Sigurvin Lárus Jónsson

Fréttamynd

Sagna­arfur Biblíunnar

Biblían er safn rita sem lagt hefur grundvöllinn að trúarlífi, siðferðis- og lagaumhverfi og menningararfi Íslendinga frá örófi alda og án þekkingar á henni erum við sem samfélag illa í stakk búin til að takast á við viðfangsefni samtímans.

Skoðun
Fréttamynd

Seigla, trú og geð­heil­brigði

Angela Lee Duckworth hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir að ræða um seiglu og hversu mikilvægt það er að þjálfa seiglu í lífinu, sérstaklega hjá ungu fólki. Í vinsælum TED fyrirlestri segir Duckworth frá því að hún hafi sem ung kona sagt upp starfi í atvinnulífinu til að kenna börnum í 8. bekk stærðfræði. Í kennslu hafi hún uppgötvað að það sem aðgreinir nemendur eftir árangri væri ekki greind, enda geta flestir náð tökum á 8. bekkjar stærðfræði, heldur seigla (e. Grit).

Skoðun
Fréttamynd

„Með Guði vin­konu okkar“

Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir er ekki einungis brautryðjandi í því að sækjast eftir og þiggja prestvígslu innan íslensku Þjóðkirkjunnar fyrst kvenna, tímamótum sem við fögnum um þessa helgi, heldur einnig sem kvennaguðfræðingur og ritskýrandi. Í þessari grein vil ég fjalla um ritstörf Auðar Eirar og vil draga fram þætti í hennar guðfræði sem eru óvenjulegir og jafnvel einstakir á heimsvísu, m.a. hina samfélagslegu vídd í hennar ritskýringu og áhersluna á gleði og vináttu við vinkonuna Guð.

Skoðun
Fréttamynd

Tón­list í gleði og sorg

Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega.

Skoðun
Fréttamynd

Jesús var dauðarokkari

Tuttugasta öldin var í senn blóðugasta öld mannkynssögunnar og sú sem séð hefur hraðstígustu framfarir í tækni, mannlífi og menningu. Þegar litið er yfir Öld öfganna eins og sagnfræðingurinn Eric Hobsbawn kallaði hana má sjá tilburði til valda og einræðis á vettvangi stjórnmála, trúarbragða og stórfyrirtækja, sem leitt hafa af sér skelfilegar afleiðingar fyrir menn og náttúru, og sífellt andóf þeirra sem sviðið hafa undan slíku ofbeldi og mótmælt því.

Skoðun
Fréttamynd

Síðasta kyn­slóðin!

Það er okkar að velja hvort við viljum verða síðasta kynslóðin, eins og aðgerðarsamtökin þýsku nefna sig, sem fær að njóta öryggis og gæða frá náttúrunnar hendi. Til að svo megi ekki verða þurfum við parrhesiu og metanoiu.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar mús­limi bað í beinni á Rás 1

Ég starfaði í Neskirkju við Hagatorg í nær 10 ár, hóf þar störf að loknu guðfræðinámi haustið 2006 og lauk störfum vorið 2016 þegar ég fór til framhaldsnáms erlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Biskup Ís­lands eða þröngra hags­muna?

Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans.

Skoðun
Fréttamynd

Þarf að endur­nýja hjú­skapar­heit?

Á dagatali okkar keppast þrír dagar um að minna á mikilvægi ástarinnar. Bóndadagur við upphaf Þorra, konudagur við upphaf Góu og yngsti menningargesturinn okkar, Valentínusardagurinn. Ástina þarf að rækta og því er þessi dagaþrenning kærkomin áminning um að nýta hvert tækifæri til að sýna maka okkar hversu dýrmæt hán, hún eða hann er okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Ástar­sögur úr hvers­deginum

Sú mynd sem birtist ungu fólki á Instagram sendir þau skilaboð að hversdagurinn sé bið eftir lífinu og að uppbrotið sé það sem gerir lífinu þess virði að lifa. Uppbrotið er oft eftirminnilegt en það er einmitt í hversdeginum sem við náum að rækta og dýpka tengsl okkar sem fjölskyldur og sem elskendur.

Skoðun
Fréttamynd

Að taka mark á konum

Hið virta tímarit London Review of Books heldur árlega fyrirlestraröð í British Museum þar sem framúrskarandi fræðimenn og fyrirlesarar fá vettvang til að setja fram hugmyndir sínar. Fyrirlestrarnir vekja jafnan athygli og fyrir nokkru flutti prófessor í klassískum fræðum við Cambridge háskóla, að nafni Mary Beard.

Skoðun
Fréttamynd

Var Jesús heimilis­laus?

Á liðnum árum hef ég notið þeirra forréttinda að nema og starfa í þremur löndum utan Íslands; Danmörku, Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Skoðun
Fréttamynd

Karlinn í skýjunum

Myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Á­föll í Grinda­vík

Það var merkileg upplifun að sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn að kvöldi sunnudagsins 14. janúar og horfa á heimili Grindavíkur verða eldgosi að bráð.

Skoðun
Fréttamynd

Börnum lofað

Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar.

Skoðun
Fréttamynd

Mennska og mann­réttindi

Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Lykillinn að friði

Þann 24. október síðastliðinn voru liðin 375 ár frá því að blóðugasta trúarstyrjöld sem Evrópa hafði þá upplifað lauk, 30 ára stríðið, með friðarsamningi sem undirritaður var í borgunum Münster og Osnabrück í Þýskalandi.

Skoðun
Fréttamynd

Alnæmi og guðfræðiváin

Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Kerta­ljós fyrir 40 árum af HIV á Ís­landi

Í ár eru liðin 40 ár frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi og 35 ár frá því að samtökin HIV Ísland voru stofnuð. Saga sjúkdómsins er sársaukafull en þar er jafnframt að finna sögur af sálgæslu, samstöðu og fegurð.

Skoðun
Fréttamynd

Má trúin sjást í sjón­varpi?

Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Gleði­spjall á gleði­dögum

Í takti kirkjuársins eru nú gleðidagar en dagarnir frá páskum og fram að hvítasunnu nefnast gleðidagar. Þeim fylgir hvatning til að fagna lífinu og ekki að ósekju því að á gleðidögum vaknar lífið og grundir grænka í kjölfar kærkominnar hlýju og birtu vorsins.

Skoðun
Fréttamynd

Mundu að þú varst þræll

Í dag þegar gengið er fyrir réttlátu samfélagi er rétt að minnast þess að sú velmegun og sú auðskipting sem við búum við er nýtilkomin. Íslendingar komast ekki undan því að eiga langafa eða langömmu sem ólst upp í torfkofa við bág kjör.

Skoðun
Fréttamynd

Börn, sögur og sorg

Sorg varðar okkur öll og enginn kemst í gegnum lífið án þess að upplifa sorg. Börn sem verða fyrir missi þurfa mikinn stuðning, sem fagaðilar og samtök á borð við Ljónshjarta og Örninn geta stutt við að veita, en öll börn þurfa fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem hæfa þeirra aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Sí­sý­fos, Kristur og leik­hús fá­rán­leikans

Líkt og Sísýfos forðum hefur Kristur bundið dauðan sjálfan og ólíkt þeirri goðsögn bendir ekkert til að dauðinn hafi losnað úr hans greipum. Píslarsagan tilheyrir hinsvegar ekki einungis okkur sem eigum þá trú og þá kristnu von í brjósti að eiga líf eftir þetta líf, heldur ekki síður þeim sem ekki geta fallist á fáránlegar niðurstöður kristindómsins eins og Tertúllíanus orðaði það. 

Skoðun
Fréttamynd

Flat­kökur og vín­berja­sulta í altaris­göngu

Brauð eru hluti af okkar hversdegi með órjúfanlegum hætti og svo sjálfsögð að við leiðum sjaldnast hugann að því hvernig líf okkar væri án brauða. Fornleifafræðingar eiga erfitt með að meta hversu gömul brauðgerð er, vegna þess að lífrænar leifar eyðast.

Skoðun
Fréttamynd

Fermingin er undir­búningur undir lífið

Fermingin er tímamót í margþættum skilningi. Fermingarárið er tímabil róttækra breytinga í lífi ungmenna. Við kynþroska breytist unga fólkið úr börnum í unglinga og mörg ungmenni taka út vöxt fermingarárið.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2