Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Flug­freyja, íþróttakona og ráð­herra breyttu leiknum

Samheldni og kvenorka einkenndi ráðstefnuna Konur sem breyttu leiknum, sem haldin var á Hótel Edition á dögunum. Markmið ráðstefnunnar var að veita þátttakendum innblástur, efla tengslanet þeirra og gefa þeim aukinn kraft til að láta eigin drauma rætast. Salurinn var fullsetinn og komust færri að en vildu.

Lífið
Fréttamynd

Salka Sól og Elísa­bet Jökuls mættu á frum­sýningu

Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld þegar einleikurinn Ífigenía í Ásbrú var frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins fyrir fullum sal áhorfenda. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói allan síðasta vetur.

Lífið
Fréttamynd

Ástin sigrar í nýrri her­ferð gegn of­beldi

„Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir, sem er hönnuðurinn á bak við nýjan FO-bol UN Women á Íslandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta

Það var líf og fjör í Tjarnarbíói á föstudag þegar dansverkið Flækt, eftir danshöfundinn og flytjandann Juliette Louste, var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda.

Lífið
Fréttamynd

Troð­full Þorlákskirkja minntist Karls Sig­hvats­sonar

Minningarhátíðin Karlsvaka var haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og var kirkjan þétt setin.

Tónlist
Fréttamynd

Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt

„Það var líf og fjör í bænum allt frá morgni til kvölds og við finnum hvernig fólk tekur svo sannarlega undir leiðarstefið okkar Saman með ljós í hjarta,“ segir Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri Ljósanætur, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar.

Lífið
Fréttamynd

Skvísur landsins skáluðu í mið­borginni

Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona, og félagar hennar hjá framleiðslufyrirtækinu Skot Productions fögnuðu tíu ára afmæli fyrirtækisins með glæsilegri veislu á veitingastaðnum Fjallkonan á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit

Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk.

Menning
Fréttamynd

Sól­ey og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni

Það ríkti sannkölluð síðsumarstemning í verslun Kormáks & Skjaldar á Laugaveginum á dögunum þegar ný herralína frá Sóley Organics var kynnt til leiks. Fjölmargir lögðu leið sína í miðborgina og skáluðu fyrir samstarfinu í blíðskaparveðri.

Lífið
Fréttamynd

Taum­laus gleði og stjörnum prýddir tón­leikar

Það ríkti sannkölluð hátíðarstemning í Hljómskálagarðinum þegar árlegir Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fóru fram. Gríðarlegur mannskari safnaðist saman og skemmti sér fram eftir kvöldi, þar sem nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið.

Lífið
Fréttamynd

Dansinn dunaði á Menningar­nótt

Það var líf og fjör á Laugaveginum þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í alvöru götudanspartý fyrir utan verslun sína á Menningarnótt um liðna helgi. Plötusnúðurinn Dóra Júlía hélt uppi stuðinu á meðan gestir og gangandi dönsuðu og tóku virkan þátt í gleðinni.

Lífið
Fréttamynd

Veggjadans á Hörpu og snyrti­vörur úr sæl­gæti

Lífleg dagskrá var á Menningarnótt Reykjavíkurborgar í dag, þar sem hátt í fjögur hundruð viðburðir voru haldnir víða um alla borg. Sirkuslistakona dansaði veggjadans hátt uppi á Hörpu, á meðan Binniglee og Patrekur Jaime buðu fólki upp á ókeypis snyrtingu.

Lífið
Fréttamynd

For­seta­hjónin létu sig ekki vanta

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar var frumsýnd á Íslandi fyrir fullum sal gesta í Bíó Paradís í gærkvöldi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Lífið