Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar 8. janúar 2026 09:01 Jólahátíðin er nýlega liðin og nýtt ár er gengið í garð. Árið 2025 flaug hjá eins og vindkviða líkt og vafalaust verður með árið 2026. Ég naut aftur þeirra forréttinda að standa fyrir altari við aftansöng á aðfangadagskvöldi og upplifa helgina sem lagðist yfir þegar jólaguðspjallið var lesið. Kirkjan var full, kirkjubekkir allir þéttsetnir og tugir stólar teknir fram að auki svo að allir fengju sæti. Þarna var saman komið fólk á öllum aldri og þannig var það yfir hátíðarnar vítt og breitt um landið. Tugþúsundir lögðu leið sína til kirkju yfir aðventu og jól og áttu þar samfélag sem sækir forsendur sínar í þá trú að á bak við líf okkar og tilvist sé að finna uppsprettu þess, almáttugan og algóðan kærleikans Guð sem allt hefur skapað og hefur jafnframt stigið með afgerandi hætti inn á svið sögunnar til þess að vísa okkur leiðina til eilífs lífs hjá sér. Af hverju er trú ekki löngu horfin af sviðinu? Oft hefur mikið verið gert úr því að kristin trú – og trú almennt – hljóti að vera á útleið sem hluti mannlegrar tilvistar. Allt frá tímum upplýsingarinnar var það viðhorf útbreitt að tími trúarbragða mundi líða undir lok samhliða ört vaxandi þekkingu mannsins á innviðum veruleikans og þeirri tæknilegu framþróun sem henni fylgdi. Um miðbik síðustu aldar settu margir sem hugsuðu á þessum nótum trúarlegar staðhæfingar á borð við þá að „Guð er til“ í flokk merkingarlauss þvaðurs þar sem ekki væri unnt að sannreyna þær með vísindalegum hætti. Trúarbrögð höfðu hlutverki að gegna, var litið á, meðan maðurinn stóð frammi fyrir ógnvekjandi heimi sem var ofvaxinn skilningi hans. En eftir því sem maðurinn leysti úr ráðgátum tilvistarinnar og öðlaðist betri skilning á eðli hennar og eigin stöðu innan hennar mundi fjara undan trú og þörf okkar fyrir hana. Það hefur ekki orðið raunin – þvert á móti – og í dag hafa langflestir lagt alfarið til hliðar þessa kenningu um afhelgun samfélaga og trúarbragðaleysi mannkyns. Víða er kristin trú líka í mikilli sókn, ekki síst í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Ljóst er líka að trú hangir ekki á skorti á eða ofgnótt af þekkingu. Í raun er það svo, eins og Wittgenstein benti forðum á, að jafnvel þótt öllum mögulegum vísindalegum spurningum væri svarað til hlítar þá hefðum við ekki enn tæpt á vanda lífsins á nokkurn hátt. Íhugulir guðleysingjar horfast í augu við það og einnig þá staðreynd að staðhæfingin „Guð er ekki til“ er ekki vísindalega sannanleg staðhæfing frekar en staðhæfingin „Guð er til“. Hvor um sig gerir tilkall til þekkingar sem réttlæta þarf með skynsamlegum rökum. Eins og margir tel ég öll rök, þegar þau eru skoðuð og krufin, hníga að því að Guð sé til. Margir sem fylgjast með eða láta sig umræðu um kristna trú varða muna eftir hinu svokallaða nýguðleysi, hreyfingu sem áberandi guðleysingjar og menntamenn á borð við Richard Dawkins fóru fyrir skömmu eftir síðustu aldamót. Sú hreyfing lét að sér kveða og hafði hátt um þann heilaþvott og þá samfélagslegu ógn sem fólgin væri í trú almennt og kristinni trú sérstaklega. Minna fór fyrir yfirveguðum og skynsamlegum rökum gegn innihaldi kristinnar trúar eða fyrir gagnsemi og sannleiksgildi guðleysis. Nýguðleysið kom og fór, leið undir lok – enda fátt nýtt þar á ferð – og það sem heyra má í dag frá Richard Dawkins í þessum efnum er áhersla á menningarlegt mikilvægi og samfélagslegt gildi kristinnar trúar sem mótefni gegn öfgastefnum af ýmsu tagi. Aukið traust til Þjóðkirkjunnar, vaxandi kirkjusókn og áhugi ungs fólks á kristinni trú Þegar litið er til hins íslenska samhengis hefur líka margt breyst á skömmum tíma. Það virðist vera áþreifanlegur og vaxandi áhugi á trúariðkun og íslenska Þjóðkirkjan nýtur mun meira trausts en áður. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups fjölgaði líka þeim sem lögðu leið sína í kirkju nú í aðdraganda jólanna eða yfir jólin sjálf, úr 17% í 23% milli ára. Sú neikvæðni, gagnrýni og spenna, sem lengi vel einkenndu viðhorf til og umræðu um Þjóðkirkjuna og þjónustu hennar eru almennt ekki fyrir hendi nú með sama hætti og áður var. Allt virðist það hafa þokað fyrir aukinni jákvæðni, forvitni og áhuga á trú og þátttöku í kirkjulegu starfi. Vissulega er Þjóðkirkjan og trú sem slík ekki hafin yfir gagnrýna umræðu og stundum. En sá viðsnúningur sem orðið hefur er vissulega jákvæður og gleðiefni hvað svo sem síðar verður. Ein birtingarmynd þessa er aukinn áhugi ungs fólks – ekki síst ungra karla – á kristinni trú sem sjá má vísbendingar um víða. Hann sýnir að upplifun og reynsla ungs fólks af lífinu og tilverunni virðist hafa stærra rými en áður fyrir guðstrú. Þetta er óvænt breyting frá því sem blasti við fyrir 15-20 árum síðan. Hvað þetta felur í sér er ekki ljóst en það bendir ótvírætt til þess að ungt fólk er margt hvert opnara fyrir því að tilveran feli í sér víddir og dýptir sem hreinar efnislegar og vísindalegar lýsingar á henni rúma ekki. Nákvæmlega hvaða fjölda ungs fólks er hér um að ræða er ekki að öllu leyti ljóst. En hverju sem því líður er þessi viðsnúningur til marks um það að kristin trú er ekki á útleið. Hvað veldur hinum auka áhuga? Ástæður þessa aukna áhuga eða mögulegar skýringar á honum verða sennilega aldrei með öllu ljósar. Margt kemur vafalaust til og hjálpast að. En það má reyna að geta sér til um nokkra mögulega orsakavalda. (1) Ástand heimsins er bágborið og viðkvæmt. Þær áskoranir sem blasa við mannkyninu í dag virðast í margra augum allt að því óyfirstíganlegar. Óstöðugleika, óöryggi, ójafnrétti, angist, örbirgð, ófrið og ofbeldi má hvarvetna sjá. Það er ekki nýtt í sögu mannsins en umfangið og skalinn er af öðrum toga en áður var. Sviðin jörð, mengun, útrýming grænna reita, vistkerfa og dýrategunda. Valdið ræður ríkjum og smærri ríki mega sín lítils gagnvart ásælni herskárra stórvelda. Það virðist hending að stórfellt styrjaldarástand hafi ekki þegar skollið á og lagst yfir heilu heimsálfurnar. Yfir öllu vofir svo loftslagsváin með þeirri dómsdagsspá sem henni fylgir. Hvaða lausn eða svar eða sjónarhorn eða tilvistarlega túlkunarramma veitir guðleysið andspænis slíku – þ.e.a.s. það viðhorf að ekkert sé til annað en dautt tilviljanakennt efnið á valdi blindra náttúruaflanna sem stefna öllu til einskis án nokkurs eiginlegs tilgangs og merkingar; og að ekkert sé fólgið í sögu mannsins eða innra lífi hans annað en það sem skrifa má með jöfnum eðlis- og efnafræðinnar. Er það ekki oft svo að þegar vonin um hið góða líf, um himnaríki á jörðu, bresta og renna okkur sífellt úr greipum þá opnum við frekar augun og gáum að öðrum möguleikum og annars konar túlkunum og afstöðu til lífsins? Ástand heimsins fer ekki framhjá ungu fólki. Kann ekki að vera að það sem blasir við geri það móttækilegra fyrir nýjum sjónarhornum og afhuga því sem ísköld náttúruhyggja og meðfylgjandi guðleysi hefur upp á að bjóða? (2) Framtíðarhorfur ungs fólks er annað sem kann að hafa áhrif. Bent hefur verið á að sú félags- og efnahagslega staða sem það má vænta innan þeirrar heimsgerðar sem við búum við í dag virðist heilt yfir ekki jafn björt og hún var fyrir eldri kynslóðum. Ekki er víst að hin viðtekna jafna: menntun plús starf jafngildir öryggi, stöðugleika og farsæld, gangi ekki jafn vel upp í þeirri efnahagslegu og félagslegu óvissu sem ríkir í dag á stafrænum tímum gervigreindar og áhrifavalda, þverrandi atvinnuöryggis, aukinnar félagslegrar aftengingar og meðfylgjandi angistar og kvíða og krefjandi (ef ekki vonlauss) húsnæðismarkaðar og óraunhæfra lánakjara. Getur hið sama átt við? Ef jarðnesk farsæld blasir ekki beinlínis við og þú virðist ekki eiga þér marga staði til að halla höfði þínu, ertu þá ekki líklegri til að beina tilvistarlegum sjónum þínum að annarskonar farsæld og leita að öðrum og varanlegri gæðum? (3) Enn annað sem kann að leiða til endurmats hjá ungu fólki og beina hugsun þess í nýjar áttir er þegar göfug sjónarmið snúast upp í andhverfu sínar og verða að öfgum. Innan hins vestræna heims hefur um þónokkra hríð átt sér stað uppgjör og endurmat á mörgum sviðum ásamt samfélagslegum tilraunum sem hnikað hafa til viðteknum mærum af ýmsu tagi. Sumt var þar löngu komið á tíma vissulega. En skuggahliðin, sem sífellt fleiri sjá og hafna, er sú krafa að allir skuli ganga taktfast í eina og sömu átt þegar kemur að viðhorfum og hugsunum, og einnig sú refsigleði, sem vill grípa þá sem telja sig þess umkomna að leiða lýðinn, þegar fólk lætur ekki að stjórn. Þessi tilraun náði meðal annars til trúarbragða og var nýguðleysið sem áður er minnst á skýr birtingarmynd þess. Í hinu vestræna samhengi fól hún í sér skýra kröfu um að takmarka opinbera ásjónu kristinnar trúar sem mest mátti og helst afmá hana með öllu. Ef til vill er unga fólkið okkar umburðarlyndara og víðsýnna en kynslóðin sem ól það upp. Það sér ef til vill betur að umburðarlynt og víðsýnt samfélag grundvallast ekki á þeirri forsendu að lyfta einni lífsskoðun fram (eða útiloka hana) á kostnað annarra. Unga fólkið sér ef til vill ekki heldur gildi eða ávinning þess að leggja til hliðar eða kasta viljandi frá sér auðkennum, hefðum og siðum, leiðarljósum og viðmiðunum, sem hafa knúið og mótað þá sögu og það samfélag sem þau eru sjálf sprottin af. Þvert á móti sjá þau ef til vill mikilvægi þess að heyra til og eiga sér bakland í óreiðukenndum veruleika nútíma lífs og að geta staðsett sig innan sögu og samhengis sem teygir sig í gegnum tíma og rúm og getur um leið varðað leiðina fram á við í lífinu hér og nú. (4) Fleira kemur vafalaust til. Samfélagsmiðlar og hinn stafræni veruleiki sem ungt fólk í dag hefur alist að öllu leyti upp við helst í hendur við vaxandi áhuga á kristinni trú og trúrækni. Það er varla hrein tilviljun. Hinn stafræni heimur hefur góðar og vondar hliðar. Ungt fólk hefur aðgengi að upplýsingum (misjafnlega áreiðanlegum!) og samskiptamáta sem ekki bauðst okkur sem eldri erum. En það er líka afar auðvelt að týnast og gleymast (og týna og gleyma sjálfum sér) í óreiðukenndum og einmannalegum óravíddum samfélagsmiðla og hins alsjáandi algóriþma sem þar ræður ríkjum. Það er auðvelt að missa tengslin við hinn raunverulega heim þar sem nánd, félagsleg tengsl og mannleg samskipti í augnahæð skipta öllu og næra heilbrigð, gefandi, gagnkvæm og raunhæf viðhorf og viðmið sem hjálpa manni að fóta sig í flóknum heimi og takast á við sjálfan sig og áskoranir lífsins (sem meira en nóg er af) á þroskandi, heilbrigðan og ábyrgan hátt. Talað hefur verið um hina stafrænu kynslóð sem kynslóð angistar og kvíða. Það er ekki að ástæðulausu. Það kæmi því ekki á óvart að margir sem tilheyra henni leiti að og upplifi þörf fyrir tengsl, jafnt ytri og innri tengsl, sem eru ósvikin og varanleg og er ekki miðlað í gegnum skjá og skilaboð. Í þessu samhengi má líka benda á það sem oft hefur verið nefnt, að á meðal ungs fólks sem leitar í trú í dag virðast ungir karlmenn skera sig úr. Með því er ekki sagt að þeir flykkist til kirkju í stórum hópum, en ólíkt því sem áður var er ljóst að þeim bregður oftar fyrir í kirkju í dag en áður. Hvað útskýrir þetta er ekki einfalt að geta sér til um og vafalaust eru ástæðurnar margar. Hið samfélagslega umrót undanfarinna ára, sem leitt hefur til endurskoðunar og endurmats á ýmsu, hefur alveg örugglega áhrif hér á. Það virðist í öllu falli blasa við að margir ungir karlmenn séu að spyrja sig einhvers og í leit að einhverju sem þeir gáðu ekki að eða upplifðu ef til vill ekki þörf fyrir áður. Ýmsir hafa bent á að þeir séu í leit að leiðarljósi og, í einhverjum skilningi, að öruggum stað í völtum heimi þar sem ekki er einfalt að stíga niður fæti. Einnig hefur verið nefnt í ýmsu samhengi að ungir karlmenn séu margir hverjir og af ýmsum ástæðum óvissir um það hverjir þeir eru og hvernig þeim ber að vera í dag. Hverju sem því líður má vel vera að þeir upplifi og finni í kirkjunni og kristinni trú einhverskonar farveg eða öryggi eða samhengi sem þeim hefur þótt vanta upp og finna styrk og fótfestu í. (5) Þá má spyrja sig hvort hinn einstaki atburður sem kóvid-faraldurinn var hafi ekki líka beint sjónum einhverra í nýjar áttir. Vaflaust hefur fólk upplifað faraldurinn og meðfylgjandi sóttkví með ólíkum hætti. En það kæmi ekki á óvart ef sú reynsla öll, ekki síst einangrunin sem fólk varð að láta sér lynda, hafi ekki opnað fyrir tilvistarspurningar sem ella hefðu fengið að liggja í dvala og jafnvel leitt til endurmats sem náði að hreyfa við trúarlegum viðhorfum. (6) Einnig má velta vöngum yfir því hvort hinn aukni áhugi ungs fólks á trú sé ekki að einhverju leyti uppreisn gegn viðhorfum eldri kynslóðar, þ.e. foreldra sinna? Fyrir 20 árum síðan, og lengi vel eftir það, á mektarárum nýguðleysisins, mátti oft heyra foreldra segja að helsta gjöf þeirra til barnsins hlyti að vera að sú að segja sem minnst um trú og loka helst alveg á þann hluta mannlegs lífs svo barnið gæti síðar meir tekið sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Kannski er einmitt að koma í ljós núna hvað það er sem margt ungt fólk vill og þyrstir í. Á sama tíma var hápunktur hinnar vitsmunalegu rökfestu sem heyra mátti frá forvígismönnum nýguðleysisins, líka á Íslandi, fólginn í því að segja við og um trúað fólk að það væri heilaþvegið, að það gengi um með samfélagslegan og stórhættulegan vírus sem yrði að uppræta; að það tryði á ósýnilegan skeggjaðan karl á himnum gegn betri vitund og að trú þess væri raunverulega alvarlegasta ógnin sem steðjaði að mannlegu samfélagi. Gjaldþrotið sem fólgið var í slíkum upphrópunum kom fljótt í ljós og lítið af því sem nýguðleysið hafði fram að færa hefur staðist tímans tönn. Fátt hefur þó elst jafnilla og hið fræga slagorð sem sett var á strætisvagna hér og þar til að auglýsa fagnaðarerindið: „Það er líkast til enginn Guð til. Hafðu því ekki áhyggjur og njóttu bara lífsins!