa þeim úr landi þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið sakaðir um nokkurn glæp. Byggir stjórnin brottvísanirnar á ákvæði í lögum frá kalda stríðinu um að vísa megi fólki úr landi ef utanríkisráðuneytið telur það geta skaðað utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Bandaríkin Skóla- og menntamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Harvard varð fyrsti stóri háskólinn í Bandaríkjunum sem hafnaði kröfum alríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Alríkisstjórnin heldur því fram að skilyrði sem hún setti fyrir áframhaldandi fjárframlögum til skólans eigi að efla baráttu gegn gyðingaandúð í háskólum. Skilyrðin fólu meðal annars í sér að skólinn breytti stjórn sinni, ráðningum og inntökuskilyrðum. Alan Garber, forseti Havard-háskóla, sagði í bréfi til starfsmanna og nemenda í gær að Hvíta húsið hefði sent lista með nýjum kröfum á föstudag. Þeim hefði fylgt hótun um að skólinn yrði sviptur fjárveitingum ef hann léti ekki undan þeim. Harvard ætlaði engu að síður hvorki að gefa eftir sjálfstæði sitt né stjórnarskrárvarin réttindi. Ríkisstjórnin gengi of langt í kröfum sínum sem gengju flestar út á að veita henni beina stjórn yfir „vitsmunalegum aðstæðum“ í Harvard. Menntamálaráðuneytið lýsti því skömmu síðar yfir að fjárveiting upp á 2,2 milljarða dollara og 60 milljónir í samninga við Harvard hefðu verið frystar. Yfirlýsing forseta skólans sýndi að stærstu og frægustu háskólar landsins væru haldnir heimtufrekju. Vilja að skólinn klagi nemendur og leyfi stjórnvöldum að hlutast til um námsskrár Kröfur repúblikanastjórnarinnar á hendur háskólanna má rekja til andúðar hennar á mótmælum háskólanema gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Repúblikanar hafa sakað stjórnendur háskólanna um að gera ekki nóg til þess að tryggja öryggi gyðinga sem stunda nám við þá. Á meðal þeirra krafna sem alríkisstjórnin gerði til Harvard var að skólinn þyrfti að tilkynna yfirvöldum um nemendur sem væru andsnúnir „bandarískum gildum“ og að ráða einhvern sem væri alríkisstjórninni þóknanlegur til þess að fara yfir námsskrár og deildir sem „kynda mest undir áreitni í garð gyðinga“. Ríkisstjórnin hefur þegar látið handtaka nokkra námsmenn sem andmæltu hernaðinum á Gasa á einhvern hátt og stefnir að því að vísa þeim úr landi þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið sakaðir um nokkurn glæp. Byggir stjórnin brottvísanirnar á ákvæði í lögum frá kalda stríðinu um að vísa megi fólki úr landi ef utanríkisráðuneytið telur það geta skaðað utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Skóla- og menntamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira