Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 19. desember 2024 09:00 Hápunktur jólaguðspjallsins, sem lesið verður í kirkjum landsins á helgri hátíð, er sunginn af himneskum hersveitum. Það er fyrirheitið: „friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum“. Friður er eitt af meginstefjum Nýja testamentisins og hugtakið kemur fyrir um hundrað sinnum í bókum þess. Þrátt fyrir það er ekki alveg auðgreint hvað átt er við með hugtakinu friður. Samhengi guðspjallanna er þrítyngt og öll tungumálin sem þar hafa áhrif hafa ólíka sýn á hvað friður merkir. Þráin eftir friði er jafngömul manninum. Í elstu varðveittu sögu mannkyns, Gilgameskviðu, er hetjan fyrst sögð sjálf hafa öðlast frið eftir afrek sín. Hið sama má þá álykta um sjálfa þjóðina, þar sem sterkir stríðsmennirnir eru forsenda friðar. Í þessari 5.000 ára gömlu sögu kallast þannig á innri friður og friður meðal þjóða, sem og friður og öryggi í ljósi hernaðarátaka. Pax Nýja testamentið er skrifað í Rómarveldi og þar er Latína hið opinbera mál en hugtakið Pax tók á sig sértæka merkingu á keisaratímanum. Vígvél Rómar var fremri öllum hernaðarveldum fornaldar og ekkert virtist geta hamið útþenslu Rómverja í blóði á öldunum fyrir Kristsburð. Júlíus Caesar er sagður hafa drepið yfir milljón manns í hernaði sínum í Gallíu, Germaníu og Britaníu og hneppt annan eins fjölda í þrældóm. Þegar búið var að slátra öllum sem sýndu andstöðu var borgarastyrjöld óhjákvæmileg. Það liggur jú í eðli vopnavæðingar, að á endanum beinast vopnin að okkur sjálfum. Hersveitir Rómverja börðust hverjar gegn annarri, í hverju borgarastríðinu á fætur öðru. Þeim lauk ekki fyrr en einn leiðtogi stóð eftir og hafði hann þá öll völd í sinni hendi. Sá var nefndur Ágústus keisari og hann boðaði hinn rómverska frið – Pax Romana. Að skilningi keisaratímans voru friður og hersigrar tengdir órofa böndum og hugmyndin um frið raunar óhugsandi án járnhnefans. Pax Romana var friður járnhnefans, þar sem friðnum var viðhaldið með hervaldi og tryggt með einræði Pax Imperia. Friður hélst meðan þau sem reyndu að tala gegn ríkjandi ástandi voru þögguð niður umsvifalaust. Friður og hervald eru andstæður alveg eins og Pax Romana er þverstæða, friður járnhnefans er ekki friður, heldur vopnahlé. Eirēnē Nýja testamentið er skrifað á grísku. Það má rekja til arfleifðar annarra hersigra en með Alexander Mikla varð gríska alþjóðamál Miðjarðarhafsins og alla leið austur að Indlandi. Hómerskviður eru grunnbókmenntir Grikkja og þar eru hernaðarlýsingar fyrirferðarmiklar en þráin eftir friði, eirēnē liggur þar alltaf að baki. Eirēnē er samt fjarri því að vera einungis ástand sem fylgir hersigrum og hervaldi eins og Pax keisaratímans, heldur voru grískar hugmyndir um frið nátengdar hugsjónum um lýðræði. Ísókrates, mælskufræðingurinn frá Aþenu 4. aldar, ritaði þekkta ræðu Um Friðinn, þar sem hann setti fram þá hugmynd að varanlegur friður væri mögulegur ef Grikkir gætu horft inn á við. Leiðin til friðar felst í þeim skilningi á því að valdagræðgi og ofbeldi leysa engan vanda. Ísókrates minnti Aþenubúa á þann tíma þegar þeir stóðu með lítilmagnanum og börðust fyrir lýðræðinu. Yfirvöld ættu því á hverjum tíma að hafa frið sem sitt eina markmið, frið sem byggir á lýðræði og réttlæti. Shalom Þá leggja höfundar Nýja testamentisins hebresku Biblíuna til grundvallar og þar er Shalom lykilhugtak, sem jafnframt er kveðja gyðinga um allar aldir – „Shalom alekhem“ – „friður sé með þér“. Shalom er ekki tengt stríði, þó það geti staðið sem andstæða stríðs. Shalom er ástand þar sem Guð og maður eiga í sáttmálasambandi. Shalom er að lifa í sátt við Guð og menn. Þannig táknar friður í hebresku Biblíunni heilindi einstaklingsins. Hjá spámönnum Biblíunnar, sem kröfðu þjóð sína um réttlæti, var hugtakið mælikvarði á heilindi þjóðarinnar. Í Davíðssálmum er að finna lýsingu sem fangar þessa merkingu, en þar segir „Elska og trúfesti mætast, réttlæti og friður kyssast.Trúfesti sprettur úr jörðinni og réttlæti horfir niður af himni. Þá gefur Drottinn gæði og landið afurðir.Réttlæti fer fyrir honum og friður fylgir skrefum hans.“ Friður Í guðspjöllunum koma þessar hugmyndir saman í hugtakinu friður: Pax í jólaguðspjallinu þegar himneskar hersveitir boða mannkyni „frið(ur) á jörðu“ í beinu framhaldi af skrásetningu Ágústusar, keisaranum sem kom á hinum rómverska friði Pax Romana; Eirēnē í kennslu Jesú sem alltaf leit til lítilmagna, hjálpaði þeim og sagði „Far þú í friði“ og Shalom í tvöfalda kærleiksboðorðinu sem boðar að við eigum að lifa í sátt við Guð og menn. „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ „Við erum friðflytjendur“ Á komandi jólum mun enduróma fyrirheitið frá Betlehemsvöllum, „friður á jörðu“, enda er það þrá alls sem andar að eiga grið og frið undan ofbeldi og stríðsátökum. Yfirskrift sunnudagaskólans í vetur er „Við erum friðflytjendur“. Vísunina skilja allir en hugtakið friðflytjendur kemur tvisvar fyrir í Nýja testamentinu, í orðum Fjallræðunnar þar sem Jesús segir „Sæl eru friðflytjendur því að þau munu Guðs börn kölluð verða“ og í Jakobsbréfi þar sem lofað er „friðflytjendur uppskera réttlæti og frið“. Við lifum tíma þar sem fleiri en 50 landsvæði búa við vopnuð átök, skv. ársskýrslu SIPRI, og á annað hundrað milljónir eru á flótta undan ofsóknum og átökum, skv. ársskýrslu UNHCR. Vart er því tilefni til að gleðjast. Gleðin sem Fjallræðan boðar er ekki fólgin í því að taka heiminn á herðar sér, heldur að gleðjast yfir hverju því sem við getum lagt af mörkum í þágu friðar. Sá var jafnframt boðskapur eins af gestum Kirkjudaga þessa hausts, sr. Sally Azar prests lútersku kirkjunnar í Palestínu, að styrkur, von og gleði spretti af því að vera tilheyra samfélagi friðflytjanda í landi sem býr við vopnuð átök.„En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir en engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.“ Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Jól Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Hápunktur jólaguðspjallsins, sem lesið verður í kirkjum landsins á helgri hátíð, er sunginn af himneskum hersveitum. Það er fyrirheitið: „friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum“. Friður er eitt af meginstefjum Nýja testamentisins og hugtakið kemur fyrir um hundrað sinnum í bókum þess. Þrátt fyrir það er ekki alveg auðgreint hvað átt er við með hugtakinu friður. Samhengi guðspjallanna er þrítyngt og öll tungumálin sem þar hafa áhrif hafa ólíka sýn á hvað friður merkir. Þráin eftir friði er jafngömul manninum. Í elstu varðveittu sögu mannkyns, Gilgameskviðu, er hetjan fyrst sögð sjálf hafa öðlast frið eftir afrek sín. Hið sama má þá álykta um sjálfa þjóðina, þar sem sterkir stríðsmennirnir eru forsenda friðar. Í þessari 5.000 ára gömlu sögu kallast þannig á innri friður og friður meðal þjóða, sem og friður og öryggi í ljósi hernaðarátaka. Pax Nýja testamentið er skrifað í Rómarveldi og þar er Latína hið opinbera mál en hugtakið Pax tók á sig sértæka merkingu á keisaratímanum. Vígvél Rómar var fremri öllum hernaðarveldum fornaldar og ekkert virtist geta hamið útþenslu Rómverja í blóði á öldunum fyrir Kristsburð. Júlíus Caesar er sagður hafa drepið yfir milljón manns í hernaði sínum í Gallíu, Germaníu og Britaníu og hneppt annan eins fjölda í þrældóm. Þegar búið var að slátra öllum sem sýndu andstöðu var borgarastyrjöld óhjákvæmileg. Það liggur jú í eðli vopnavæðingar, að á endanum beinast vopnin að okkur sjálfum. Hersveitir Rómverja börðust hverjar gegn annarri, í hverju borgarastríðinu á fætur öðru. Þeim lauk ekki fyrr en einn leiðtogi stóð eftir og hafði hann þá öll völd í sinni hendi. Sá var nefndur Ágústus keisari og hann boðaði hinn rómverska frið – Pax Romana. Að skilningi keisaratímans voru friður og hersigrar tengdir órofa böndum og hugmyndin um frið raunar óhugsandi án járnhnefans. Pax Romana var friður járnhnefans, þar sem friðnum var viðhaldið með hervaldi og tryggt með einræði Pax Imperia. Friður hélst meðan þau sem reyndu að tala gegn ríkjandi ástandi voru þögguð niður umsvifalaust. Friður og hervald eru andstæður alveg eins og Pax Romana er þverstæða, friður járnhnefans er ekki friður, heldur vopnahlé. Eirēnē Nýja testamentið er skrifað á grísku. Það má rekja til arfleifðar annarra hersigra en með Alexander Mikla varð gríska alþjóðamál Miðjarðarhafsins og alla leið austur að Indlandi. Hómerskviður eru grunnbókmenntir Grikkja og þar eru hernaðarlýsingar fyrirferðarmiklar en þráin eftir friði, eirēnē liggur þar alltaf að baki. Eirēnē er samt fjarri því að vera einungis ástand sem fylgir hersigrum og hervaldi eins og Pax keisaratímans, heldur voru grískar hugmyndir um frið nátengdar hugsjónum um lýðræði. Ísókrates, mælskufræðingurinn frá Aþenu 4. aldar, ritaði þekkta ræðu Um Friðinn, þar sem hann setti fram þá hugmynd að varanlegur friður væri mögulegur ef Grikkir gætu horft inn á við. Leiðin til friðar felst í þeim skilningi á því að valdagræðgi og ofbeldi leysa engan vanda. Ísókrates minnti Aþenubúa á þann tíma þegar þeir stóðu með lítilmagnanum og börðust fyrir lýðræðinu. Yfirvöld ættu því á hverjum tíma að hafa frið sem sitt eina markmið, frið sem byggir á lýðræði og réttlæti. Shalom Þá leggja höfundar Nýja testamentisins hebresku Biblíuna til grundvallar og þar er Shalom lykilhugtak, sem jafnframt er kveðja gyðinga um allar aldir – „Shalom alekhem“ – „friður sé með þér“. Shalom er ekki tengt stríði, þó það geti staðið sem andstæða stríðs. Shalom er ástand þar sem Guð og maður eiga í sáttmálasambandi. Shalom er að lifa í sátt við Guð og menn. Þannig táknar friður í hebresku Biblíunni heilindi einstaklingsins. Hjá spámönnum Biblíunnar, sem kröfðu þjóð sína um réttlæti, var hugtakið mælikvarði á heilindi þjóðarinnar. Í Davíðssálmum er að finna lýsingu sem fangar þessa merkingu, en þar segir „Elska og trúfesti mætast, réttlæti og friður kyssast.Trúfesti sprettur úr jörðinni og réttlæti horfir niður af himni. Þá gefur Drottinn gæði og landið afurðir.Réttlæti fer fyrir honum og friður fylgir skrefum hans.“ Friður Í guðspjöllunum koma þessar hugmyndir saman í hugtakinu friður: Pax í jólaguðspjallinu þegar himneskar hersveitir boða mannkyni „frið(ur) á jörðu“ í beinu framhaldi af skrásetningu Ágústusar, keisaranum sem kom á hinum rómverska friði Pax Romana; Eirēnē í kennslu Jesú sem alltaf leit til lítilmagna, hjálpaði þeim og sagði „Far þú í friði“ og Shalom í tvöfalda kærleiksboðorðinu sem boðar að við eigum að lifa í sátt við Guð og menn. „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ „Við erum friðflytjendur“ Á komandi jólum mun enduróma fyrirheitið frá Betlehemsvöllum, „friður á jörðu“, enda er það þrá alls sem andar að eiga grið og frið undan ofbeldi og stríðsátökum. Yfirskrift sunnudagaskólans í vetur er „Við erum friðflytjendur“. Vísunina skilja allir en hugtakið friðflytjendur kemur tvisvar fyrir í Nýja testamentinu, í orðum Fjallræðunnar þar sem Jesús segir „Sæl eru friðflytjendur því að þau munu Guðs börn kölluð verða“ og í Jakobsbréfi þar sem lofað er „friðflytjendur uppskera réttlæti og frið“. Við lifum tíma þar sem fleiri en 50 landsvæði búa við vopnuð átök, skv. ársskýrslu SIPRI, og á annað hundrað milljónir eru á flótta undan ofsóknum og átökum, skv. ársskýrslu UNHCR. Vart er því tilefni til að gleðjast. Gleðin sem Fjallræðan boðar er ekki fólgin í því að taka heiminn á herðar sér, heldur að gleðjast yfir hverju því sem við getum lagt af mörkum í þágu friðar. Sá var jafnframt boðskapur eins af gestum Kirkjudaga þessa hausts, sr. Sally Azar prests lútersku kirkjunnar í Palestínu, að styrkur, von og gleði spretti af því að vera tilheyra samfélagi friðflytjanda í landi sem býr við vopnuð átök.„En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir en engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.“ Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun