Lífið

Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greini­lega“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Stjörnulífið er á sínum stað.
Stjörnulífið er á sínum stað.

Árið 2026 er runnið í garð, jólin við það að klárast og fólk keppist við að kveðja gamla árið með myndum og nýársheitum. Stjörnulífið á Vísi er á sínum stað fyrsta mánudag ársins.

Ef Instagram-færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.


Byrjaði árið á fálkaorðu

Tónlistarkonan Laufey Lín var ein fjórtán Íslendinga sem hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum á nýársdag. Söngkonan mætti í glæsilegum bláum kjól með mömmu sína sér við hlið.

„Takk kærlega Halla Tómasdóttir fyrir þennan heiður! Ég get ekki hugsað mér betri leið til að byrja árið 💫“ skrifaði söngkonan í færslu á Instagram.


Nóg af osti

Tónlistarkonan Júnía Lín, systir Laufeyjar og listrænn stjórnandi hennar, hefur líka verið stödd á landinu yfir jólin. Hún kíkti á Kaffi vest og Ægisgarð og gæddi sér á osti, brauði og hangikjöti.


Gaman hjá Guggunni

Gugga í gúmmíbát var í góðum gír á gamlárs.


Þarf ekki að gera nýársheit

Patrekur Jaime, Æði-strákur og áhrifavaldur, hefur sleppt því að strengja sér nýársheit því það gengur svo vel hjá honum.


Nýja árið hleðst inn

Pílatesþjálfarinn og markaðsstjórinn Friðþóra Sigurjónsdóttir fagnaði árinu í pallíettukjól og feldi.


Árið kvatt

Sunneva Einarsdóttir, LXS-skvísa, kvaddi árið í flottum pallíettubol.


Árinu fagnað

Birgitta Líf, World Class-erfingi og LXS-skvísa, fagnaði nýju ári í faðmi fjölskyldunnar.


Þakkar fyrir það gamla

„Gleðilegt nýtt elsku vinir og takk fyrir það gamla 🤍💫“ skrifar Magnea Björg Jónsdóttir, LXS-skvísa og markaðsstjóri Heklu, í Instagram-færslu með nýársmyndaröð.


Frábært útsýni

Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar fagnaði nýja árinu í svakalegum kjól og var me frábært útsýni af svölunum.


Árslok í fjósinu

Fyrirsætan Birta Abiba kvaddi árið með myndbandi úr fjósinu.


Blys í annarri, stjörnuljós í hinni

Skagamærin Móeiður Lárusdóttir fagnaði áramótunum með fjölskyldunni á Íslandi þó þau búi í Aþenu.


Nýárs í Nýju-Jórvík

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, meistaranemi við Columbia og Sjálfstæðiskonu, fagnaði nýja árinu með vini sínum, Brynjólfi Magnússyni, í New York.


Danspar í tólfta sæti

Dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir fagnaði áramótunum með fjölskyldunni og tók síðan við viðurkenningu í valinu á íþróttamanni ársins þar sem hún og dansfélagi hennar, Nikita Bazev, lentu í tólfta sæti.


Klifrar upp Kilimanjaro

Doktorsneminn Beggi Ólafs er á leið upp fjallið Kilimanjaro í Tanzaníu.


Fuuuullkomið lokakvöld🥂✨

Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, átti fullkomið lokakvöld á árinu 2025.


Flogið um loftin blá

Flugfreyjan Anna Guðný Ingvarsdóttir flaug um loftin blá.


Snoðaður inn í nýja árið

Tónlistarmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson tilkynnti fylgjendum sínum að árið 2026 yrði hans ár.


Kærónýárs

Kærustuparið Brynja Bjarnadóttir Anderiman og Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, fór saman inn í nýja árið.

„Nýtt ár með þessum 🤍“ skrifuðu þau í færslu.


26 vikur komnar þegar 2026 gekk í garð

Fyrirsætan Bryndís Líf Eiríksdóttir var gengin 26 vikur þegar 2026 gekk í garð.


Tilbúin í 2026

Áhrifavaldurinn Elísabet Gunnarsdóttir er tilbúin í árið 2026.


Klikkað ár og plata á leiðinni

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson átti klikkað ár.

„2025 var craazy. Eignaðist Veru, gaf út hit single, tilnefndur til tónlistarverðlauna, milljónir streyma/áhorfa, Takk takk er lengst uppi, flutti heim í VSB og svooo margt fleira. I AINT GOING NOWHERE

Er tilbúinn með plötu, 2026 er árið 👀TAKK,“ skrifaði Aron Kristinn í færslu.


Besta árið til þessa

Áhrifavaldurinn Camilla Rut átti sitt besta ár til þess.


Dansaði inn nýja árið

Ísgaurinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason dansaði inn nýja árið.


Óhefðbundinn áramótagalli

Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarmaður, fagnaði áramótunum í svakalegri múnderingu og minnti fólk á að viðhalda lífsgleðinni og tískunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.