Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar 9. nóvember 2025 09:01 Hugleiðing um frelsi, ábyrgð og mátt orða í lýðræðissamfélagi. Við lifum á tímum þar sem kröfur á fólk og álag í lífinu er gríðarlegt. Flestir þekkja þá tilfinningu að sjá vart fram úr eigin verkefnum á meðan lífið þeytist hjá og við fljótum bara með eins og sykurpúðar í kakóbolla. Upplýsingaflæðið er yfirþyrmandi. Daglega dynja á okkur skoðanir annarra í gegnum fjölmiðla, samfélagsmiðla sem og í daglegum samskiptum. Orðaflaumurinn er oft svo mikill að hann minnir á flugur sem klessast á bílrúðu þegar keyrt er í gegnum Mývatn. Það sama á við um orð, þau klessast og festast og skilja eftir sig spor sem hverfa ekki auðveldlega. Orð bera ábyrgð og þau ber að velja samkvæmt því. Í þeim heimi sem við þekkjum í dag lifa orðin áfram, þau eru opinber, endurtekin og óafturkræf. Þau eru bókstaflega skrifuð í skýin. Nú hafa allir rödd. Það er af sem áður var þegar skoðanaskipti fóru fram í fámennum hópum í lokuðum rýmum. Þegar orðin sluppu af vörum fólks drifu þau ekki alltaf það langt að þau höfðu áhrif. Oftar en ekki fundu þau bara næsta sígarettureyk og urðu samferða honum út um gluggann á vit nýrra ævintýra. Við viljum ekki aftur þangað. Við viljum ekki aftur inn í lokuð herbergi þar sem þröngsýni og vanþekking réðu oft ríkjum. Við viljum eiga rödd, við viljum fræðast og fræða aðra. Við viljum frelsið og tækifæri til að tjá okkur. En frelsi fylgir ábyrgð. Orð sem byggja og orð sem brjóta Það er ótrúlegt vald sem býr í orðum. Þau geta byggt um sjálfsmynd, byggt upp traust og skapað von og samkennd. Þau geta brúað bil milli ólíkra hópa, lyft fólki upp og unnið úr erfiðum málum. En þau geta líka rifið niður, útilokað og sært. Það er ekki alltaf með vilja gert þegar fólk lætur út úr sér óábyrg orð, en hvort sem það er ásetningur hjá fólki eða ekki, þá sitja áhrifin eftir. Raddir okkar eru missterkar. Þegar einstaklingur með sterka rödd tjáir sig þá hefur það meiri áhrif en ef almennur borgari tjáir sig. Það er því mikilvægt að fólk í ábyrgðastöðum, eins og fjölmiðlafólk, stjórnmálamenn og áhrifavaldar, vandi orðfæri sitt. Að hafa sterka rödd þýðir meiri ábyrgð. Þau sem þar eru þurfa að vanda sig enn betur en við hin. Þetta snýst ekki um þöggun eða að sleppa því að hafa skoðun, þetta snýst um að vera meðvitaður um hvað frá manni fer. Þetta snýst um að vanda sig. Skoðanafrelsi með ábyrgð Má þá ekki hafa skoðun? Spurning sem oft hefur verið spurð í þessu samhengi. Það er hrein og klár einföldun á málinu. Skoðanafrelsi er hornsteinn lýðræðis og þarf að standa vörð um tjáningarfrelsi allra. Við eigum að geta tjáð okkur, deilt hugmyndum og rætt ágreining. Frelsi er ekki frípassi til að tala óábyrgt. Það eru forréttindi að lifa í samfélagi þar sem leyfilegt er að tjá eigin skoðanir. Það ber að virða og það ber að verja. Við ættum að vanda hvað frá okkur fer og vera eigin ritskoðendur. Það kann að krefjast aðeins meiri vinnu og örlítils auka tíma í undirbúning, en ég er sannfærð um að það borgar sig til lengri tíma. Gleymum ekki að bera virðingu fyrir fólki, fyrir aðstæðum og fyrir áhrifum eigin orða. Tölum saman af ábyrgð. Vanda sig af ástæðu Að vanda orðfæri sitt er ekki það sama og að breyta skoðun sinni. Það eru ekki allir með sömu skoðun og það þurfa ekki allir að vera á sömu skoðun og fylgja straumum hvers tíma til að vera pólitískt réttir. Þetta snýst um að vera mannlegur. Þetta snýst um að skilja að orð hafa áhrif og skilja eftir sig spor. Þetta snýst um virðingu fyrir hverju öðru og að byggja upp samfélag þar sem ólíkir hópar geta lifað saman af virðingu og samkennd. Ein af meginástæðum þess að ég gekk í raðir Viðreisnar eru grunngildi flokksins: frelsi, jafnrétti, samkennd og þolgæði. Það að vanda sig, taka tillit og þurfa ekki að tala aðra niður til að lyfta sjálfu sér upp er fyrir mér sjálfgefið. Það ætti að vera augljóst í upplýstu þjóðfélagi að öll erum við einhvern veginn. Ég vil því hvetja þig, kæri lesandi. Mætum öllum af virðingu, verum heiðarleg og leyfum okkur að vera mannleg. Að því sögðu langar mig enda á broti úr þessu fallega ljóði eftir Einar Benediktsson. Orð sem enn eiga svo vel við inn í orðræðu samtímans: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,sem dropi breytir veig heillar skálar.Þel getur snúist við atorð eitt.Aðgát skal höfð í nærveru sálar.Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brastvið biturt andsvar, gefið án saka.Hve iðrar margt líf eitt augnakast,sem aldrei verður tekið til baka. Einar Benediktsson Höfundur er nýsköpunarverkfræðingur, frumkvöðull og stjórnarmaður Viðreisnar í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hugleiðing um frelsi, ábyrgð og mátt orða í lýðræðissamfélagi. Við lifum á tímum þar sem kröfur á fólk og álag í lífinu er gríðarlegt. Flestir þekkja þá tilfinningu að sjá vart fram úr eigin verkefnum á meðan lífið þeytist hjá og við fljótum bara með eins og sykurpúðar í kakóbolla. Upplýsingaflæðið er yfirþyrmandi. Daglega dynja á okkur skoðanir annarra í gegnum fjölmiðla, samfélagsmiðla sem og í daglegum samskiptum. Orðaflaumurinn er oft svo mikill að hann minnir á flugur sem klessast á bílrúðu þegar keyrt er í gegnum Mývatn. Það sama á við um orð, þau klessast og festast og skilja eftir sig spor sem hverfa ekki auðveldlega. Orð bera ábyrgð og þau ber að velja samkvæmt því. Í þeim heimi sem við þekkjum í dag lifa orðin áfram, þau eru opinber, endurtekin og óafturkræf. Þau eru bókstaflega skrifuð í skýin. Nú hafa allir rödd. Það er af sem áður var þegar skoðanaskipti fóru fram í fámennum hópum í lokuðum rýmum. Þegar orðin sluppu af vörum fólks drifu þau ekki alltaf það langt að þau höfðu áhrif. Oftar en ekki fundu þau bara næsta sígarettureyk og urðu samferða honum út um gluggann á vit nýrra ævintýra. Við viljum ekki aftur þangað. Við viljum ekki aftur inn í lokuð herbergi þar sem þröngsýni og vanþekking réðu oft ríkjum. Við viljum eiga rödd, við viljum fræðast og fræða aðra. Við viljum frelsið og tækifæri til að tjá okkur. En frelsi fylgir ábyrgð. Orð sem byggja og orð sem brjóta Það er ótrúlegt vald sem býr í orðum. Þau geta byggt um sjálfsmynd, byggt upp traust og skapað von og samkennd. Þau geta brúað bil milli ólíkra hópa, lyft fólki upp og unnið úr erfiðum málum. En þau geta líka rifið niður, útilokað og sært. Það er ekki alltaf með vilja gert þegar fólk lætur út úr sér óábyrg orð, en hvort sem það er ásetningur hjá fólki eða ekki, þá sitja áhrifin eftir. Raddir okkar eru missterkar. Þegar einstaklingur með sterka rödd tjáir sig þá hefur það meiri áhrif en ef almennur borgari tjáir sig. Það er því mikilvægt að fólk í ábyrgðastöðum, eins og fjölmiðlafólk, stjórnmálamenn og áhrifavaldar, vandi orðfæri sitt. Að hafa sterka rödd þýðir meiri ábyrgð. Þau sem þar eru þurfa að vanda sig enn betur en við hin. Þetta snýst ekki um þöggun eða að sleppa því að hafa skoðun, þetta snýst um að vera meðvitaður um hvað frá manni fer. Þetta snýst um að vanda sig. Skoðanafrelsi með ábyrgð Má þá ekki hafa skoðun? Spurning sem oft hefur verið spurð í þessu samhengi. Það er hrein og klár einföldun á málinu. Skoðanafrelsi er hornsteinn lýðræðis og þarf að standa vörð um tjáningarfrelsi allra. Við eigum að geta tjáð okkur, deilt hugmyndum og rætt ágreining. Frelsi er ekki frípassi til að tala óábyrgt. Það eru forréttindi að lifa í samfélagi þar sem leyfilegt er að tjá eigin skoðanir. Það ber að virða og það ber að verja. Við ættum að vanda hvað frá okkur fer og vera eigin ritskoðendur. Það kann að krefjast aðeins meiri vinnu og örlítils auka tíma í undirbúning, en ég er sannfærð um að það borgar sig til lengri tíma. Gleymum ekki að bera virðingu fyrir fólki, fyrir aðstæðum og fyrir áhrifum eigin orða. Tölum saman af ábyrgð. Vanda sig af ástæðu Að vanda orðfæri sitt er ekki það sama og að breyta skoðun sinni. Það eru ekki allir með sömu skoðun og það þurfa ekki allir að vera á sömu skoðun og fylgja straumum hvers tíma til að vera pólitískt réttir. Þetta snýst um að vera mannlegur. Þetta snýst um að skilja að orð hafa áhrif og skilja eftir sig spor. Þetta snýst um virðingu fyrir hverju öðru og að byggja upp samfélag þar sem ólíkir hópar geta lifað saman af virðingu og samkennd. Ein af meginástæðum þess að ég gekk í raðir Viðreisnar eru grunngildi flokksins: frelsi, jafnrétti, samkennd og þolgæði. Það að vanda sig, taka tillit og þurfa ekki að tala aðra niður til að lyfta sjálfu sér upp er fyrir mér sjálfgefið. Það ætti að vera augljóst í upplýstu þjóðfélagi að öll erum við einhvern veginn. Ég vil því hvetja þig, kæri lesandi. Mætum öllum af virðingu, verum heiðarleg og leyfum okkur að vera mannleg. Að því sögðu langar mig enda á broti úr þessu fallega ljóði eftir Einar Benediktsson. Orð sem enn eiga svo vel við inn í orðræðu samtímans: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,sem dropi breytir veig heillar skálar.Þel getur snúist við atorð eitt.Aðgát skal höfð í nærveru sálar.Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brastvið biturt andsvar, gefið án saka.Hve iðrar margt líf eitt augnakast,sem aldrei verður tekið til baka. Einar Benediktsson Höfundur er nýsköpunarverkfræðingur, frumkvöðull og stjórnarmaður Viðreisnar í Árborg.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun