Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar 23. desember 2025 06:02 Jólin virðast svo sjálfsagður hluti af íslenskri menningu að maður gæti haldið að við hefðum alltaf haldið þau hátíðleg eins og við gerum í dag. Við tengjum þau við laufabrauð, smákökur, skammdegi, kirkjuferðir og ljós í gluggum í bæjum og þorpum um land allt. En um leið og við rýnum í söguna verður ljóst að jólin eru ekki bara kristin hátíð heldur hluti af miklu lengri hefð þar sem ólíkir menningarheimar hafa blandast saman – löngu áður en við fórum að tala um menningarnæmi á vinnustöðum. Hátíð sem á sér lengri sögu en laufabrauð og ljós í gluggum Á norðurslóðum hefur fólk um aldir fagnað vetrarsólstöðum, þeim tíma þegar birtan fer loksins að aukast dag frá degi. Slíkar hátíðir voru kærkomin áminning um að veturinn væri ekki endalaus og að ljósið kæmi aftur. Í heiðnum siðum var miðsvetrarhátíð haldin með eldi, veislum og helgisiðum sem áttu að tryggja gott ár, frið og farsæld. Þegar kristni barst til Íslands tóku nýir siðir sér bólfestu í eldri rótum og smám saman varð til sú hátíð sem við köllum í dag jólin. Hátíð sem ferðast á milli landa Ef við skoðum einstaka þætti jólahefðarinnar kemur í ljós að siðirnir eiga sér oft uppruna víða að úr heiminum. Jólastjarnan tengist hefðum í Suður-Ameríku, mandarínur eru órjúfanlegur hluti af jólunum í mörgum Evrópulöndum og jólatréð varð vinsælt í þýskum borgum á 16. öld áður en það barst áfram til annarra þjóða. Á Íslandi voru það jafnvel birkigreinar sem fengu að gegna hlutverki jólatrés einfaldar en hátíðlegar í takti við það sem náttúran bauð upp á á hverju stað Jólapappírinn á rætur sínar að rekja til landa þar sem pappírsgerð þróaðist löngu fyrir okkar tíma og smákökurnar eiga sér langa sögu í gegnum verslunarleiðir frá Mið-Austurlöndum inn í evrópskar eldhúshefðir. Hinn rauðklæddi jólasveinn festist svo í sessi þegar listamenn í Bandaríkjunum fóru að teikna hann í rauðum fötum á 19. og 20. öld, mörgum árum áður en gosdrykkur í rauðum umbúðum blandaðist inn í söguna. Þegar við stöldrum við stærri myndina sést að engin ein þjóð „á“ jólin. Jólin urðu til með samruna ólíkra siða og hafa stöðugt þróast rétt eins og menning á vinnustöðum þróast þegar fólk með ólíkan bakgrunn vinnur saman. Skapandi þjóðarsögur og íslenskur húmor Þegar við hugsum til íslensku jólasveinanna sést sköpunarkraftur Íslendinga glöggt. Þeir voru ekki alltaf krúttlegir og færðu gjafir heldur synir Grýlu og Leppalúða, tröllvaxnir og hættulegir börnum. Nöfn þeirra á 19. öld benda til þess að þeir steli mat og geri fólki grikk. Það breytist ekki fyrr en á 20. öld, þegar verslun og auglýsingar fara að gera jólasveinana hlýlegri, mildari í garð barna og tengja þá við pakka og jólastemmingu. Þar sjáum við hvernig hefðir verða til í gegnum samskipti fólks, breytingar í samfélaginu og samspil hugmynda og hagsmuna. Frá eplakössum í sveitinni til alþjóðlegrar hefðar Á mörgum heimilum, bæði í sveitum og bæjum, eru til lifandi minningar sem tengjast jólaundirbúningi. Á mínu æskuheimili voru alltaf keyptir appelsínu- og eplakassar fyrir jólin og við stóðum í stórfelldum smákökubakstri. Ilmurinn úr ofninum þýddi að hátíðin væri á næsta leiti. Þegar maður rýnir í upprunann sér maður þó að margir þessara siða hafa ferðast langan veg áður en þeir lentu á okkar borðum og urðu að órjúfanlegum hluta af fjölskylduhefðum. Þannig verða til hefðir sem við upplifum sem „alíslenskar“ en eru í raun fallega blanda af innlendum og erlendum áhrifum rétt eins og það gerist á vinnustöðum þar sem fólk frá ólíkum löndum og menningarheimum starfar saman. Jólin sem kennslubók í menningarnæmi Jólin geta því verið ágæt kennslubók í menningarnæmi. Þau minna okkur á að við getum tekið upp nýja hefð án þess að hún þurfi að vera upprunalega okkar. Við getum notið siða sem berast til landsins með fólki, ferðum, verslun og samskiptum án þess að missa tengsl við það sem við teljum séríslenskt. Við getum sameinað ólíka þætti í heild sem virkar eins og þegar fjölmenningarlegur vinnustaður styrkist með auknum skilningi og virðingu. Þegar við kennum menningarlæsi á vinnustöðum sjáum við aftur og aftur sama mynstur: margt sem fólk telur „sjálfsagt“ er í raun lært mynstur sem á sér ákveðinn uppruna. Samskiptastíll, kurteisisvenjur, augnsamband, húmor og það hvernig við tjáum ósætti – allt þetta mótast af menningu. Skemmtilegustu samskiptin verða til þegar forvitni og virðing fá að ráða för, en ekki bara „svona höfum við alltaf gert“. Það á líka við í sveit og í bæ, hvort sem við erum að taka á móti gestum í ferðaþjónustu á bóndabæ, vinna í gróðurhúsi, afgreiða í verslun eða leiða teymi á stóru fyrirtæki í þéttbýli. Af hverju skiptir þetta máli fyrir íslenska vinnustaði? Á íslenskum vinnumarkaði er nú meira um starfsfólk af erlendum uppruna en nokkru sinni fyrr og ferðaþjónusta á landsbyggðinni þjónustar fólk alls staðar að úr heiminum. Um leið sjáum við að það sem telst viðeigandi hegðun og kurteisleg samskipti er ekki túlkað á sama hátt alls staðar. Því betur sem við skiljum venjur og samskiptamynstur annarra, þeim mun auðveldara verður að vinna saman, leysa úr ágreiningi og skapa góða upplifun bæði fyrir samstarfsfólk og viðskiptavini. Þetta er einmitt kjarni menningarnæmis að við sjáum ekki bara það sem er „skrítið“ eða „öðruvísi“ heldur lærum að spyrja: Hvaðan kemur þetta? Hvað þýðir þetta fyrir viðkomandi? Hvernig getum við skilið þessar óskrifuðu reglurnar? Fræðsla sem nýtist í daglegu starfi Á námskeiðum um menningarlæsi og fjölmenningu hjá Gerum Betur vinnum við með hagnýt dæmi úr íslenskum veruleika, bæði úr ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum greinum. Við skoðum raunverulegar aðstæður, spyrjum spurninga og leitum leiða til að gera samskiptin skýrari og öruggari, minnka misskilning og efla virðingu á báða vegu. Jólin minna okkur á að hefðir, siðir og tákn ferðast um heiminn og breytast með tímanum. Sama gildir um samskipti á vinnustöðum: þegar fólk fær að læra hvert af öðru og tengja reynslu sína við breyttan veruleika, verður auðveldara að byggja brú milli ólíkra menningarheima hvort sem það er í fjárhúsum, móttöku á gistiheimili eða skrifstofu í borginni. Svo má að lokum spyrja: Hvaða jólasiður kom þér mest á óvart þegar þú komst að uppruna hans og hvaða hefð vilt þú halda fastast í á þínu heimili og þínum vinnustað? Höfundur: Margrét Reynisdóttir er eigandi og ráðgjafi Gerum Betur og sérfræðingur í þjónustu, samskiptum og menningarnæmni. Hún vinnur með fyrirtækjum og stofnunum um allt land til að efla fagmennsku og jákvæða þjónustumenningu og hefur skrifað fjölda bóka og kennsluefnis fyrir vinnustaði. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Gerum Betur, sérfræðingur í þjónustu, samskiptum og menningarlæsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Jólin virðast svo sjálfsagður hluti af íslenskri menningu að maður gæti haldið að við hefðum alltaf haldið þau hátíðleg eins og við gerum í dag. Við tengjum þau við laufabrauð, smákökur, skammdegi, kirkjuferðir og ljós í gluggum í bæjum og þorpum um land allt. En um leið og við rýnum í söguna verður ljóst að jólin eru ekki bara kristin hátíð heldur hluti af miklu lengri hefð þar sem ólíkir menningarheimar hafa blandast saman – löngu áður en við fórum að tala um menningarnæmi á vinnustöðum. Hátíð sem á sér lengri sögu en laufabrauð og ljós í gluggum Á norðurslóðum hefur fólk um aldir fagnað vetrarsólstöðum, þeim tíma þegar birtan fer loksins að aukast dag frá degi. Slíkar hátíðir voru kærkomin áminning um að veturinn væri ekki endalaus og að ljósið kæmi aftur. Í heiðnum siðum var miðsvetrarhátíð haldin með eldi, veislum og helgisiðum sem áttu að tryggja gott ár, frið og farsæld. Þegar kristni barst til Íslands tóku nýir siðir sér bólfestu í eldri rótum og smám saman varð til sú hátíð sem við köllum í dag jólin. Hátíð sem ferðast á milli landa Ef við skoðum einstaka þætti jólahefðarinnar kemur í ljós að siðirnir eiga sér oft uppruna víða að úr heiminum. Jólastjarnan tengist hefðum í Suður-Ameríku, mandarínur eru órjúfanlegur hluti af jólunum í mörgum Evrópulöndum og jólatréð varð vinsælt í þýskum borgum á 16. öld áður en það barst áfram til annarra þjóða. Á Íslandi voru það jafnvel birkigreinar sem fengu að gegna hlutverki jólatrés einfaldar en hátíðlegar í takti við það sem náttúran bauð upp á á hverju stað Jólapappírinn á rætur sínar að rekja til landa þar sem pappírsgerð þróaðist löngu fyrir okkar tíma og smákökurnar eiga sér langa sögu í gegnum verslunarleiðir frá Mið-Austurlöndum inn í evrópskar eldhúshefðir. Hinn rauðklæddi jólasveinn festist svo í sessi þegar listamenn í Bandaríkjunum fóru að teikna hann í rauðum fötum á 19. og 20. öld, mörgum árum áður en gosdrykkur í rauðum umbúðum blandaðist inn í söguna. Þegar við stöldrum við stærri myndina sést að engin ein þjóð „á“ jólin. Jólin urðu til með samruna ólíkra siða og hafa stöðugt þróast rétt eins og menning á vinnustöðum þróast þegar fólk með ólíkan bakgrunn vinnur saman. Skapandi þjóðarsögur og íslenskur húmor Þegar við hugsum til íslensku jólasveinanna sést sköpunarkraftur Íslendinga glöggt. Þeir voru ekki alltaf krúttlegir og færðu gjafir heldur synir Grýlu og Leppalúða, tröllvaxnir og hættulegir börnum. Nöfn þeirra á 19. öld benda til þess að þeir steli mat og geri fólki grikk. Það breytist ekki fyrr en á 20. öld, þegar verslun og auglýsingar fara að gera jólasveinana hlýlegri, mildari í garð barna og tengja þá við pakka og jólastemmingu. Þar sjáum við hvernig hefðir verða til í gegnum samskipti fólks, breytingar í samfélaginu og samspil hugmynda og hagsmuna. Frá eplakössum í sveitinni til alþjóðlegrar hefðar Á mörgum heimilum, bæði í sveitum og bæjum, eru til lifandi minningar sem tengjast jólaundirbúningi. Á mínu æskuheimili voru alltaf keyptir appelsínu- og eplakassar fyrir jólin og við stóðum í stórfelldum smákökubakstri. Ilmurinn úr ofninum þýddi að hátíðin væri á næsta leiti. Þegar maður rýnir í upprunann sér maður þó að margir þessara siða hafa ferðast langan veg áður en þeir lentu á okkar borðum og urðu að órjúfanlegum hluta af fjölskylduhefðum. Þannig verða til hefðir sem við upplifum sem „alíslenskar“ en eru í raun fallega blanda af innlendum og erlendum áhrifum rétt eins og það gerist á vinnustöðum þar sem fólk frá ólíkum löndum og menningarheimum starfar saman. Jólin sem kennslubók í menningarnæmi Jólin geta því verið ágæt kennslubók í menningarnæmi. Þau minna okkur á að við getum tekið upp nýja hefð án þess að hún þurfi að vera upprunalega okkar. Við getum notið siða sem berast til landsins með fólki, ferðum, verslun og samskiptum án þess að missa tengsl við það sem við teljum séríslenskt. Við getum sameinað ólíka þætti í heild sem virkar eins og þegar fjölmenningarlegur vinnustaður styrkist með auknum skilningi og virðingu. Þegar við kennum menningarlæsi á vinnustöðum sjáum við aftur og aftur sama mynstur: margt sem fólk telur „sjálfsagt“ er í raun lært mynstur sem á sér ákveðinn uppruna. Samskiptastíll, kurteisisvenjur, augnsamband, húmor og það hvernig við tjáum ósætti – allt þetta mótast af menningu. Skemmtilegustu samskiptin verða til þegar forvitni og virðing fá að ráða för, en ekki bara „svona höfum við alltaf gert“. Það á líka við í sveit og í bæ, hvort sem við erum að taka á móti gestum í ferðaþjónustu á bóndabæ, vinna í gróðurhúsi, afgreiða í verslun eða leiða teymi á stóru fyrirtæki í þéttbýli. Af hverju skiptir þetta máli fyrir íslenska vinnustaði? Á íslenskum vinnumarkaði er nú meira um starfsfólk af erlendum uppruna en nokkru sinni fyrr og ferðaþjónusta á landsbyggðinni þjónustar fólk alls staðar að úr heiminum. Um leið sjáum við að það sem telst viðeigandi hegðun og kurteisleg samskipti er ekki túlkað á sama hátt alls staðar. Því betur sem við skiljum venjur og samskiptamynstur annarra, þeim mun auðveldara verður að vinna saman, leysa úr ágreiningi og skapa góða upplifun bæði fyrir samstarfsfólk og viðskiptavini. Þetta er einmitt kjarni menningarnæmis að við sjáum ekki bara það sem er „skrítið“ eða „öðruvísi“ heldur lærum að spyrja: Hvaðan kemur þetta? Hvað þýðir þetta fyrir viðkomandi? Hvernig getum við skilið þessar óskrifuðu reglurnar? Fræðsla sem nýtist í daglegu starfi Á námskeiðum um menningarlæsi og fjölmenningu hjá Gerum Betur vinnum við með hagnýt dæmi úr íslenskum veruleika, bæði úr ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum greinum. Við skoðum raunverulegar aðstæður, spyrjum spurninga og leitum leiða til að gera samskiptin skýrari og öruggari, minnka misskilning og efla virðingu á báða vegu. Jólin minna okkur á að hefðir, siðir og tákn ferðast um heiminn og breytast með tímanum. Sama gildir um samskipti á vinnustöðum: þegar fólk fær að læra hvert af öðru og tengja reynslu sína við breyttan veruleika, verður auðveldara að byggja brú milli ólíkra menningarheima hvort sem það er í fjárhúsum, móttöku á gistiheimili eða skrifstofu í borginni. Svo má að lokum spyrja: Hvaða jólasiður kom þér mest á óvart þegar þú komst að uppruna hans og hvaða hefð vilt þú halda fastast í á þínu heimili og þínum vinnustað? Höfundur: Margrét Reynisdóttir er eigandi og ráðgjafi Gerum Betur og sérfræðingur í þjónustu, samskiptum og menningarnæmni. Hún vinnur með fyrirtækjum og stofnunum um allt land til að efla fagmennsku og jákvæða þjónustumenningu og hefur skrifað fjölda bóka og kennsluefnis fyrir vinnustaði. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Gerum Betur, sérfræðingur í þjónustu, samskiptum og menningarlæsi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun