COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar 10. nóvember 2025 09:02 COP30 og skógurinn Í þrjátíu ár hafa þjóðir heims hist einu sinni á ári til að ræða hvort og hvernig þær ætla að halda hlýnun jarðar innan þeirra marka sem við getum áfram búið í flestum löndum, stundað landbúnað og notið lífsins. Það er ekki ofsögum sagt að það sé mikilvægt samtal sem eigi sér stað á þessum fundum þó þeir beri skriffinnskulegasta heiti allra tíma: Conference Of the Parties (COP) of the United Nations Framework Convention on Climate Change (UNFCCC) sem þýðist sem aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Síðan er bætt við tölu, fyrsti fundurinn var númer 1 og í ár er fundur númer 30. Fyrir tíu árum var Parísarsamkomulagið samþykkt. Í ár funda aðildarríkin hjá Amazon skóginum og munu væntanlega tilkynna stórtækar áætlanir um aukna skógrækt í lok fundar. Ísland og markmiðin Á COP30 kynnir Ísland markmið sem landið ætlar að standa við án tillits til þess hvað önnur lönd gera. Þau miða að því að draga mjög mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands. Þetta eru markmið um 50-55% samdrátt í samfélagslosun árið 2035 miðað við 2005, samdrátt í losun frá landi um 400-500 kt CO2íg árið 2035 miðað við 2025 og stuðning við tæknilausnir sem myndu nýtast atvinnulífinu sem fellur undir ETS kerfið. Það hefur þegar komið fram gagnrýni á þann veg að þetta sé ekki nóg ásamt ábendingu um að stjórnvöld drógu úr samfélagslosun um 7,7% á 20 árum en ætla nú að draga úr þeirri losun um 50% á 10 árum. Orðin hafa lengi verið vel valin; kolefnishlutleysi, sjálfbærni, hagsæld og lífsgæði. Skrefin hafa látið á sér standa. Vonandi breytist það núna. Við getum fylgst með því í rauntíma hvaða árangri er náð innanlands á CO2.is. Batnandi stjórnmálamönnum er best að lifa og halda til Brasilíu að reyna að viðhalda heimi þar sem hægt er að rækta mat svo fólk svelti ekki og líka góðgæti á borð við kaffi og súkkulaði. Heimi þar sem aðrar lífverur þrífast áfram á jörðinni með okkur, líka bleikir ferskvatnshöfrungar. Fornaldarfrægð og frami Ákveðinn misskilningur hefur lengi verið við lýði á Íslandi um að við höfum staðið okkur svo vel fyrir hálfri öld að við þurfum varla að gera neitt til viðbótar. Við hitum húsin okkar með jarðhita og nýtum endurnýjanlega orku til rafmagnsframleiðslu. Við gætum verið fyrirmynd annarra þjóða. Þetta var vissulega vel gert og við erum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Það er samt ekki nóg. Loftslagsmarkmiðin miða nefnilega við losun árið 2005. Við verðum að losa minna af gróðurhúsalofttegundum heldur en við gerðum árið 2005. Þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum og mikla fjölgun íbúa. Loftslaginu er sama þó okkur fjölgi. Við höfum sparað okkur milljarða á milljarða ofan með því að nýta jarðvarma í stað olíu til húshitunar í áratugi. Við höfum einangrað orkukerfið okkar fyrir áföllum með því að framleiða rafmagn með innlendum orkugjöfum. Þrátt fyrir þessa jákvæðu reynslu af orkuskiptum hefur íslenskum stjórnvöldum enn ekki tekist að klára orkuskipti í samgöngum, bæta almenningssamgöngur og efla virka samgöngumáta þó svo að það sé lykilaðgerð að mati Loftslagsráðs að draga úr losun frá vegasamgöngum. Lífsskilyrði og loftslagsvá Eitt af því sem er mikilvægt að skilja betur er hvaða áhrif loftslagsbreytingar munu hafa á Íslandi. Hvaða beinu áhrif gætu þau haft á líf okkar, barnanna og barnabarnanna? Munum við horfa á jöklana bráðna? Mun Ísland standa undir nafni í framtíðinni? Verður hafið súrt? Munu þeir fiska sem róa? Í von um að skilja þetta allt saman betur býður málefnaráð Viðreisnar til opins fundar á fimmtudaginn um Veltihringrás hafsins og áhrif á lífsskilyrði við Ísland þar sem dr. Halldór Björnsson frá Veðurstofu Íslands mun ræða vísindalega um þetta málefni. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember kl 20:00 á Suðurlandsbraut 22. Á síðari hluta fundar verður opið samtal um hvaða þætti loftslagsmála er ástæða til þess að ræða betur í vetur. Verið öll velkomin á fundinn þar sem það er alveg augljóst að loftslagsmálin leysum við ekki öðruvísi en með samstarfi þvert á bæði flokka og landamæri. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varaformaður málefnaráðs Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
COP30 og skógurinn Í þrjátíu ár hafa þjóðir heims hist einu sinni á ári til að ræða hvort og hvernig þær ætla að halda hlýnun jarðar innan þeirra marka sem við getum áfram búið í flestum löndum, stundað landbúnað og notið lífsins. Það er ekki ofsögum sagt að það sé mikilvægt samtal sem eigi sér stað á þessum fundum þó þeir beri skriffinnskulegasta heiti allra tíma: Conference Of the Parties (COP) of the United Nations Framework Convention on Climate Change (UNFCCC) sem þýðist sem aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Síðan er bætt við tölu, fyrsti fundurinn var númer 1 og í ár er fundur númer 30. Fyrir tíu árum var Parísarsamkomulagið samþykkt. Í ár funda aðildarríkin hjá Amazon skóginum og munu væntanlega tilkynna stórtækar áætlanir um aukna skógrækt í lok fundar. Ísland og markmiðin Á COP30 kynnir Ísland markmið sem landið ætlar að standa við án tillits til þess hvað önnur lönd gera. Þau miða að því að draga mjög mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands. Þetta eru markmið um 50-55% samdrátt í samfélagslosun árið 2035 miðað við 2005, samdrátt í losun frá landi um 400-500 kt CO2íg árið 2035 miðað við 2025 og stuðning við tæknilausnir sem myndu nýtast atvinnulífinu sem fellur undir ETS kerfið. Það hefur þegar komið fram gagnrýni á þann veg að þetta sé ekki nóg ásamt ábendingu um að stjórnvöld drógu úr samfélagslosun um 7,7% á 20 árum en ætla nú að draga úr þeirri losun um 50% á 10 árum. Orðin hafa lengi verið vel valin; kolefnishlutleysi, sjálfbærni, hagsæld og lífsgæði. Skrefin hafa látið á sér standa. Vonandi breytist það núna. Við getum fylgst með því í rauntíma hvaða árangri er náð innanlands á CO2.is. Batnandi stjórnmálamönnum er best að lifa og halda til Brasilíu að reyna að viðhalda heimi þar sem hægt er að rækta mat svo fólk svelti ekki og líka góðgæti á borð við kaffi og súkkulaði. Heimi þar sem aðrar lífverur þrífast áfram á jörðinni með okkur, líka bleikir ferskvatnshöfrungar. Fornaldarfrægð og frami Ákveðinn misskilningur hefur lengi verið við lýði á Íslandi um að við höfum staðið okkur svo vel fyrir hálfri öld að við þurfum varla að gera neitt til viðbótar. Við hitum húsin okkar með jarðhita og nýtum endurnýjanlega orku til rafmagnsframleiðslu. Við gætum verið fyrirmynd annarra þjóða. Þetta var vissulega vel gert og við erum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Það er samt ekki nóg. Loftslagsmarkmiðin miða nefnilega við losun árið 2005. Við verðum að losa minna af gróðurhúsalofttegundum heldur en við gerðum árið 2005. Þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum og mikla fjölgun íbúa. Loftslaginu er sama þó okkur fjölgi. Við höfum sparað okkur milljarða á milljarða ofan með því að nýta jarðvarma í stað olíu til húshitunar í áratugi. Við höfum einangrað orkukerfið okkar fyrir áföllum með því að framleiða rafmagn með innlendum orkugjöfum. Þrátt fyrir þessa jákvæðu reynslu af orkuskiptum hefur íslenskum stjórnvöldum enn ekki tekist að klára orkuskipti í samgöngum, bæta almenningssamgöngur og efla virka samgöngumáta þó svo að það sé lykilaðgerð að mati Loftslagsráðs að draga úr losun frá vegasamgöngum. Lífsskilyrði og loftslagsvá Eitt af því sem er mikilvægt að skilja betur er hvaða áhrif loftslagsbreytingar munu hafa á Íslandi. Hvaða beinu áhrif gætu þau haft á líf okkar, barnanna og barnabarnanna? Munum við horfa á jöklana bráðna? Mun Ísland standa undir nafni í framtíðinni? Verður hafið súrt? Munu þeir fiska sem róa? Í von um að skilja þetta allt saman betur býður málefnaráð Viðreisnar til opins fundar á fimmtudaginn um Veltihringrás hafsins og áhrif á lífsskilyrði við Ísland þar sem dr. Halldór Björnsson frá Veðurstofu Íslands mun ræða vísindalega um þetta málefni. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember kl 20:00 á Suðurlandsbraut 22. Á síðari hluta fundar verður opið samtal um hvaða þætti loftslagsmála er ástæða til þess að ræða betur í vetur. Verið öll velkomin á fundinn þar sem það er alveg augljóst að loftslagsmálin leysum við ekki öðruvísi en með samstarfi þvert á bæði flokka og landamæri. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og varaformaður málefnaráðs Viðreisnar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun