Trúmál

Fréttamynd

Í­huguðu að leyfa páfa að deyja í friði

Frans páfi var svo nálægt því að fara yfir móðuna miklu í veikindum sínum að læknar hans íhuguðu að hætta meðferð svo hann gæti fengið friðsamlegt andlát. Páfi sneri aftur í Páfagarð eftir hátt í sex vikna sjúkrahúsdvöl á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Hvað var Trú og líf?

„Við kölluðum okkur Trú og líf því vildum lifa fyrir trú, en við vildum líka hafa lífið og vera lifandi,“ segir Halldór Lárusson, einn af stofnendum og helstu forsvarsmönnum Trúar og lífs, félagsskapar ungs fólks af trúarlegum toga sem var starfandi á níunda áratug síðustu aldar.

Innlent
Fréttamynd

Grípa til að­gerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm

Sýslumannsembætti sem fer með eftirlit með trúfélögum telur að grundvöllur fyrir skráningu Zuism sem trúfélags sé horfinn með hæstaréttardómi yfir forsvarsmönnum félagsins. Búast megi við að gripið verði til aðgerða til að afskrá það. 

Innlent
Fréttamynd

Lang­hæsti húsafriðunar­styrkurinn til Landa­kots­kirkju

Níu milljóna króna styrkur sem Landakotskirkja fær er sá langhæsti sem veittur var úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar í ár, meira en helmingi hærri en næsthæsti styrkurinn. Norræna húsið og verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru á meðal verkefna sem hlutu styrki úr sjóðnum.

Innlent
Fréttamynd

Á-stríðan og með­ferðin

Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist.

Skoðun
Fréttamynd

Föstum saman, Ramadan og lang­afasta

Áöskudag hófstlangafasta en það er samofið trúarhefð kristninnar að undirbúa stórhátíðir kirkjunnar með föstu og íhugun. Að fasta fyrir páska á sér hliðstæðu í gyðingdómi, fyrir hina gyðinglegu páskahátíð þekkist t.d. fasta frumburðanna, en 40 daga fasta kristninnar á rætur í frumkirkjunni og er að fyrirmynd þeirra sem föstuðu þann tíma í Sagnaarfi Biblíunnar: Móse fastaði á Sínaífjalli í 40 daga og nætur, Elía gekk fastandi „í fjörutíu daga að Hóreb, fjalli Guðs“, og Jesús fastaði í eyðimörkinni „í fjörutíu daga og fjörutíu nætur“.

Skoðun
Fréttamynd

Að­lögun – að laga sig að lífinu

Leikskólar hafa komið sér upp góðum aðferðum við að taka við nýjum börnum. Ferlið er kallað aðlögun. Ung börn sem hafa aldrei verið á leikskóla fyrr, eru skiljanlega óörugg fyrst þegar ætlunin er að skilja þau eftir á leikskóla, án foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Heilsu páfans hrakar skyndi­lega

Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 

Erlent
Fréttamynd

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boð­orðin 10

Fáar frásagnir Biblíunnar eru þekktari og umdeildari en sagan af Móse og boðorðunum 10. Í 2. Mósebók er för þeirra sem flúðu undan þrælahaldi í Egyptalandi lýst sem eyðimerkurgöngu er varði í 40 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á ó­einingu?

Þann 20. febrúar síðastliðinn voru samtökin Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi (STLÍ) formlega stofnuð af 27 félögum á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ávarpaði stofnfundinn og hvatti til samstöðu og góðra verka. Samráðsvettvangurinn hefur starfað frá 2006, en með óformlegum hætti þar til nú.

Skoðun
Fréttamynd

Zúista­bræður telja sig ekki hafa fengið sann­gjarna með­ferð

Verjandi annars tveggja bræðra sem hlutu dóm fyrir fjársvik sem tengdust trúfélaginu Zuism hélt því fram að þeir hefðu ekki fengið réttláta og sanngjarna málsmeðferð þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti. Saksóknari sagði ekkert hægt að byggja á skýrslum frá bræðrunum sem þeir telja að hafi verið litið fram hjá þegar þeir voru sakfelldir.

Innlent
Fréttamynd

Frans páfi með lungna­bólgu í báðum lungum

Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu.

Erlent
Fréttamynd

Kirkju­sókn ungra drengja

Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Hættir sem for­maður Siðmenntar

Inga Auðbjörg Straumland hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Siðmenntar. Hún hefur gegnt formennsku í félaginu síðustu sex ár.

Innlent