Innlent

Um­ferðin ró­leg í kirkju­görðunum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Kópavogskirkjugarður í skammdeginu.
Kópavogskirkjugarður í skammdeginu. Vísir/Vilhelm

Bílaumferð við kirkjugarða höfuðborgarinnar gekk smurt fyrir sig yfir jólin og lögregla hefur ekki þurft að hafa afskipti af ökumönum í kirkjugarðsheimsóknum.

Varðstjóri í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir umferðina hafa gengið vel fyrir sig á þessum heilögustu dögum jóla. Rólegt hafi verið hjá umferðarlögreglumönnum á vaktinni.

Hann segir veðurspána mögulega hafa haft sitt að segja um kirkjugarðaferðir fólks. Það hafi því farið fyrr en vanalega eða ætli kannski seinna. Þannig hafi umferðin dreifst betur yfir hátíðardagana.

Lögregla var með sérstakt eftirlit við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð vegna þess að vart hafði orðið við skemmdir í kirkjugörðum vegna ökumanna sem höfðu ekið inn á grafarsvæðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×