Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 22:57 Antoni Gaudí i Cornet er þekktastur fyrir að hafa teiknað hina víðfrægu Yfirbótakirkju heilögu fjölskyldunnar, eða Sagrada família eins og hún er betur þekkt. Vísir Páfagarður hefur gefið út að arkitektinn katalónski Antonio Gaudí sé kominn skrefi nær því að verða tekinn í tölu dýrðlinga. Í tilkynningu frá embætti páfans kemur fram að hann hafi á einum sínu fyrstu embættisverkum eftir að hafa legið lengi í alvarlegum veikindum viðurkennt „hetjulegar dyggðir“ Gaudí en hann hefur oft verið kallaður „arkitekt guðs.“ Þessi viðurkenning páfans er fyrsta skrefið af mörgum í átt til þess að vera tekinn í tölu dýrðlinga. Gaudí er þekktastur fyrir að vera maðurinn á bak við Yfirbótakirkju heilögu fjölskyldunnar í Barselóna, sem er yfirleitt kölluð Sagrada família. Hann stendur einnig að fleiri þekktum áfangastöðum ferðamanna í borginni svo sem safni tileinkuðu honum og fjöldanum öllum að frægustu mannvirkjum borgarinnar. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa dýrkendur hans barist fyrir því að hann verði tekinn í dýrðlingatölu í fleiri áratugi og bent á það að meistaraverk hans, draumkenndir turnar þess og hvernig ljósið leikur um það inn um gluggana, hafi snúið fólki til kaþólskrar trúar. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því,“ er haft eftir þáverandi formanni samtakanna um dýrðlingavæðingu Gaudí, José Manuel Almuzara, árið 2003. Hann sagði hreyfingu sem teldi allt að 80 þúsund kaþólikka biðja til hans. Yfirbótakirkju heilögu fjölskyldunnar hefur verið í byggingu síðan 1882. Öllum þessum árum síðar stendur hún enn ókláruð. Benedikt sextándi vígði kirkjuna árið 2010 og lofaði Gaudí. Hann sagði kirkjuna bera vott um snilligáfu Gaudí og kallaði hana „lofsöng til drottins úr steini.“ Páfagarður Spánn Arkitektúr Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Í tilkynningu frá embætti páfans kemur fram að hann hafi á einum sínu fyrstu embættisverkum eftir að hafa legið lengi í alvarlegum veikindum viðurkennt „hetjulegar dyggðir“ Gaudí en hann hefur oft verið kallaður „arkitekt guðs.“ Þessi viðurkenning páfans er fyrsta skrefið af mörgum í átt til þess að vera tekinn í tölu dýrðlinga. Gaudí er þekktastur fyrir að vera maðurinn á bak við Yfirbótakirkju heilögu fjölskyldunnar í Barselóna, sem er yfirleitt kölluð Sagrada família. Hann stendur einnig að fleiri þekktum áfangastöðum ferðamanna í borginni svo sem safni tileinkuðu honum og fjöldanum öllum að frægustu mannvirkjum borgarinnar. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa dýrkendur hans barist fyrir því að hann verði tekinn í dýrðlingatölu í fleiri áratugi og bent á það að meistaraverk hans, draumkenndir turnar þess og hvernig ljósið leikur um það inn um gluggana, hafi snúið fólki til kaþólskrar trúar. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því,“ er haft eftir þáverandi formanni samtakanna um dýrðlingavæðingu Gaudí, José Manuel Almuzara, árið 2003. Hann sagði hreyfingu sem teldi allt að 80 þúsund kaþólikka biðja til hans. Yfirbótakirkju heilögu fjölskyldunnar hefur verið í byggingu síðan 1882. Öllum þessum árum síðar stendur hún enn ókláruð. Benedikt sextándi vígði kirkjuna árið 2010 og lofaði Gaudí. Hann sagði kirkjuna bera vott um snilligáfu Gaudí og kallaði hana „lofsöng til drottins úr steini.“
Páfagarður Spánn Arkitektúr Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira