Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Fal­legu jóla­gjafirnar fást í Maí

Lífstílsverslunin Maí á Garðatorgi selur vandaðar snyrtivörur og skartgripi ásamt sérvöldum gjafavörum. Í sumar flutti verslunin í stærra og glæsilegra rými á Garðatorgi 4 og í kjölfarið stækkaði vöruúrvalið til muna.

Lífið samstarf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í mið­borginni

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri veitti í gær viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingar verslana í miðborg Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að markmiðið sé að hvetja rekstraraðila til að skreyta glugga sína og verslanir á aðventunni og verðlauna þá sem skapa hlýlega, bjarta og hátíðlega stemningu í borginni.

Lífið
Fréttamynd

Konfekt­leikur í til­efni 90 ára af­mælis Nóa Síríus

Í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá því að Nói Síríus hóf konfektgerð hér á landi býður fyrirtækið upp á sannkallaða afmælisveislu fyrir viðskiptavini sína. Í 90 kössum af 1 kg og 1,2 kg Nóa Síríus konfekti má finna glæsilega vinninga dreifða í verslanir um allt land.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kanónur í jólakósí

Einhverjir ástsælustu rithöfundar landsins buðu desember velkominn með huggulegu jólakvöldi í Ásmundarsal. Margt var um manninn og jólastemningin tók yfir. 

Menning
Fréttamynd

Bjóða upp á jóla­kaffi allar helgar fram að jólum

Lavazza sérverslunin í Hagkaup í Smáralind er sannkölluð gullkista kaffisælkerans. Þar fæst úrval af kaffi, kaffifylgihlutum, gjafavörum og handgerðu súkkulaði. Kaffibarþjónar munu standa vaktina og bjóða uppá upp á ilmandi jólakaffi allar helgar fram að jólum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Bein út­sending: Litlu jól Blökastsins

Litlu jól Blökastsins fara fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpi Vísis klukkan 19:30 í dag. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson munu þar opna yfir fimmtíu jólagjafir og draga út áskrifanda fyrir hverja gjöf.

Jól
Fréttamynd

Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus

Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja.

Neytendur
Fréttamynd

Jólabingó Blökastsins á sunnu­dag

Litlu jól Blökastsins fara fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpi Vísis klukkan 19:30 sunnudaginn 7. desember næstkomandi. Auddi, Steindi og Egill ætla að hafa það huggulegt á náttfötunum með heitt kakó og hvetja áhorfendur til þess að gera slíkt hið sama.

Jól
Fréttamynd

Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark

Að velja jólagjöf er skemmtilegt verkefni en getur verið áskorun. Í desember lengist listinn yfir þau sem okkur langar að gleðja með hverjum deginum og ekki alltaf ljóst hvað hentar hverjum og einum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem hitta í mark.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Að fá ó­væntan skatt í jóla­gjöf

Nú þegar flest fyrirtæki eru farin að huga að jólagjöfum og hátíðlegum viðburðum fyrir starfsfólk í desember langar mig að deila með ykkur stuttum leiðbeiningum um þær skattareglur sem gilda á árinu 2025.

Skoðun
Fréttamynd

Betra að skipta út gömlum seríum og of­hlaða ekki fjöl­tengin

Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóva, hvetur fólk til að fara yfir eldvarnir, og sérstaklega reykskynjara, í dag á Degi reykskynjarans. Samkvæmt könnun HMS eru fjögur prósent heimila ekki með uppsetta reykskynjara. Hrefna segir að í desember skapist aukin brunahætta vegna ljósasería og kerta á krönsum í kringum aðventuna.

Innlent
Fréttamynd

Kvíðir þú jólunum?

Þegar má sjá ýmis merki þess að jólin séu í vændum og margir fá hnút í magann. Jólin, og undirbúningur þeirra, eru nefnilega allskonar hjá fólki og sjaldnast tóm sæla. Þó væntum við þess að við séum hamingjan uppmáluð á þessum tímabili.

Skoðun