“ Hvernig hljómar slíkt í eyrum í dag? Hvað með falsfréttir, hnignandi stoðir lýðræðisins, uppgang glæpahópa og molnandi heilbrigðiskerfi. Njóttu bara lífsins?! Hvað með efnahagslegan óstöðugleika, loftslagsbreytingar, verðbólgu, ásælni tæknirisa í allt sem hefur með okkur að gera, öfgastefnur til vinstri, öfgastefnur til hægri og fjölónæmar bakteríur. Hafðu ekki áhyggjur?! Hvað með hnignum vistkerfa og náttúru, gervigreind, samdrátt líffræðilegrar fjölbreytni, veðuröfgar, hækkandi hitastig á heimsvísu, einræðisherra, kynþáttahyggju, stríðið í Úkraínu, manndráp í Palestínu og fleira og fleira. Njóttu bara lífsins?! Sú var tíðin að mörgum dugði ein eða tvær línur af órökréttu gamanmáli frá Ricky Gervais um hve illa að sér trúað fólk er og hve dásamlega rökrétt og vel guðleysi fangar innsta eðli mannsins og tilverunnar. Kannski er það nóg til að sannfæra einhverja enn í dag um gildi guðleysis. En þegar við horfumst í augu við veruleikann eins og hann er sjáum við flest, tel ég, hve grunnt slík uppskrift að lífinu ristir. Raunveruleg trú eða ímyndað skjól? Eru þetta sennilegar ástæður fyrir því að ungt fólk er opnara fyrir guðstrú en áður? Leiðir þetta sem hér er nefnt fólk til guðstrúar, hvort sem er ungt eða eldra fólk. Ég held því ekki fram. En mögulega skapar það pláss fyrir tal um Guð. Ef til vill gerir það fólk opnara fyrir vangaveltum um sín eigin viðhorf til Guðs, til hinstu raka tilverunnar og um það hvernig það svarar hinum stóru spurningum lífsins – spurningum um tilkomu, tilgang og merkingu tilvistarinnar, um það hvernig við eigum að bera okkur að innan hennar og hvað það er sem liggur handan hennar. Enginn fer í gegnum lífið án þess að spyrja sig að því og öll finnum við og mótum okkur svör við þessum mögnuðu spurningum með einum eða öðrum hætti, meðvitað eða ómeðvitað. Við getum ekki annað. Í því er innihald lífsskoðunar okkar fólgið. Ekkert eitt hefur þó úrslitaáhrif á það hvaða sjónarhorn við veljum okkur til að virða lífið fyrir okkur, túlka það, vega það og meta, og koma reynslu okkar af tilverunni heim og saman. Um er að ræða samspil margra þátta sem ýmist eru á okkar valdi eða handan þess. Margskonar reynsla á lífsins leið spilar þar hlutverk og hefur mótandi áhrif á það hvar við staðsetjum okkur í þessum efnum, m.a. staður og stund, kynni af fólki, stefnur og straumar, atburðir og upplifun, tilfinningar, þekking og rök, svo eitthvað sé nefnt. Og umfram allt, þegar allt kemur til alls, okkar eigin vilji og val. Hverjar sem ástæður þess eru að ungt fólk laðast í vaxandi mæli að kristinni trú þá eru þær margþættar og af margvíslegum toga, allt í senn félagslegar, tilfinningalegar, vitsmunalegar, sálfræðilegar, sögulegar og einfaldlega tilfallandi. Þannig hefur það alltaf verið. En er þá guðstrú fólks og trúrækni ekki fólgin í öðru en tilfallandi félagslegum, efnahagslegum, sögulegum og sálfræðilegum aðstæðum í mismiklum mæli? Er hún ekki annað en ímyndað skjól eða athvarf til lengri eða skemmri tíma mitt í ógnvænlegum veruleika án eiginlegrar innistæðu eða sannleiksgildis? Það er stóra spurningin! En óháð því hvernig henni er svarað þá hefur svarið ekkert að gera með það hvernig eða hvers vegna fólk tileinkar sér trú á Guð eða traust til Jesú. Sannleiksgildi kristinnar trúar hefur ekkert að gera með ástæður þess að fólk trúir eða hefur tileinkað sér kristna trú. Annað hvort er Guð til eða ekki til, alveg óháð því með hvaða hætti og hvers vegna þú valdir að trúa á hann eða hafna honum. Þar er um tvær aðskildar spurningar að ræða sem svara verður með ólíkum hætti. Það besta sem Þjóðkirkjan gerir andspænis tilvistarlegum vangaveltum ungs fólks og auknum áhuga þess á kristinni trú og kirkju er að ganga inn í samtalið með því, opna dyrnar og veita því svigrúm á sínum vettvangi til að hugsa og spyrja, leita svara, glíma við tilvistina og sjálft sig, hlusta, íhuga og biðja – og í gegnum það dýpka og þroska trú sína og vitundina um lifandi Guð og Drottinn sem geymir allt í hendi sér og stefnir öllu í þá átt sem hann ætlar því í alvisku sinni og kærleika. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Jólahátíðin er nýlega liðin og nýtt ár er gengið í garð. Árið 2025 flaug hjá eins og vindkviða líkt og vafalaust verður með árið 2026. Ég naut aftur þeirra forréttinda að standa fyrir altari við aftansöng á aðfangadagskvöldi og upplifa helgina sem lagðist yfir þegar jólaguðspjallið var lesið. Kirkjan var full, kirkjubekkir allir þéttsetnir og tugir stólar teknir fram að auki svo að allir fengju sæti. Þarna var saman komið fólk á öllum aldri og þannig var það yfir hátíðarnar vítt og breitt um landið. Tugþúsundir lögðu leið sína til kirkju yfir aðventu og jól og áttu þar samfélag sem sækir forsendur sínar í þá trú að á bak við líf okkar og tilvist sé að finna uppsprettu þess, almáttugan og algóðan kærleikans Guð sem allt hefur skapað og hefur jafnframt stigið með afgerandi hætti inn á svið sögunnar til þess að vísa okkur leiðina til eilífs lífs hjá sér. Af hverju er trú ekki löngu horfin af sviðinu? Oft hefur mikið verið gert úr því að kristin trú – og trú almennt – hljóti að vera á útleið sem hluti mannlegrar tilvistar. Allt frá tímum upplýsingarinnar var það viðhorf útbreitt að tími trúarbragða mundi líða undir lok samhliða ört vaxandi þekkingu mannsins á innviðum veruleikans og þeirri tæknilegu framþróun sem henni fylgdi. Um miðbik síðustu aldar settu margir sem hugsuðu á þessum nótum trúarlegar staðhæfingar á borð við þá að „Guð er til“ í flokk merkingarlauss þvaðurs þar sem ekki væri unnt að sannreyna þær með vísindalegum hætti. Trúarbrögð höfðu hlutverki að gegna, var litið á, meðan maðurinn stóð frammi fyrir ógnvekjandi heimi sem var ofvaxinn skilningi hans. En eftir því sem maðurinn leysti úr ráðgátum tilvistarinnar og öðlaðist betri skilning á eðli hennar og eigin stöðu innan hennar mundi fjara undan trú og þörf okkar fyrir hana. Það hefur ekki orðið raunin – þvert á móti – og í dag hafa langflestir lagt alfarið til hliðar þessa kenningu um afhelgun samfélaga og trúarbragðaleysi mannkyns. Víða er kristin trú líka í mikilli sókn, ekki síst í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Ljóst er líka að trú hangir ekki á skorti á eða ofgnótt af þekkingu. Í raun er það svo, eins og Wittgenstein benti forðum á, að jafnvel þótt öllum mögulegum vísindalegum spurningum væri svarað til hlítar þá hefðum við ekki enn tæpt á vanda lífsins á nokkurn hátt. Íhugulir guðleysingjar horfast í augu við það og einnig þá staðreynd að staðhæfingin „Guð er ekki til“ er ekki vísindalega sannanleg staðhæfing frekar en staðhæfingin „Guð er til“. Hvor um sig gerir tilkall til þekkingar sem réttlæta þarf með skynsamlegum rökum. Eins og margir tel ég öll rök, þegar þau eru skoðuð og krufin, hníga að því að Guð sé til. Margir sem fylgjast með eða láta sig umræðu um kristna trú varða muna eftir hinu svokallaða nýguðleysi, hreyfingu sem áberandi guðleysingjar og menntamenn á borð við Richard Dawkins fóru fyrir skömmu eftir síðustu aldamót. Sú hreyfing lét að sér kveða og hafði hátt um þann heilaþvott og þá samfélagslegu ógn sem fólgin væri í trú almennt og kristinni trú sérstaklega. Minna fór fyrir yfirveguðum og skynsamlegum rökum gegn innihaldi kristinnar trúar eða fyrir gagnsemi og sannleiksgildi guðleysis. Nýguðleysið kom og fór, leið undir lok – enda fátt nýtt þar á ferð – og það sem heyra má í dag frá Richard Dawkins í þessum efnum er áhersla á menningarlegt mikilvægi og samfélagslegt gildi kristinnar trúar sem mótefni gegn öfgastefnum af ýmsu tagi. Aukið traust til Þjóðkirkjunnar, vaxandi kirkjusókn og áhugi ungs fólks á kristinni trú Þegar litið er til hins íslenska samhengis hefur líka margt breyst á skömmum tíma. Það virðist vera áþreifanlegur og vaxandi áhugi á trúariðkun og íslenska Þjóðkirkjan nýtur mun meira trausts en áður. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups fjölgaði líka þeim sem lögðu leið sína í kirkju nú í aðdraganda jólanna eða yfir jólin sjálf, úr 17% í 23% milli ára. Sú neikvæðni, gagnrýni og spenna, sem lengi vel einkenndu viðhorf til og umræðu um Þjóðkirkjuna og þjónustu hennar eru almennt ekki fyrir hendi nú með sama hætti og áður var. Allt virðist það hafa þokað fyrir aukinni jákvæðni, forvitni og áhuga á trú og þátttöku í kirkjulegu starfi. Vissulega er Þjóðkirkjan og trú sem slík ekki hafin yfir gagnrýna umræðu og stundum. En sá viðsnúningur sem orðið hefur er vissulega jákvæður og gleðiefni hvað svo sem síðar verður. Ein birtingarmynd þessa er aukinn áhugi ungs fólks – ekki síst ungra karla – á kristinni trú sem sjá má vísbendingar um víða. Hann sýnir að upplifun og reynsla ungs fólks af lífinu og tilverunni virðist hafa stærra rými en áður fyrir guðstrú. Þetta er óvænt breyting frá því sem blasti við fyrir 15-20 árum síðan. Hvað þetta felur í sér er ekki ljóst en það bendir ótvírætt til þess að ungt fólk er margt hvert opnara fyrir því að tilveran feli í sér víddir og dýptir sem hreinar efnislegar og vísindalegar lýsingar á henni rúma ekki. Nákvæmlega hvaða fjölda ungs fólks er hér um að ræða er ekki að öllu leyti ljóst. En hverju sem því líður er þessi viðsnúningur til marks um það að kristin trú er ekki á útleið. Hvað veldur hinum auka áhuga? Ástæður þessa aukna áhuga eða mögulegar skýringar á honum verða sennilega aldrei með öllu ljósar. Margt kemur vafalaust til og hjálpast að. En það má reyna að geta sér til um nokkra mögulega orsakavalda. (1) Ástand heimsins er bágborið og viðkvæmt. Þær áskoranir sem blasa við mannkyninu í dag virðast í margra augum allt að því óyfirstíganlegar. Óstöðugleika, óöryggi, ójafnrétti, angist, örbirgð, ófrið og ofbeldi má hvarvetna sjá. Það er ekki nýtt í sögu mannsins en umfangið og skalinn er af öðrum toga en áður var. Sviðin jörð, mengun, útrýming grænna reita, vistkerfa og dýrategunda. Valdið ræður ríkjum og smærri ríki mega sín lítils gagnvart ásælni herskárra stórvelda. Það virðist hending að stórfellt styrjaldarástand hafi ekki þegar skollið á og lagst yfir heilu heimsálfurnar. Yfir öllu vofir svo loftslagsváin með þeirri dómsdagsspá sem henni fylgir. Hvaða lausn eða svar eða sjónarhorn eða tilvistarlega túlkunarramma veitir guðleysið andspænis slíku – þ.e.a.s. það viðhorf að ekkert sé til annað en dautt tilviljanakennt efnið á valdi blindra náttúruaflanna sem stefna öllu til einskis án nokkurs eiginlegs tilgangs og merkingar; og að ekkert sé fólgið í sögu mannsins eða innra lífi hans annað en það sem skrifa má með jöfnum eðlis- og efnafræðinnar. Er það ekki oft svo að þegar vonin um hið góða líf, um himnaríki á jörðu, bresta og renna okkur sífellt úr greipum þá opnum við frekar augun og gáum að öðrum möguleikum og annars konar túlkunum og afstöðu til lífsins? Ástand heimsins fer ekki framhjá ungu fólki. Kann ekki að vera að það sem blasir við geri það móttækilegra fyrir nýjum sjónarhornum og afhuga því sem ísköld náttúruhyggja og meðfylgjandi guðleysi hefur upp á að bjóða? (2) Framtíðarhorfur ungs fólks er annað sem kann að hafa áhrif. Bent hefur verið á að sú félags- og efnahagslega staða sem það má vænta innan þeirrar heimsgerðar sem við búum við í dag virðist heilt yfir ekki jafn björt og hún var fyrir eldri kynslóðum. Ekki er víst að hin viðtekna jafna: menntun plús starf jafngildir öryggi, stöðugleika og farsæld, gangi ekki jafn vel upp í þeirri efnahagslegu og félagslegu óvissu sem ríkir í dag á stafrænum tímum gervigreindar og áhrifavalda, þverrandi atvinnuöryggis, aukinnar félagslegrar aftengingar og meðfylgjandi angistar og kvíða og krefjandi (ef ekki vonlauss) húsnæðismarkaðar og óraunhæfra lánakjara. Getur hið sama átt við? Ef jarðnesk farsæld blasir ekki beinlínis við og þú virðist ekki eiga þér marga staði til að halla höfði þínu, ertu þá ekki líklegri til að beina tilvistarlegum sjónum þínum að annarskonar farsæld og leita að öðrum og varanlegri gæðum? (3) Enn annað sem kann að leiða til endurmats hjá ungu fólki og beina hugsun þess í nýjar áttir er þegar göfug sjónarmið snúast upp í andhverfu sínar og verða að öfgum. Innan hins vestræna heims hefur um þónokkra hríð átt sér stað uppgjör og endurmat á mörgum sviðum ásamt samfélagslegum tilraunum sem hnikað hafa til viðteknum mærum af ýmsu tagi. Sumt var þar löngu komið á tíma vissulega. En skuggahliðin, sem sífellt fleiri sjá og hafna, er sú krafa að allir skuli ganga taktfast í eina og sömu átt þegar kemur að viðhorfum og hugsunum, og einnig sú refsigleði, sem vill grípa þá sem telja sig þess umkomna að leiða lýðinn, þegar fólk lætur ekki að stjórn. Þessi tilraun náði meðal annars til trúarbragða og var nýguðleysið sem áður er minnst á skýr birtingarmynd þess. Í hinu vestræna samhengi fól hún í sér skýra kröfu um að takmarka opinbera ásjónu kristinnar trúar sem mest mátti og helst afmá hana með öllu. Ef til vill er unga fólkið okkar umburðarlyndara og víðsýnna en kynslóðin sem ól það upp. Það sér ef til vill betur að umburðarlynt og víðsýnt samfélag grundvallast ekki á þeirri forsendu að lyfta einni lífsskoðun fram (eða útiloka hana) á kostnað annarra. Unga fólkið sér ef til vill ekki heldur gildi eða ávinning þess að leggja til hliðar eða kasta viljandi frá sér auðkennum, hefðum og siðum, leiðarljósum og viðmiðunum, sem hafa knúið og mótað þá sögu og það samfélag sem þau eru sjálf sprottin af. Þvert á móti sjá þau ef til vill mikilvægi þess að heyra til og eiga sér bakland í óreiðukenndum veruleika nútíma lífs og að geta staðsett sig innan sögu og samhengis sem teygir sig í gegnum tíma og rúm og getur um leið varðað leiðina fram á við í lífinu hér og nú. (4) Fleira kemur vafalaust til. Samfélagsmiðlar og hinn stafræni veruleiki sem ungt fólk í dag hefur alist að öllu leyti upp við helst í hendur við vaxandi áhuga á kristinni trú og trúrækni. Það er varla hrein tilviljun. Hinn stafræni heimur hefur góðar og vondar hliðar. Ungt fólk hefur aðgengi að upplýsingum (misjafnlega áreiðanlegum!) og samskiptamáta sem ekki bauðst okkur sem eldri erum. En það er líka afar auðvelt að týnast og gleymast (og týna og gleyma sjálfum sér) í óreiðukenndum og einmannalegum óravíddum samfélagsmiðla og hins alsjáandi algóriþma sem þar ræður ríkjum. Það er auðvelt að missa tengslin við hinn raunverulega heim þar sem nánd, félagsleg tengsl og mannleg samskipti í augnahæð skipta öllu og næra heilbrigð, gefandi, gagnkvæm og raunhæf viðhorf og viðmið sem hjálpa manni að fóta sig í flóknum heimi og takast á við sjálfan sig og áskoranir lífsins (sem meira en nóg er af) á þroskandi, heilbrigðan og ábyrgan hátt. Talað hefur verið um hina stafrænu kynslóð sem kynslóð angistar og kvíða. Það er ekki að ástæðulausu. Það kæmi því ekki á óvart að margir sem tilheyra henni leiti að og upplifi þörf fyrir tengsl, jafnt ytri og innri tengsl, sem eru ósvikin og varanleg og er ekki miðlað í gegnum skjá og skilaboð. Í þessu samhengi má líka benda á það sem oft hefur verið nefnt, að á meðal ungs fólks sem leitar í trú í dag virðast ungir karlmenn skera sig úr. Með því er ekki sagt að þeir flykkist til kirkju í stórum hópum, en ólíkt því sem áður var er ljóst að þeim bregður oftar fyrir í kirkju í dag en áður. Hvað útskýrir þetta er ekki einfalt að geta sér til um og vafalaust eru ástæðurnar margar. Hið samfélagslega umrót undanfarinna ára, sem leitt hefur til endurskoðunar og endurmats á ýmsu, hefur alveg örugglega áhrif hér á. Það virðist í öllu falli blasa við að margir ungir karlmenn séu að spyrja sig einhvers og í leit að einhverju sem þeir gáðu ekki að eða upplifðu ef til vill ekki þörf fyrir áður. Ýmsir hafa bent á að þeir séu í leit að leiðarljósi og, í einhverjum skilningi, að öruggum stað í völtum heimi þar sem ekki er einfalt að stíga niður fæti. Einnig hefur verið nefnt í ýmsu samhengi að ungir karlmenn séu margir hverjir og af ýmsum ástæðum óvissir um það hverjir þeir eru og hvernig þeim ber að vera í dag. Hverju sem því líður má vel vera að þeir upplifi og finni í kirkjunni og kristinni trú einhverskonar farveg eða öryggi eða samhengi sem þeim hefur þótt vanta upp og finna styrk og fótfestu í. (5) Þá má spyrja sig hvort hinn einstaki atburður sem kóvid-faraldurinn var hafi ekki líka beint sjónum einhverra í nýjar áttir. Vaflaust hefur fólk upplifað faraldurinn og meðfylgjandi sóttkví með ólíkum hætti. En það kæmi ekki á óvart ef sú reynsla öll, ekki síst einangrunin sem fólk varð að láta sér lynda, hafi ekki opnað fyrir tilvistarspurningar sem ella hefðu fengið að liggja í dvala og jafnvel leitt til endurmats sem náði að hreyfa við trúarlegum viðhorfum. (6) Einnig má velta vöngum yfir því hvort hinn aukni áhugi ungs fólks á trú sé ekki að einhverju leyti uppreisn gegn viðhorfum eldri kynslóðar, þ.e. foreldra sinna? Fyrir 20 árum síðan, og lengi vel eftir það, á mektarárum nýguðleysisins, mátti oft heyra foreldra segja að helsta gjöf þeirra til barnsins hlyti að vera að sú að segja sem minnst um trú og loka helst alveg á þann hluta mannlegs lífs svo barnið gæti síðar meir tekið sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Kannski er einmitt að koma í ljós núna hvað það er sem margt ungt fólk vill og þyrstir í. Á sama tíma var hápunktur hinnar vitsmunalegu rökfestu sem heyra mátti frá forvígismönnum nýguðleysisins, líka á Íslandi, fólginn í því að segja við og um trúað fólk að það væri heilaþvegið, að það gengi um með samfélagslegan og stórhættulegan vírus sem yrði að uppræta; að það tryði á ósýnilegan skeggjaðan karl á himnum gegn betri vitund og að trú þess væri raunverulega alvarlegasta ógnin sem steðjaði að mannlegu samfélagi. Gjaldþrotið sem fólgið var í slíkum upphrópunum kom fljótt í ljós og lítið af því sem nýguðleysið hafði fram að færa hefur staðist tímans tönn. Fátt hefur þó elst jafnilla og hið fræga slagorð sem sett var á strætisvagna hér og þar til að auglýsa fagnaðarerindið: „Það er líkast til enginn Guð til. Hafðu því ekki áhyggjur og njóttu bara lífsins!“ Hvernig hljómar slíkt í eyrum í dag? Hvað með falsfréttir, hnignandi stoðir lýðræðisins, uppgang glæpahópa og molnandi heilbrigðiskerfi. Njóttu bara lífsins?! Hvað með efnahagslegan óstöðugleika, loftslagsbreytingar, verðbólgu, ásælni tæknirisa í allt sem hefur með okkur að gera, öfgastefnur til vinstri, öfgastefnur til hægri og fjölónæmar bakteríur. Hafðu ekki áhyggjur?! Hvað með hnignum vistkerfa og náttúru, gervigreind, samdrátt líffræðilegrar fjölbreytni, veðuröfgar, hækkandi hitastig á heimsvísu, einræðisherra, kynþáttahyggju, stríðið í Úkraínu, manndráp í Palestínu og fleira og fleira. Njóttu bara lífsins?! Sú var tíðin að mörgum dugði ein eða tvær línur af órökréttu gamanmáli frá Ricky Gervais um hve illa að sér trúað fólk er og hve dásamlega rökrétt og vel guðleysi fangar innsta eðli mannsins og tilverunnar. Kannski er það nóg til að sannfæra einhverja enn í dag um gildi guðleysis. En þegar við horfumst í augu við veruleikann eins og hann er sjáum við flest, tel ég, hve grunnt slík uppskrift að lífinu ristir. Raunveruleg trú eða ímyndað skjól? Eru þetta sennilegar ástæður fyrir því að ungt fólk er opnara fyrir guðstrú en áður? Leiðir þetta sem hér er nefnt fólk til guðstrúar, hvort sem er ungt eða eldra fólk. Ég held því ekki fram. En mögulega skapar það pláss fyrir tal um Guð. Ef til vill gerir það fólk opnara fyrir vangaveltum um sín eigin viðhorf til Guðs, til hinstu raka tilverunnar og um það hvernig það svarar hinum stóru spurningum lífsins – spurningum um tilkomu, tilgang og merkingu tilvistarinnar, um það hvernig við eigum að bera okkur að innan hennar og hvað það er sem liggur handan hennar. Enginn fer í gegnum lífið án þess að spyrja sig að því og öll finnum við og mótum okkur svör við þessum mögnuðu spurningum með einum eða öðrum hætti, meðvitað eða ómeðvitað. Við getum ekki annað. Í því er innihald lífsskoðunar okkar fólgið. Ekkert eitt hefur þó úrslitaáhrif á það hvaða sjónarhorn við veljum okkur til að virða lífið fyrir okkur, túlka það, vega það og meta, og koma reynslu okkar af tilverunni heim og saman. Um er að ræða samspil margra þátta sem ýmist eru á okkar valdi eða handan þess. Margskonar reynsla á lífsins leið spilar þar hlutverk og hefur mótandi áhrif á það hvar við staðsetjum okkur í þessum efnum, m.a. staður og stund, kynni af fólki, stefnur og straumar, atburðir og upplifun, tilfinningar, þekking og rök, svo eitthvað sé nefnt. Og umfram allt, þegar allt kemur til alls, okkar eigin vilji og val. Hverjar sem ástæður þess eru að ungt fólk laðast í vaxandi mæli að kristinni trú þá eru þær margþættar og af margvíslegum toga, allt í senn félagslegar, tilfinningalegar, vitsmunalegar, sálfræðilegar, sögulegar og einfaldlega tilfallandi. Þannig hefur það alltaf verið. En er þá guðstrú fólks og trúrækni ekki fólgin í öðru en tilfallandi félagslegum, efnahagslegum, sögulegum og sálfræðilegum aðstæðum í mismiklum mæli? Er hún ekki annað en ímyndað skjól eða athvarf til lengri eða skemmri tíma mitt í ógnvænlegum veruleika án eiginlegrar innistæðu eða sannleiksgildis? Það er stóra spurningin! En óháð því hvernig henni er svarað þá hefur svarið ekkert að gera með það hvernig eða hvers vegna fólk tileinkar sér trú á Guð eða traust til Jesú. Sannleiksgildi kristinnar trúar hefur ekkert að gera með ástæður þess að fólk trúir eða hefur tileinkað sér kristna trú. Annað hvort er Guð til eða ekki til, alveg óháð því með hvaða hætti og hvers vegna þú valdir að trúa á hann eða hafna honum. Þar er um tvær aðskildar spurningar að ræða sem svara verður með ólíkum hætti. Það besta sem Þjóðkirkjan gerir andspænis tilvistarlegum vangaveltum ungs fólks og auknum áhuga þess á kristinni trú og kirkju er að ganga inn í samtalið með því, opna dyrnar og veita því svigrúm á sínum vettvangi til að hugsa og spyrja, leita svara, glíma við tilvistina og sjálft sig, hlusta, íhuga og biðja – og í gegnum það dýpka og þroska trú sína og vitundina um lifandi Guð og Drottinn sem geymir allt í hendi sér og stefnir öllu í þá átt sem hann ætlar því í alvisku sinni og kærleika. Höfundur er prestur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun